Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Síða 7

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.03.2019, Síða 7
10.3. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7 eralismans, eða hinnar klassísku frjálslyndisstefnu, sem byggist á ein- staklingsréttindum Johns Lockes og hagfræði Adams Smiths. En á allra síðustu árum, ekki síst eftir fjármálakrísuna 2008, hafa kom- ið brestir í áður óhagganlega tiltrú manna á þessu leiðarljósi. Sá grunur læðist að ákveðnum hópum að fram- tíðin sé ekki endilega björt og að frjálslyndisstefnan hafi ekki endilega lengur svör við áskorunum samtím- ans. Fortíðarþrá er þannig í fyrsta sinn í langan tíma orðin allt að því ráðandi hugmyndafræði sums staðar, í stað bjartsýni á framtíðina. Beinlínis er hvatt til þess að snúið verði við, fremur en að haldið verði áfram á þeirri braut sem hefur fært okkur þá miklu velmegun sem við búum við í dag. Margir virðast ekki taka undir með að við erum betur stödd en á ár- um áður, þó að rökin fyrir því séu óljós. Þessari fortíðarþrá fylgja efa- semdir um gildi frjálsra viðskipta og alþjóðasamskipta. Með öðrum orð- um: tilhneiging til að einangra sig, jafnvel á bak við múra. Fjórða iðnbyltingin mun vekja enn fleiri og áleitnari spurningar um það hvort leiðarljós okkar í dag, hin klass- íska frjálslyndisstefna, hafi ennþá svörin og geti tryggt okkur áfram- haldandi bætt lífskjör, kynslóð fram af kynslóð. Við þessum spám þarf augljóslega að bregðast og ýmislegt sem stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og einstakling- arnir sjálfir geta gert. Aukin nýsköpun í samfélaginu er í þessu samhengi einfaldlega ekki val, heldur nauðsyn. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland sem nú er í smíðum í mínu ráðuneyti er því að mínu mati eitt mikilvægasta verk- efni þessarar ríkisstjórnar. Hún er stór hluti af svarinu við stærstu spurn- ingunum sem við stöndum frammi fyr- ir og er forsenda áframhaldandi verð- mætasköpunar og velsældar. Til að mæta þessum stóru áskor- unum verðum við að verja hið verð- mætaskapandi leiðarljós okkar, hina klassísku frjálslyndisstefnu, með áherslu sína á almenn réttindi, ein- staklingsfrelsi, viðskiptafrelsi og al- þjóðasamvinnu. Harari bendir réttilega á það í bók sinni að frjálslyndisstefnan hefur ver- ið eins langlíf og þrautseig og raun ber vitni meðal annars vegna þess að hún hefur lagað sig að gagnrýni þeirra hugmyndakerfa sem sótt hafa að henni. Að mínu mati þurfum við einnig í dag að vera reiðubúin til að hlusta á þær raddir sem finnst vanta skýrari svör við nýjum spurningum samtímans. Markmið okkar á alls ekki að vera að úthýsa þeim og út- rýma heldur að hlusta á þau, reyna að skilja þau og koma til móts við þau að því marki sem við teljum mögulegt og raunhæft, eins og hin klassíska frjáls- lyndisstefna hefur áður gert. Að búa okkur undir framtíðina á þennan hátt er mikilvægasta verkefni okkar í dag. ’Til að mæta þessumstóru áskorunumverðum við að verja hiðverðmætaskapandi leið- arljós okkar, hina klass- ísku frjálslyndisstefnu. arionbanki.is Þægilegri bankaþjónusta Arion banka Sérkjör og afslættir hjá 300 fyrirtækjum Þegar þú sækir Arion appið ertu sjálfkrafa komin(n) í Einka- klúbbinn, einn öflugasta fríðindaklúbb landsins. Með Einka- klúbbsappinu færðu afslátt, sértilboð og fríðindi hjá yfir 300 verslunum og þjónustuaðilum af öllu tagi um um allt land. Þú finnur örugglega eitthvað sem nýtist þér. Náðu í Einkaklúbbsappið og njóttu fríðindanna. ÁhugamálAll Bílar Blóm &gjafavörur Börn r Gist ing Hár &snyrting Heilsa & útlit Heimil i Úr & skart Veitingar Veldu þann flokk sem þú vilt sjá að kynjamismunurinn sem við sjáum klárlega í öllum löndum í PISA í lestri/lesskilningi hjá 15 ára ungling- um byrji þegar börn hefja skóla- göngu og kannski fyrr. En það má líka bæta því við að vitum einnig að drengir hafa minni áhuga á lestri en stúlkur; þeir lesa minna en stúlkur, fátækt hefur meiri áhrif á árangur drengja og það að búa með einstæðu foreldri hefur meiri áhrif á árangur drengja í skóla. Ástæður Það eru að sjálfsögðu margar ástæð- ur fyrir slíkum niðurstöðum. Sú fyrsta getur tengst því að við notum ekki réttar lestrarkennsluaðferðir fyrir byrjendur í öllum grunnskólum landsins. Líklegt er að það komi nið- ur á lestrargetunni. Önnur ástæða getur verið sú að við gefum okkur ekki nægan tíma í þjálfun á lestri. Það að lesa bækur og margar bækur hefur mikið að segja fyrir lesskilning, sem er ábótavant miðað við PISA- niðurstöður. Þannig að hægt er að segja að þjálfun er ónóg til að byggja upp sterka snaga – djúpa þekkingu. Þriðja ástæðan getur verið að við notum ekki nógu góðar lestr- arbækur, sem passa áhuga stelpna, stráka og beggja kynja. Hérna eru Norðmenn komnir mun lengra með að þróa og nota flottar bækur fyrir yngstu börnin. Bækurnar eru af ell- efu mismunandi erfiðleikastigum og 20 bækur á hverju stigi. Fjórða ástæðan getur tengst því að við not- um bókasöfnin of lítið. Það má líka spyrja hvort bókasöfnin séu nógu góð í skólum landsins og bæj- arfélögum. Fimmta ástæðan getur tengst því að við náum ekki að kveikja áhugann á lestri sem er gíf- urlega krefjandi í sterkri samkeppni við snjallsíma, snjallbretti og tölvu- leiki. Það mætti líka nefna vöntun á kenna börnum bókstafina og hljóð þeirra, vinna með að lesa tveggja og þriggja stafa orð og síðan fjögurra og fimm stafa orð og stuttar setningar, allt þangað til læsi er náð. Rann- sóknir sýna að þegar barnið kann að meðaltali 17-19 bókstafi nær það að lesa. 2. Skapa áhuga. Gerist með því að finna réttar bækur og viðfangsefni – gefa réttar áskoranir miðað við áhugasvið hvers og eins. Bókasöfnin í skólum og bæjarfélögum eiga að vera gullnáma fyrir börn og unglinga til að finna bækur við hæfi. Það er ein af höfuðástæðum fyrir velgengni finnskra unglinga í PISA. 3. Meiri þjálfun. Það þarf að for- gangsraða í skólanum og fá heimilin og forráðamenn með. Í hverjum mánuði ættu börn og unglingar að telja hversu margar bækur þau lásu og geta sagt hvaða þrjár voru skemmtilegastar. Þetta er ráð frá fremsta finnska sérfræðingnum í lestri. Bæði foreldrar og for- ráðamenn eiga að stuðla að nægri þjálfun sinna barna. Finnum bækur við hæfi sem vekja áhuga þeirra á lestrinum. Við verðum að forgangs- raða þannig að unnið sé markvisst og skipulega með grunnfærni í læsi í skólanum. Við ættum ekki að fók- usera á leshraða heldur að fá börn til að lesa mikið af bókum. Þetta er virkilega brýnt þjóð- félagslegt verkefni – eflum lestur fyrir framtíð okkar barna. ’PISA sýnir fram ákynjamismun í öllum69 löndunum sem taka þátt,stúlkur eru almennt betri en drengir í lestri. Ísland er eitt af þeim löndum þar sem munurinn er mestur. fræðilegri umræðu um mikilvægi lesturs og hvað við erum að fást við í skólanum, aðferðafræði, og lestr- arhraðamælingar Mennta- málastofnunar. Öflug fræðileg um- ræða er gífurlega mikilvæg í hverju þjóðfélagi. Möguleikar Við verðum að nota viðurkenndar rannsóknir sem útgangspunkt fyrir það sem við gerum í skólanum. Hvað er til ráða?: 1. Læsi. Felur í sér að nota rétta aðferðafræði. Algjört grundvall- aratriði er að grunnskólar landsins noti sannreynda og viðurkennda kennsluaðferð fyrir byrjendur – bók- stafs-hljóð aðferð. Bókstafs-hljóð kunnátta er einn af hornsteinunum fyrir lestur, samanber fremstu vís- indamenn í heiminum á sviði lestrar Stanislas Dehaene, Joel Talcott og Finn Egil Tønnesen. Sem sagt að

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.