Morgunblaðið - 02.04.2019, Qupperneq 27
ENNEMM og eftir það hjá fram-
leiðslufyrirtæki sem heitir Tjarnar-
gatan og fór svo að vinna hjá Síman-
um í janúar. Þar er ég að leysa af
eina sem er í fæðingarorlofi, þannig
að ég hætti þar í sumar og þá tekur
bara óvissan við.“
Berglind hefur hlotið verðskuld-
aða athygli fyrir innslög sín í sjón-
varpsþættinum Vikan með Gísla
Marteini. „Þetta byrjaði þannig að
Gísli Marteinn kannaðist við mig og
hafði séð það sem ég hafði verið að
skrifa á Twitter, honum fannst það
skemmtilegt og vildi fá mig í rit-
stjórn þáttarins. Svo þróaðist það
þannig að ég fór að gera þessi inn-
slög, en ég byrjaði að vinna í þætt-
inum 2015.“ Berglind hafði fyrir það
aldrei verið í leiklist eða tekið þátt í
gríni opinberlega og hefur aldrei ver-
ið með uppistand. „Ég var bara alltaf
í dansinum alveg frá því að ég var
krakki.“ Berglind hefur verið viðloð-
andi dansheiminn á Íslandi, sett upp
sýningar og verið í verkum annarra
höfunda.
Um áhugamálin segir hún: „Þegar
maður er að vinna með málefni líð-
andi stundar þá er maður er alltaf að
vinna með það, fylgist með fréttum
og menningunni. Það er af nógu að
taka til að grínast með. Ég hef verið
að leysa af í Menningunni í Kastljós-
inu og þar sameinast eiginlega öll
áhugamálin í eitt.
Ég er búin að hlakka svolítið til að
verða þrítug, vinkonur mínar eru
flestar árinu eldri en ég og segjast
hafa orðið mun vitrari og öruggari
með sig um leið og þær urðu þrítug-
ar. Mér fannst þetta líka tilvalið
tækifæri til að halda stórt partí sem
ég gerði undir lok mars, hélt stórt
sameiginlegt afmæli með vinkonu
minni Ég er því búin að halda vel upp
á afmælið og afmælisdagurinn sjálf-
ur fer í meiri slökun með fjölskyldu
og vinum.“
Fjölskylda
Sonur Berglindar er Kári Hall-
dórsson, f. 10. febrúar 2011, nemi í 2.
bekk í Austurbæjarskóla. Faðir hans
er Halldór Laxness Halldórsson, f.
1985.
Hálfbróðir Berglindar er Gísli
Helgason, f. 13. apríl 1974, bús. í
Brighton, kvæntur Önnu Maríu
Helgadóttur.
Foreldrar Berglindar eru hjónin
Pétur Grétarsson, f. 21. desember
1958, hljómlistarmaður, og Margrét
Gísladóttir, fyrrverandi útibússtjóri,
10. ágúst 1956. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Berglind
Pétursdóttir
Guðrún Sigríður Einarsdóttir
húsfreyja í Hafnarfirði og Reykjavík
Jón Hjörtur Jóhannsson
sjómaður og verkamaður í
Hafnarfirði
Þuríður B. Jónsdóttir
húsfreyja í Garðabæ
Margrét Gísladóttir
fyrrv. útibússtjóri í Reykjavík
Gísli Hauksteinn Guðjónsson
flugumferðarstjóri í Garðabæ
Kristín María Gísladóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðjón Runólfsson
bókbindari í Reykjavík
Páll Grétarsson fjármálastjóri
hjá Stjörnunni í Garðabæ
Hjörtur Grétarsson framleiðandi í Rvík
Elín Sigríður Grétarsdóttir
hjúkrunarfræðingur í Rvík
Skúli Pálsson lögmaður í Rvík
Ragnheiður
Skúladóttir
framkvæmdastjóri
Íslenska
dansflokksins
María G. Gísladóttir ballettdansari í Rvík
Kristín Gísladóttir fimleikakona
og sjúkraþjálfari í Garðabæ
Halldóra Jóhanna Elísdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Páll Skúlason
ritstjóri Spegilsins
Guðlaug Pálsdóttir
húsfreyja í Garðabæ
Grétar Hjartarson
skipstjóri í Reykjavík og Mosfellsbæ
Ásta Laufey Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Hjörtur Hjartarson
kaupmaður í Reykjavík
Úr frændgarði Berglindar Pétursdóttur
Pétur Grétarsson
hljómlistarmaður í Reykjavík
Dansarinn Berglind á Reykjavík Dance Festival árið 2011.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 2019
Þór fæddist 2. apríl 1936 á Þórs-hamri í Sandvíkurhreppi,Árn. Foreldrar hans voru
hjónin Vigfús Guðmundsson, f. 1903,
d. 1990, bifreiðastjóri við Ölfusárbrú,
á Selfossi, síðar sjómaður á
Seltjarnarnesi, og Guðrún Jóns-
dóttir, f. 1904, d. 1950, húsfreyja.
Þór lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Laugarvatni
1955, nam hagfræði við Hochschule
für Ökonomie og lauk Diplom
Wirtschaftler 1961, með sérgrein í
milliríkjaviðskiptum. Hann lauk prófi
í uppeldis- og kennslufræðum frá Há-
skóla Íslands 1967, námi í húsasmíði
við iðnbraut Fjölbrautaskólans á Sel-
fossi 1982 og sveinsprófi 1989. Hann
lauk einnig prófi í svæðisleiðsögn frá
Farskóla Suðurlands 1993.
Við heimkomu frá Berlín vann Þór
sem skrifstofustjóri hjá Sameining-
arflokki alþýðu – Sósíalistaflokknum
og sem starfsmaður verslunarsendi-
nefndar Þýska alþýðulýðveldisins.
Hann hóf kennslu við Héraðsskólann
á Laugarvatni 1963 og kenndi við
Menntaskólann á Laugarvatni 1964-
70, við Menntaskólann við Tjörnina,
síðar Sund, 1970-83 og var konrektor
skólans 1975-78. Hann var skóla-
meistari Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi 1983-1994 og kennari til
ársins 1998.
Þór átti sæti í miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins 1970-80, sat á Alþingi
sem varaþingmaður 1974, var borg-
arfulltrúi í Reykjavík 1978-80 og for-
maður umferðarnefndar. Hann átti
þátt í stofnun Draugasetursins á
Stokkseyri. Þór var aðalhöfundur Ár-
bókar Ferðafélags Íslands, Í Árnes-
þingi vestanverðu, 2003.
Fyrri eiginkona Þórs var Helga
María Novak rithöfundur frá Þýska-
landi, f. 1935, d. 2013. Þau skildu
1968. Börn þeirra eru Ragnar Alex-
ander, f. 1958 (kjörbarn), og Nína, f.
1962. Seinni eiginkona Þórs er Hildur
Hákonardóttir, f. 28. apríl 1938, lista-
kona. Börn hennar og stjúpbörn Þórs
eru Kolbrún Þóra, f. 1956, og Hákon
Már, f. 1958.
Þór Vigfússon lést 5. maí 2013.
Merkir Íslendingar
Þór
Vigfússon
95 ára
Kristbjörg María Jónsdóttir
90 ára
Gerður Þorkatla
Jónasdóttir
Ólafur Bergsveinsson
85 ára
Erlingur Brynjólfsson
Guðfinnur Magnússon
Ingibjörg María
Gunnarsdóttir
Ólöf Birna Björnsdóttir
Snorri Hermannsson
80 ára
Davíð Pétursson
Pálmi Dagur Jónsson
75 ára
Edda Ragnarsdóttir
Hlöðver Jóhannsson
Ingigerður Gissurardóttir
Ragnhildur Helgadóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Sigurbjörg Bjarnadóttir
70 ára
Árdís Benediktsdóttir
Guðjón Þórarinsson
Hallfríður Höskuldsdóttir
Jón Einar Böðvarsson
Sigríður Egilsdóttir
60 ára
Ásrún Inga Kondrup
Eggert Guðmundsson
Elísabet Jónsdóttir
Fanney Gunnarsdóttir
Guðmundur H.
Guðmundsson
Guðrún Hanna Óskarsdóttir
Halldór Þ. Matthíasson
Kristín Hulda Halldórsdóttir
Lárus Hjaltested
Mardís Malla Andersen
Margrét Gunnlaugsdóttir
Ragnhildur G. Hjartardóttir
Sigurjón Kristjánsson
Þórir Dan Friðriksson
50 ára
Birna Blöndal
Björn Friðgeir Björnsson
Dariusz Malinowski
Hrund Apríl
Guðmundsdóttir
Margrét Hjálmarsdóttir
Ratri Jaithon
Sóley R. H. Hallgrímsdóttir
40 ára
Alina Szczecinska
Anna Helga Jónsdóttir
Arnar Jón Lárusson
Atli Þór Hergeirsson
Guðlaugur Magnús
Pétursson
Guðrún Kristjánsdóttir
Heiða Björg Pálmadóttir
Helga Pétursdóttir
Ingólfur Harri
Hermannsson
Jason Kevin Capps
Kristbjörn Helgason
Magnús Kári Jónsson
Margrét Elín Arnarsdóttir
Ragnar Már Alfredsson
Snorri Snorrason
Örn Friðhólm Sigurðsson
30 ára
Arnór Smári Jónsson
Berglind Pétursdóttir
Daria Kowalewska
Erlingur Sveinn Erlingsson
Henríetta Fríða Árnadóttir
Hjalti Einarsson
Ingibjörn Halldórsson
Katrína Mogensen
Laila Helli Maria Kelloniemi
Reynir Hauksson
40 ára Birna býr á Akur-
eyri og er þroskaþjálfi og
hjúkrunarfræðingur á
Sjúkrahúsinu á Akureyri
Maki:Gunnar Björg-
vinsson, f. 1969, við-
skiptafræðingur.
Börn: Hrönn, f. 1989,
Harpa Mukta, f. 1998,
Hrund Nilima, f. 2000,
Jóhannes Fei, f. 2006.
Foreldrar:Anna B.
Jóhannesdóttir, f. 1949
og Björn Blöndal, f. 1946,
d. 2016
Birna
Blöndal
40 ára Magnús er Reyk-
víkingur og skrifstofu-
maður hjá Handknatt-
leikssambandinu, hand-
knattleiksdómari og
þjálfari hjá Fjölni.
Systkini: Gísli Þór, f.
1982, og Sigrún Erla, f.
1989.
Foreldrar: Jón Magnús-
son, f. 1952, verslunar-
maður í Heklu, og Stein-
unn Gísladóttir, f. 1950,
kennari í Foldaskóla, bú-
sett í Reykjavík.
Magnús Kári
Jónsson
40 ára Margrét fæddist í
Stokkhólmi en ólst upp í
Hafnarfirði og býr þar. Hún
er flugmaður hjá Icelandair
og fyrrverandi flugumferð-
arstjóri.
Maki: Tómas Beck, f. 1980,
flugstjóri hjá Icelandair.
Börn: Tristan Arnar Beck, f.
2002. og Katla Björg Beck,
f. 2009.
Foreldrar: Hákon Arnar
Hákonarson, f. 1956, d.
1997, og Ingibjörg Jóna
Gunnarsdóttir, f. 1958.
Margrét Elín
Arnarsdóttir
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Til hamingju með daginn