Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 2
Hvernig liggur á þér? Bara vel! Þú ert að fara að fylla Hörpu á sunnudag, aftur. Það eru bara örfáir miðar lausir. Hvert þó í logandi! Er það virkilega? Hvað veldur þessum vinsældum á gamals aldri? Ég skil það ekki, ég er 84 ára og er að fylla Hörpuna tvisvar í röð. Ertu enn í fullu fjöri? Já, já, ég er á hundraðinu. Hvaða lög syngurðu? Gömul og ný lög, allt aftur til 1960. Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig er á dagskrá til dæmis og ég verð aldrei leiður á að syngja það þótt ég hafi sungið það mörg þúsund sinnum. Ég er með skemmtilegt lið með mér þarna og það er alls konar prakkaraskapur í gangi. Áttu þér uppáhaldslag? Nei, en My Way finnst mér krefjandi og gaman að syngja. Kannski Við bjóðum góða nótt, eftir hann pabba. Er alltaf jafn gaman að standa á sviði og syngja fyrir fullu húsi? Já, það er alveg sama hvort það eru tuttugu manns eða þúsund manns; ég hef alltaf jafn gaman af þessu. Kemur aldrei fyrir að þú gleymir textum? Jú, það kemur fyrir. Þá kalla ég bara út í sal og spyr hvort einhver kunni ekki textann. Morgunblaðið/Ásdís RAGGI BJARNA SITUR FYRIR SVÖRUM Alls konar prakkaraskapur Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019 Ég hef mikið dálæti á karlmannsnafninu Snæbjörn enda ættaður fráSnæbjarnarstöðum í Fnjóskadal. Afi minn hét Snæbjörn og ég áfrændur í báðum ættum sem bera þetta tígulega nafn en bæði móðir mín og systir hennar gengu að eiga menn sem eru Snæbjörnssynir, þó óskyldir. Þriðja systirin hefði ugglaust gert slíkt hið sama hefði hún ekki flutt ung að árum til Svíþjóðar en þar er af einhverjum ástæðum minna framboð á Snæbjörnum en hér í fásinninu. Í Svíþjóð búa hins vegar ákaflega margir menn sem heita Lars. Suma þeirra þekki ég persónulega. Það er svo skemmtilegt við nafnið Snæbjörn að engin leið er að átta sig á því hvað slíkir menn eru kallaðir. Ég meina, 99% Matthíasa kallast Matti og 98% Gunnara kallast Gunni. Ég þekki eða veit um Snæbirni sem kallaðir eru Diddi, Bibbi, Bubbi, Bjössi, Snabbi, Snæsi og Snæi. Og þessi listi er hvergi nærri tæmandi. Raunar eru dæmi um að fólk telji að síðasttalda gælunafnið sé skrifað Snagi en það er allt önnur saga. En er nafnið til útflutnings? Snæ- björn frændi minn hefur búið í um tvo áratugi erlendis, lengst af í enskumælandi löndum, og gerði sér snemma grein fyrir því að nafnið fer ekki nægilega vel í munni inn- fæddra. Þeir hósta bara og hiksta þegar þeir gera heiðarlega tilraun til að bera það fram. Hann gerði sér af þeim sökum lítið fyrir og snaraði nafninu beint yfir á ensku: Snow- bear. Og hefur notast við það með góðum árangri síðan. Það stendur meira að segja á nafnspjaldinu sem hann réttir samferðafólki sínu. Í huga mér hefur Snæbjörn alltaf staðið fyrir festu og þess vegna kemur ekki á óvart að nafnið fléttist með afgerandi hætti inn í kjarabaráttuna sem stendur svo hátt nú um stundir gegnum Kristján Þórð Snæbjörnsson, for- mann Rafiðnaðarsambands Íslands, og Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandsins. Þegar maður hugsar út í það væri Snæbjörn auð- vitað gráupplagt nafn á heilt stéttarfélag. Að ekki sé talað um björgunar- sveit. „Hafið engar áhyggjur; Björgunarsveitin Snæbjörn er á leiðinni!“ Loks er fyrirmunað að skilja hvers vegna við brenndum af því dauðafæri að kalla ísbirni eða hvítabirni snæbirni. Það fer þeim miklu betur. Alltént þangað til þeir ganga óboðnir á land í Skagafirði og menn taka upp frethólka og byrja að skjóta þá. Það þætti mér óþægilegt. Snæbjörn Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Mér er fyrirmunað aðskilja hvers vegna viðbrenndum af því dauða-færi að kalla ísbirni eða hvítabirni snæbirni. Það fer þeim miklu betur. All- tént þangað til þeir ganga óboðnir á land í Skaga- firði og menn taka upp frethólka og byrja að skjóta þá. Jóna Stefanía Guðlaugsdóttir Já, til New York, að hitta au-pairinn sem passaði mig einu sinni. SPURNING DAGSINS Ætlar þú til útlanda í sumar? Páll Baldursson Já, líklega til Berlínar í júlí. Hulda Theódórsdóttir Nei, ég ætla að vera mest bara heima og hjóla og synda. Ingi Freyr Rafnsson Já, til Manchester og Danmerkur. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Raggi Bjarna heldur aðra tónleika af þrennum á sunnudag, 28. apríl, í Hörpu í tilefni af 85 ára afmæli sínu á árinu. Síðustu tónleikarnir verða 1. september. Nokkrir miðar eru enn til á sunnudag á tix.is. SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.