Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019
07.00 Strumparnir
07.25 Kormákur
07.35 Tindur
07.50 Mæja býfluga
08.00 Skoppa og Skrítla á
póstkorti um Ísland
08.10 Blíða og Blær
08.35 Heiða
09.00 Latibær
09.25 Tommi og Jenni
09.45 Ævintýri Tinna
10.10 Lukku láki
10.30 Ninja-skjaldbökurnar
10.55 Friends
11.20 Ellen
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.00 Friends
13.25 Jane Fonda in Five Acts
15.40 Lego Master
16.30 Jamie’s Quick and
Easy Food
17.00 Sporðaköst
17.40 60 Minutes
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Sportpakkinn
19.10 Britain’s Got Talent
20.10 Atvinnumennirnir okkar
20.50 Shetland
21.50 Killing Eve
22.35 High Maintenance
23.05 Steypustöðin
23.40 Death Row Stories
00.25 All Def Comedy
01.00 Game of Thrones
02.25 S.W.A.T.
03.10 Roman J. Israel, Esq.
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
21.00 Nágrannar á norður-
slóðum
21.30 Eitt og annað (e)
endurt. allan sólarhr.
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Omega
21.00 Tónlist
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
24.00 Joyce Meyer
19.00 Sæludagar í Svarfaðar-
dal
20.00 Ísland og umheimur
20.30 Suður með sjó
endurt. allan sólarhr.
12.40 How I Met Your Mother
13.05 Top Chef
13.50 The Good Place
14.15 Life Unexpected
15.00 Gordon Ramsay’s 24
Hours to Hell and Back
16.00 Malcolm in the Middle
16.20 Everybody Loves Ray-
mond
16.45 The King of Queens
17.05 How I Met Your Mother
17.30 90210
18.30 Líf kviknar
19.05 Kokkaflakk
19.45 Happy Together
(2018)
20.10 Skandall
21.00 Yellowstone
22.30 Ray Donovan
23.30 The Walking Dead
07.00 Fréttir.
07.03 Tríó.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Krummi, tannlaus
kóngur og talandi
ljósakróna.
09.00 Fréttir.
09.03 Samtal.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Sel-
tjarnarneskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Grár köttur.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Tríó Nordica 25 ára.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Blóði drifin byggingar-
list.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Með á nótunum í 90 ár.
21.30 Rölt milli grafa.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Begga og Fress
07.29 Hæ Sámur
07.36 Sara og Önd
07.43 Húrra fyrir Kela
08.06 Bréfabær
08.17 Tulipop
08.21 Hvolpasveitin
08.44 Alvinn og íkornarnir
08.55 Disneystundin
08.56 Nýi skólinn keisarans
09.17 Sígildar teiknimyndir
09.24 Dóta læknir
09.45 Krakkafréttir vikunnar
10.05 Vísindahorn Ævars
10.10 Ungviði í dýraríkinu
11.00 Silfrið
12.10 Menningin – samantekt
12.40 Guðrún Á. Símonar
13.45 Grænkeramatur
14.15 Louis Theroux: Heila-
skaði
15.15 Heillandi hönnun
15.45 Neytendavaktin
16.15 Díana og ég
17.40 Bækur og staðir
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Gleðin í garðinum
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Landinn
20.15 Hvað höfum við gert?
20.55 Sæluríki
21.45 Babýlon Berlín
22.35 Nahid
00.20 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok
10 til 11 Þingvellir Páll Magnússon og Björt
Ólafsdóttir stýra líflegum þjóðmálaþætti í beinni
útsendingu á K100 alla sunnudagsmorgna.
11 til 14 100% helgi á K100 Stefán Valmundar
rifjar upp það besta úr dagskrá K100 frá liðinni
viku, spilar góða tónlist og spjallar við hlust-
endur.
14 til 17 100% Tónlistinn Siggi Gunnars fer yfir
40 vinsælustu lög landsins. Tónlistinn er unninn
upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðanda
og er eini opinberi vinsældalisti landsins..
17 til 00 K100 tónlist
Söngleikurinn „Hair“ eða
„Hárið“ var frumsýndur á
Broadway á þessum degi árið
1968. Þar urðu sýningarnar
1.729 talsins en lokasýningin
var hinn 1. júlí 1972. Sögu-
sviðið var samtíminn í Banda-
ríkjunum þar sem togstreita
ríkti á milli hörmunga Víet-
namstríðsins og hippamenn-
ingarinnar sem blómstraði
með ást og frið að leiðarljósi.
Lögin í verkinu eru hvert öðru
betra en þar heyrast meðal
annars „Aquarius“ og „Let
the Sunshine in“. Söngleikurinn hefur verið settur upp
úti um allan heim, þar á meðal nokkrum sinnum hér á
landi.
Sýningar urðu
1.729 talsins.
51 ár frá frumsýningu
Miklar umræður eru víða um bæ um Game of Thrones en eins og al-þjóð veit er síðasta serían farin í loftið. Eftir átta ára bið fæst þávæntanlega botn í það hver muni erfa krúnuna að lokum og ráða
yfir ríkjunum sjö.
Fólk skiptist í tvo hópa, þá sem hafa fylgst með frá upphafi og hina sem
aldrei hafa augum barið þáttinn. Hinir fyrrnefndu tilheyra nánast eins konar
„kulti“ og geta rætt sín á milli flókin mál þáttanna sem við hin botnum lítið í.
Margir hafa tekið þetta skrefinu lengra og hafa gúgglað allt um þættina, t.d.
fjölskyldutengsl persónanna, sem eru oft afar flókin. Einnig er hægt að
skoða alls kyns landakort, tvíta um
þættina, lesa allt um leikarana og
fylgjast með þeim á samfélags-
miðlum svo fátt eitt sé nefnt.
Hinir síðarnefndu, sem aldrei hafa
séð þáttinn, fyllast sumir undarlegu
stolti yfir því að hafa ekki séð þáttinn.
Svona „ég tilheyri ekki þeim meiri-
hluta sem hefur sogast inn í heim
Krúnuleikanna“, eins og það sé eitt-
hvað merkilegt. Aðrir hafa e.t.v.
hreinlega ekki áhuga á svona blóðugu
sjónvarpsefni.
Alla vega, ég er ein af þeim sem til-
heyrðu þeim síðarnefndu. Skildi ekki
alveg þetta æði sem greip fólk sem á
horfði. En forvitnin vaknaði skyndilega og langaði mig allt í einu að vita: hvað
er svona merkilegt við Game of Thrones? Hverju er ég að missa af? Af hverju
eru allir að missa sig yfir þessum þáttum?
Það var ekki seinna vænna að reyna að ná hinum, enda aðeins nokkrir
þættir eftir þar til allt er búið. Ég tók mig því til um daginn og byrjaði á seríu
eitt. Fram undan voru um 70 klukkutímar af sjónvarpsglápi samkvæmt út-
reikningum sonar míns. Eða tæpar tvær vinnuvikur.
Í fyrstu seríu var ekki laust við að ég þyrfti nokkrum sinnum að grípa fyrir
augun því hausar fuku hægri vinstri. Menn voru klofnir í herðar niður fyrir
minnstu mistök. Innyfli láku gjarnan úr búkum og hendur voru höggnar af.
Að lokinni seríunni hafði ég vanist blóðbaðinu og gat haldið ótrauð áfram.
Sería tvö var kláruð og veikindagur einn var vel notaður í Krúnuleikana.
Ég er hálfnuð með seríu þrjú og líklega eru þá samt eftir um fimmtíu
klukkutímar af glápi. Mögulega þarf ég að biðja um frí í vinnunni nema ég
taki bara helgina stíft í þetta. Ég þarf nefnilega að klára seríur 1-7 áður en að
lokaþátturinn verður sýndur 19. maí. Ég hef þá sem betur fer nokkrar vikur
til að ná þessu markmiði.
Ég er sem sagt komin með annan fótinn inn í hóp aðdáenda. Þættirnir eru
nefnilega frábærir. Kvikmyndatakan stórkostleg, söguþráðurinn spennandi,
gervin ótrúleg, búningarnir æðislegir og tæknibrellurnar óaðfinnanlegar.
Svo glittir oft í íslenskt landslag. Er hægt að biðja um eitthvað meira?
Þegar ég segi fólki að ég sé
byrjuð að horfa fæ ég gjarnan að
heyra: „Mikið öfunda ég þig að
eiga þetta eftir!“
Ein vinkona sagðist hafa lotu-
horft á alla þættina í janúar. Af-
þakkaði hún öll matarboð og rykið
fékk að safnast upp á hillum og í
hornum. Þvottahrúgan stækkaði
ört en ekkert gat fengið hana frá
sjónvarpinu.
Þannig verður þetta líklega hjá
mér á næstunni. Ég afþakka fyrir
fram öll boð. Þvotturinn má líka
bíða. Hverjum er ekki sama um
smá ryk? Game of Thrones hefur
yfirtekið líf mitt. Ég tala við ykk-
ur tuttugasta maí!
Brátt verður sýndur síðasti þáttur af Game of Thrones og bíður heimurinn í
ofvæni eftir endalokunum. Undirrituð ákvað að horfa á allar sjö seríurnar og
ná hinum staðföstu aðdáendum áður en yfir lýkur.
Af blóði, ryki og
þvotti sem bíður
Allt og
ekkert
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
’ Fram undan voru umum 70 klukkutímar afsjónvarpsglápi sam-kvæmt útreikningum
sonar míns. Eða tæpar
tvær vinnuvikur.
Þvotturinn
bíður betri tíma.