Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 78
„Ekki gæinn
sem vill
gera meira
af því sama“
A
rnór Bjarki er vanalega
kallaður Nói. Hann er
prestur í Ástjarnar-
kirkju í Hafnarfirði og í
Kálfatjarnarkirkju.
Spurður hvað kom til að hann
varð prestur segir hann að það
hafi fyrst og fremst verið köllun
sem hann fékk í lífinu. „Ég hef
alltaf verið trúaður enda var ég al-
inn upp í trú þó að ég hafi brotist
aðeins út úr því á unglingsárum
mínum. Þá varð ég „of töff“ fyrir
kirkju, neitaði að taka þátt í þessu
með mömmu. En trúin bjó alltaf
innra með mér og ég hélt áfram
að biðja bænir þrátt fyrir að vera
erfiður unglingur og ekki alltaf til
fyrirmyndar. Síðan fór ég að læra
kjötiðn og vann við það í ein 12 ár.
Það var svo upp úr hruni sem ég
fann mig endurtekið í þeim að-
stæðum að fólk var að leita til mín
með sín mál. Ég var þá að spjalla
við fólk og stappa í þá stálinu sem
höfðu það ekki nógu gott. Talið
barst oft yfir í trúna, Guð og Jesú.
Síðan vaknaði ég einn daginn og
fann svo sterkt innra með mér, að
ég ætti að leggja þetta fyrir mig.“
Fékk köllun til
að verða prestur
Nói segir að þá hafi hann strax
farið af stað í að hringja í guð-
fræðideild Háskólans og athuga
hvort möguleiki væri fyrir hann að
komast að í náminu.
„Þetta var árið 2009 og ég
ákvað á þeim tímapunkti að skrá
mig í Verkmenntaskólann á Akur-
eyri til að ljúka þeim einingum
sem ég átti eftir fyrir stúdents-
próf og síðan byrjaði ég í guðfræði
í september árið 2010.“
Nói útskrifaðist árið 2016 og
fékk rúmum tveimur árum seinna
vinnu sem prestur. Í fyrstu eftir
útskrift starfaði hann sem æsku-
lýðsfulltrúi í Ástjarnarkirkju í
hálfri stöðu og í 35% stöðu í
Kálfatjarnarkirkju á sama tíma.
Síðan þegar prestakallið auglýsti
eftir presti í nýja stöðu ákvað
hann að sækja um og var valinn í
verkefnið. Hann hefur starfað sem
prestur frá því í ágúst á síðasta
ári.
Nói er einungis 37 ára og er þá
líklegast frekar ungur miðað við
meðalaldur prestastéttarinnar hér
Arnór Bjarki Blomsterberg er ungur miðað við
meðalaldur presta í landinu. Það er margt við
hann sem minnir kannski ekki svo mikið á prest í
hefðbundnum skilningi. En það streymir kær-
leikur og skilningur frá honum sem eru eig-
inleikar sem gott er að hafa í presti.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Nói gerir áhugaverða hluti með fermingarbörnum. Trúfræðsla er eitt atriði, en einnig fræðsla og umræða um
mikilvægi þess að eiga einhvern að til að tala við.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Nói er skemmtilegur
prestur sem hefur
áhuga á að tengjast
sóknarbörnum og
verða vinur þeirra ef
þau vantar vin núna
eða í framtíðinni.
á landi. „Mér líður eins og ég hafi
verið leiddur hingað inn. Ég hef
reynslu af því að starfa náið með
Jónu Hrönn í fermingarfræðslu
síðustu árin og af henni hef ég
lært ótrúlega margt. Hún er svo
skemmtileg og öðruvísi og það
þykir mér gott. Ég er ekki gæinn
sem vill gera meira af því sama.
Það sem ég hef viljað gera í mín-
um sóknum er að bjóða upp á ör-
lítið öðruvísi valkost. Ég er með
unga sókn, meðalaldur þeirra sem
koma í kirkjuna okkar er lágur.
Söfnuðurinn var stofnaður árið
2001 og í honum er rosalega mikið
af ungu barnafólki. Við viljum
reyna að höfða til þeirra og erum
því með metnaðarfullt barna- og
unglingastarf sem ég held utan
um.“
Við erum öll manneskjur
Hver er miðpunktur þess
starfs?
„Alla mánudaga og fimmtudaga
tek ég á móti börnum frá sex ára
aldri og upp í 10. bekk. Þau koma
í þremur hópum – sex til átta ára,
síðan níu til tólf ára og svo koma
unglingarnir um kvöldið.“
Starfið er metnaðarfullt en alls
ekki hefðbundið. Við syngjum
stundum, förum í spurningaleiki
og fleira skemmtilegt og í starfinu
reyni ég að sá kærleiksfræjum.
Hugmyndum um að við erum öll
mismunandi. Við þurfum öll á vin-
áttu og hlýju að halda. Við ættum
að skoða hvernig við komum fram
við hvert annað og síðan ræði ég
þessa grunnhugmynd sem er í
mínum huga sú að Jesús kallar
okkur ekki til neins annars en að
vera manneskjur fyrir okkur sjálf
og aðrar manneskjur í þessu lífi.“
Nói lýsir skemmtilegri dæmi-
sögu um hvernig hann notar þessa
hugmyndafræði þegar krakkarnir
gera sem dæmi kókoskúlur. Hann
er þá kannski búinn að undirbúa
deigið áður en þau mæta. Allir fá
sinn hluta af deiginu og síðan
byrja börnin að hnoða kókoskúl-
urnar. „Í hvert skipti sem við
vinnum þetta verkefni saman þá
sé ég barn sem gerir eina stóra
kúlu úr sínu deigi og síðan er barn
sem gerir fimmtíu litlar kúlur úr
sínu deigi. Eftir baksturinn förum
við vanalega öll inn í kirkjuna að
hugleiða og þá fjöllum við um
78 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
Listrænar gjafir
Falleg hönnun og gjafavara
Listaverkabækur, kort og veggspjöld
Hafnarhús
Tryggvagata 17
101 Reykjavík
Kjarvalsstaðir
Flókagata24
105 Reykjavík
Ásmundarsafn
Sigtún
105 Reykjavík
Safnbúðir
Listasafns Reykjavíkur
Sími 4116400