Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019
Spennan
stigmagnast
Enda þótt tvö lið hafi verið íbrakandi meistaraformi í all-an vetur verður bara annað
þeirra krýnt enskur meistari í knatt-
spyrnu eftir réttar tvær vikur. Sorrí
Stína, þannig eru bara reglurnar!
Slík hefur siglingin á Manchester
City og Liverpool verið að blað verð-
ur án nokkurs vafa brotið í vor; tvö
lið hafa ekki í annan tíma rofið 90
stiga múrinn á einu og sama tíma-
bilinu. Það er raunar sjaldgæft að
eitt lið nái 90 stigum eða meira; hef-
ur aðeins gerst tíu sinnum í sögunni
en þriggja stiga reglan var tekin upp
í Englandi árið 1981.
Everton vann þetta afrek fyrst
liða, hlaut 90 stig slétt árið 1985.
Liverpool jafnaði það stigamet
þremur árum síðar og 1994 sló Man-
chester United metið; nældi sér í 92
stig. Aldamótaárið 2000 hreppti
Manchester United svo 91 stig. Lið
Arsenal, sem ekki tapaði leik, fékk
90 stig 2004 og ári síðar setti Chelsea
nýtt stigamet, 95 stig. Manchester
United hlaut 90 stig 2009 og Chelsea
93 stig 2017. Manchester City varð
síðan fyrst liða í 100 stigin á seinustu
leiktíð.
Það stigamet mun ekki falla í ár
en vinni bæði Manchester City og
Liverpool alla sína leiki sem eftir eru
þá enda þeir heiðbláu með 98 stig og
Rauði herinn 97. Það yrði þá annar
og þriðji besti árangur sögunnar.
Það er svakalegt til þess að hugsa að
lið geti hlotið 97 stig, tapað aðeins
einum leik en endað eigi að síður í
öðru sæti.
City er með pálmann í höndunum;
hefur hlotið 89 og á eftir þrjá leiki
sem sparkspekingar telja „býsna að-
gengilega“. Leik Liverpool og
Huddersfield var ekki lokið þegar
Sunnudagsblaðið fór í prentun í
gærkvöldi en ofboðslega ólíklegt
verður að teljast þeir Kloppverjar
hafi ekki klárað það verkefni með
sóma og sæmd. Það þýðir að þeir eru
væntanlega komnir með 91 stig þeg-
ar þú færð blaðið í hendur, kæri les-
andi.
Það er til marks um að standard-
inn sé alltaf að hækka að sjö af lið-
unum sem hér hafa verið nefnd rufu
90 stiga múrinn eftir aldamótin
2000. Og nú bætast tvö í viðbót í
þann eftirsótta elítuhóp.
Besti árangur liðs í öðru sæti til
þessa er frá árinu 2012, þegar Man-
chester United tapaði titlinum til
granna sinna í City á markamun.
Þegar Sergio Agüero skoraði á ell-
eftu stundu í lokaleiknum gegn
Queens Park Rangers. Bæði lið luku
þá keppni með 89 stig.
Meðalstigafjöldi liða sem hafnað
hafa í öðru sæti í efstu deild á Eng-
landi frá 1981 er 79 stig, sem rennir
enn frekari stoðum undir það hversu
afbrigðilegt yfirstandandi tímabil hef-
ur verið.
Hvort verður það Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eða Vincent Komp-
any, fyrirliði Man. City, sem lyftir Englandsbikarnum 12. maí næstkomandi?
Hvort bíður Liverpool eða Manchester City það
sára hlutskipti að verða fyrsta liðið í sögu ensku
knattspyrnunnar til að hljóta yfir 90 stig á einu
tímabili en verða eigi að síður ekki meistari?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
AFP
Meðalstigafjöldi meistara-
liðanna í Englandi undanfarin
38 ár er 86 stig. Langalgengast
er að Englandsmeistararnir
ljúki keppni með á bilinu 80 til
89 stig. Þó hefur það gerst
fjórum sinnum frá 1981 að
minna en 80 stig hefur dugað;
lægsta stigatalan er frá 1997,
þegar Manchester United
hlaut 75 stig. Það er líka eina
tímabilið frá því að þriggja
stiga reglan var tekin upp að
liðið í öðru sæti náði ekki 70
stigum; Newcastle United
varð númer tvö með aðeins
68 stig. Það myndi ekki einu
sinni nægja fyrir Meistara-
deildarsæti að þessu sinni.
Tímabilið fræga 1988 til
’89 þegar Arsenal tryggði sér
titilinn eftir hreinan úrslita-
leik gegn Liverpool á Anfield
enduðu bæði lið með 76 stig
en Arsenal vann titilinn á
fleiri skoruðum mörkum.
Allt niður í
75 stig
Ég held að ég hafi verið fimm ára þegarég tók afdrifaríka ákvörðun sem hefurfylgt mér síðan. Í raun er varla hægt að
segja að ég hafi tekið þessa ákvörðun, miklu
frekar að hún hafi verið tekin fyrir mig. Vinur
minn kom til mín og spurði: Með hvaða liði
heldurðu í ensku knattspyrnunni? Ég hafði
ekki hugmynd um það og var eiginlega varla
með á hreinu hvað enska knattspyrnan væri.
Áður en ég kom upp svari sagði hann: Allir al-
vöru menn halda með Manchester United.
Þar með var það komið á hreint. Mörgum
árum seinna gat ég launað honum greiðann
með því að vekja hann um miðja nótt og til-
kynna honum að við værum að fara á Old
Trafford. Ég hef sjaldan séð glaðari mann.
Ég var búinn að bíða í fimm ár þegar fyrsti
titillinn kom. Sigur í bikarkeppninni gegn
Liverpool. Í millitíðinni höfðu mínir menn fall-
ið í 2. deild og almennt verið í frekar miklu
óstuði. Svo fór aðeins að rofa til en biðin eftir
sigri í deildinni var löng. 26 ár nánar tiltekið.
Það er langur tími.
Á þessum tíma missti ég aldrei vonina.
Alltaf hef ég haldið með þeim. Ég hef farið á
leiki, átt treyjur, lesið ævisögur leikmanna og
þjálfara. Ég hef lagt mig fram um að fylgjast
með mínum mönnum og jafnan talað um okk-
ur, þegar talið berst að liðinu. Rétt eins og ég
væri bara alltaf með dótið í skottinu og til í að
stökkva inn á ef einhver meiddist.
Ég er hinsvegar sennilega frekar ódæmi-
gerður stuðningsmaður fótboltaliðs. Orka mín
hefur fyrst og fremst farið í að halda með lið-
inu en minna í að hata önnur lið, enda held ég
að flestar sjálfshjálparbækur segi okkur að
hatur og illdeilur séu ekki góðar fyrir sálina.
Svo hefur, í gegnum árin, bara verið alveg nóg
við að vera. Margir sigrar og sætir.
Það er vissulega merkilegt að þessi della
fyrir boltanum skuli vera íslenskari en sviða-
sulta og hrútspungar og vekja svona miklar
tilfinningar. Og sjaldan hafa tilfinningarnar
verið jafn miklar og í þessari viku.
Þá gerist það að Liverpool á raunhæfan
möguleika á að ljúka hátt í þrjátíu ára eyði-
merkurgöngu sinni. Þegar liðið varð síðast
enskur meistari var Vigdís Finnbogadóttir
forseti og úti í heimi voru George Bush eldri
og Saddam Hussein enn í frekar góðum fíling.
Fyrsti Simpsons-þátturinn var ekki enn farinn
í loftið og heldur ekki síðasta serían af Dallas.
Sem sagt: Mannkynssaga.
En til þess að þessi draumur gæti loksins
ræst þurfti Manchester City að tapa fyrir
United. Tap City var ekki stóra málið, heldur
sigur United, en eins og allir vita hafa aldrei
verið sérstakir kærleikar með Liverpool-
mönnum og okkur. Það er öllum Liverpool-
mönnum meira eða minna sama um City sem
almennt er talið vera eins og óþolandi nýríki
gaurinn í götunni. En það sem verra var:
Manchester United þurfti að vinna!
Ég held að margir Liverpool-menn hafi
vaknað með óbragð í munninum í fyrradag.
Það hlýtur að hafa stappað nærri framhjá-
haldi að halda með United, þótt ekki væri
nema einu sinni. Þurfa að vona, frá dýpstu
hjartarótum, að þessir ógeðslegu rauðu djöfl-
ar ynnu leik!
Svo fór náttúrlega að United tapaði þessum
leik og það verður sennilega ekki til að auka
ástina á milli þessara erkifjenda. Síðan hafa
fylgt ýmiss konar aðdróttanir, allt frá því að
United hafi í raun ekki viljað vinna þennan
leik upp í að það sé lélegasta lið í heimi.
Ég ber virðingu fyrir Liverpool og það er
mikil upplifun að koma á Anfield. Ég yrði ekk-
ert miður mín þótt Liverpool ynni einu sinni.
Það hlýtur að gerast fyrr eða síðar. Ég óttast
kannski helst að þeir kunni ekkert betur að
taka sigri en tapi og verði fullkomlega óþol-
andi.
’Ég hef lagt mig fram um aðfylgjast með mínum mönnumog jafnan talað um okkur, þegartalið berst að liðinu. Rétt eins og
ég væri bara alltaf með dótið í
skottinu og til í að stökkva inn á
ef einhver meiddist.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Framhjáhald í fótbolta
Langar þig í ný gleraugu!
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC
Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar
hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!