Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019 Þ eir eru til sem telja að skákin hafi nálgast sín endimörk þegar Kasp- arov tapaði loks fyrir tölvunni. Nokkru áður heyrðust kenningar um að biðskákir væru orðnar mark- lausar þar sem baráttan snerist nú um það hvor keppenda hefði aðgang að betri tölvum. Alllöngu áður en svo var komið var þó vitað að ör- magna skákmeistari lúllaði á meðan aðstoðarmenn skoðuðu leiki út í hörgul. Og niðurstaðan gat hugsan- lega oltið á því fremur en getu keppenda sem voru einatt þeir tveir bestu í heimi. Skákin gefur keppendum jöfn tækifæri þegar horft er til borðsins. Stundum er þessi mynd færð yfir á stjórnmálabaráttu og einkum þann þátt sem snýr að lífsbaráttu, og hversu bústin buddan sé. Þeir eru til sem trúa því að stjórnmálabarátta snúist aðeins um þetta. Það er auðvitað rétt að stjórnmálamenn geta stuðlað að persónulegum ávinningi fjöldans. En það gerist ekki með endurúthlutun fjár frá honum sjálf- um nema að sáralitlu leyti heldur skilyrðunum sem þeir búa við sem ætla að bjarga sér og sínum. Út- hlutunarmennirnir eru þó býsna sannfærandi. Upp- skriftin sem þeir boða og bjóða sýnist einföld og að enginn þurfi neitt að hafa fyrir ábatanum og hún er stundum styrkt með öfundarkryddinu, sem sumum finnst bæta allt sem étið er. Súpa úr ryðguðum nöglum En úthlutunin er ekki sjálfsprottin þótt stefið sé að þetta séu allt fjármunir sem séu til og að allur fjöld- inn eigi skilið að fá og eigi í raun inni og hver gæti verið á móti því? En áralöng reynsla sýnir að ríkisvaldið er ekki flinkur framleiðandi og því þarf að innheimta áður en að úthlutun kemur. Og til þess þarf vald. Og það er einmitt það sem kjósandinn á að skaffa. Þá megi út- hluta gæðum eftir réttlæti þeirra sem vilja best og vita best. Endapunkturinn er ekki af lakari endanum. Hann er sá að allir hafi það jafngott og enginn þurfi mikið fyrir neinu að hafa. Hver ætlar að hafa á móti því? Þetta hljómar bæði blítt og erfiðislaust. Vandinn er sá að þetta hefur víða verið reynt og hvergi gengið upp og reyndar jafnan endað með ósköpum. Kannski er það vegna þess að svo margt í galdrinum gengur þvert gegn mannlegu eðli og eftirsóknarverðum gild- um. Þeir sem fram að þessu hafa talið sig best vita hver séu raunveruleg gæði lífsins og þess vegna fær- astir um að skipta þeim eftir mælistikum réttlætisins hafa allir sem einn farið út af í sinni fyrstu beygju. Það hefði ekki gerst svo fljótt hefðu þeir blaðað í og tekið mark á sjálfsprottinni speki Tómasar í Fögru veröld, en hann vakti athygli á því að gestirnir á Hótel jörð væru harla ólíkir og „það er svo mis- jafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangur- inn, sem fyrir þeim vakir“. Þessi einfalda speki gerir fyrirætlanir gæða- kvennanna af báðum (öllum) kynjum að litlu eða engu, eins og hendi sé veifað og oftast af þeim frem- ur bölvun en bót. Ætli menn að koma góðverkunum til allra að eigin forskrift dugir valdboðið eitt. En aðferðin gengur þvert á Tómas sem vissi, eins og vinur hans spóinn, hvað hann söng. Og þess vegna fer það svo illa sem átti að fara vel. Velgjörðarmenn breytast í valdsmenn og svo í harð- stjóra og allir vita hvernig það endar. Demókratar segjast nú sósíalistar Vel má vera að í okkar heimshluta séu þeir ekki leng- ur áberandi sem stefna enn á „alræði almúgans“ sem að vísu myndu færa alvaldið í hendur fjarlægra um- boðsmanna, af tæknilegum ástæðum. Ástæðan er sennilega sú að enn er of stutt síðan tilraunirnar voru gerðar. En þó verður að hafa nokkurn fyrirvara á því að frambjóðendagerið í sjálfum Bandaríkjum Norður-Ameríku sem vill komast í slag við Trump virðist flest vera í mílna fjarlægð vinstra megin við Palme og aðra fræga jafnaðarforingja fortíðar úr ná- grenni okkar. Enn eru smáþjóðir vissulega að engjast í tilrauna- glösum sósíalismans í löndum eins og Kúbu og Vene- súela. Land og heimur í senn Kína, fjölmennasta ríki heims, er hins vegar með risavaxna tilraun í gangi hjá sér þar sem kapítalismi í næsta óheftri mynd er í síamstvíburalíki með fjöl- mennasta kommúnistaflokki veraldar. Hvað segja þeir Lenín, Marx og Maó verði þeim litið upp úr víti sinnar þráhyggju? Kína er hlynnt „alþjóðavæðingunni“ enda bannar sú í raun afskipti annarra af innri málefnum ríkja og að lýðræðisríki láti sínar grundvallar réttarreglur hafa áhrif á viðskipti utan eigin landamæra. Vissulega hefur Kína haft vel upp úr sínu krafsi fram til þessa enda fjölgar milljarðamæringum í doll- urum talið hraðar þar en annars staðar á jarðkringl- unni. En vandinn er sá að fljótt kunna að heyrast brestir á senu „alþjóðavæðingarinnar“ þegar einn stærsti leikarinn hefur öll tök á sínum markaði, lýtur óljós- um og stundum leyndum reglum og getur beitt heljarafli sínu þegar hentar án þess að aðrir leikarar fái rönd við reist, hvað þá önnur stjórnvöld. Stærstu fyrirtæki Vesturlanda eru fyrir löngu vax- in flestum ríkjum yfir höfuð og það hentar þeim vel í bráð. En aðeins í bráð. En vandinn er sá að flestir viðskiptajöfrar hugsa eingöngu í bráð, en sjaldnast í lengd. Fyrirtækin fara sínu fram og tala niður til vestrænna „yfirvalda“ og fordæma með derringi minnstu afskipti af sér og sínum umsvifum. Á sama tíma lúta þau hiklaust ýmsum kröfum og jafnvel fyrirmælum frá einum af tveimur eða þremur aðalleikurum á þessu sviði, fyrirmælum sem mundu ganga þvert gegn meginreglum sem taldar eru gilda á þeirra eigin heimaslóðum. Hvers vegna Af hverju gera þau það? Þau segja að virða verði þá staðreynd að valdið á þeim stað sé óútreiknanlegt, án takmarkana og það geti haft mjög skaðleg áhrif á af- komu erlendra fyrirtækja að hafa í frammi ögrandi viðhorf gegn valdinu á þessum slóðum. Það sé enginn raunverulegur farvegur fyrir kvartanir. Fjölmiðlarn- ir séu allir á einni hendi. Bankarnir séu allir á einni hendi. Þarna séu engar eftirlitsstofnanir eða búró- kratískir dómstólar og engum spurningum þarf að svara og áhættan felst í spurningunum en ekki því að spyrja einskis. Valdhafar Vesturlanda séu ekki lengur raunveru- legir valdhafar enda hanga þeir í kerfisspuna búró- krata frá morgni til kvölds og fá sig hvergi hrært. Hjá þessu tilvonandi mesta valdaríki veraldar sé allt annað uppi. Þar séu markmið viðskipta og ann- arra ákvarðana saman slungin og það verði að virða. Annars gangi dæmið ekki upp. Og þótt það sé ekki Er rétt hjá Poirot að dæmið sé svo flókið að lausnin hljóti að vera einföld? ’ Því það brestur fljótt í þegar almenn- ingur gerir sér grein fyrir því að hann á sjálfum sér að þakka þá velmegun sem nú er orðin og það sem er innan seilingar. Það allt hefur sáralítið með „flokkinn“ að gera. Það er markaðurinn ósýnilegi en ekki Maó sýnilegur í glerkistunni sem nú lætur draumana rætast. Reykjavíkurbréf26.04.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.