Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 2019
Í haust verða 75 ár liðin frá hinstu sigl-
ingu gamla Goðafoss frá Reykjavík og
af því tilefni hefur íslensk/bandaríski
ljósmyndarinn George Valdimar Tiede-
mann brennandi áhuga á að finna og
helst hitta þá farþega sem voru um
borð og enn eru á lífi. George var sjálf-
ur um borð í skipinu í þessari merki-
legu siglingu, kornabarn í örmum ís-
lenskrar móður og bandarísks föður,
sem gegndi hér herþjónustu. Goðafoss komst heilu og
höldnu til New York en á leiðinni til baka grandaði þýsk-
ur kafbátur skipinu á Faxaflóa. „Langt er um liðið og
sjálfsagt ekki margir farþegar
enn á lífi. Ég hef farþegalist-
ann undir höndum og auk mín
var annað lítið barn um borð;
sex mánaða gömul stúlka,
Evelyn Ruth Anker. Ég hef
spurst fyrir um hana hérna í
Bandaríkjunum en leitin ekki
skilað árangri,“ segir George í
samtali við Sunnudagsblað
Morgunblaðsins. Þeir les-
endur sem kunna að vita eitthvað um farþegana í þessari
siglingu mega senda blaðinu póst á netfangið orri@mbl.is.
Goðafoss flutti George
Valdimar barnungan til
Bandaríkjanna.
Leitar að farþegum
Stimpillinn sem George
fékk í vegabréfið sitt.
Vill hitta farþegana sem voru um borð í síðustu siglingu Goðafoss frá Reykjavík.
George Valdimar
Tiedemann
Kjör hinna vinnandi stétta hafa
löngum verið fyrirferðarmikil í
þjóðmálaumræðunni. Það var
ekkert öðruvísi árið 1979 en í
dag. Á þessum degi fyrir fjörutíu
árum ræddi Morgunblaðið við
talsmenn hreyfingarinnar Andóf
’79, sem stofnuð hafði verið
skömmu áður af nokkrum opin-
berum starfsmönnum. Voru þeir
andvígir nýgerðu samkomulagi
stjórnar BSRB og ríkisstjórnar-
innar um niðurfellingu þriggja
prósenta kauphækkunar, sem
umsamin var.
Einn talsmanna Andófs ’79,
Pétur Pétursson þulur, sagðist
vilja benda á að við lifðum ekki
lengur í fornöld, þar sem hægt
hefði verið að versla með frelsi
manna. „Forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar, Kristján
Thorlacius o.fl., sögðu fyrir
kosningar: „Samningana í gildi“
– þeir sögðu aldrei „Samningana
í gildi mínus 3%“. Þetta kallast
svikin loforð,“ sagði Pétur.
Fram kom að allt starf Andófs
’79 væri unnið í sjálfboðavinnu
og sögðust talsmennirnir ekki
hafa fengið fjárhagslegan stuðn-
ing frá BSRB. „Á meðan for-
ystumennirnir þeysast um land-
ið á kostnað hins almenna
félagsmanns til að mæla sam-
komulaginu bót.“
GAMLA FRÉTTIN
Svikin
loforð
Talsmenn Andófs ’79: Eiríkur Brynjólfsson kennari, Helga Gunnarsdóttir
félagsráðgjafi, Pétur Pétursson þulur og Albert Einarsson kennari.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Svavar Knútur
tónlistarmaður
Pétur Magnússon
kynnir á Aldrei fór ég suður
Anthony Anderson
leikari
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
A F S L ÁT T U R
25%
LOKAHELGIN!
Opera
E I T T L Í F
N J Ó T U M Þ E S S
S E R TA O P E R A H E I L S U R Ú M
Ó T R Ú L E G T
V E R Ð 1 6 0
S T Æ R S T I D Ý N U -
F R A M L E I Ð A N D I
V E R A L D A R
Aukahlutur á mynd: gafl
SERTA OPERA dýna með
COMFORT botni og fótum
STÆRÐ FULLT VERÐ PÁSKATILBOÐ
160 X 200 174.960 KR. 131.220 KR.
� Sjö laga heilsu- og
hægindalag. Laserskorið
Conforma Foam tryggir
réttan stuðning við
neðra mjóbak og axla-
svæði.
� Vandað fimmsvæða
skipt pokagormakerfi.
Minni hreyfing, betri
aðlögun.
� Steyptar kantstyrkingar.
� Slitsterkt og mjúkt
bómullaráklæði sem
andar vel.