Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 10
Sumarið 2017 greindist Arnar Ingi Njarð-arson með þunglyndi og félagsfælni.Eftir að hann útskrifaðist af eðlis-
fræðisviði Verslunarskóla Íslands með góðum
árangri, æfði handbolta af kappi og hafði land-
að vinnu hjá Toyota þurfti hann að heyja bar-
áttu sem reyndist vera hin erfiðasta sem hann
hefur háð á lífsleiðinni. Degi fyrir útskrift-
arferð til Búlgaríu þurfti Arnar að hætta við
ferðina og takast á við andleg veikindi.
Nú er Arnar við mun betri heilsu, nemur
hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og
stundar handbolta af kappi, auk þess sem hann
var einn yfirtæknimanna á Reykjavíkurskák-
mótinu í Hörpu. Þar hitti hann blaðamann áð-
ur en leikar hófust og spjallaði um sumarið
2017, sem hann mun seint gleyma. Þegar hann
lítur yfir farinn veg telur hann að lykilatriðið
sé að segja frá, en Arnar sýndi mikinn kjark og
þor þegar hann greindi frá veikindum sínum á
samfélagsmiðlum og vakti mikla athygli. Tæpt
ár er síðan Arnar deildi frásögn sinni og tvö ár
síðan hann glímdi við veikindin.
„Ég lagðist á grúfu og fann að ég
byrjaði að skjálfa og titra“
„Þetta byrjaði þegar lokaprófin í framhalds-
skóla voru að skella á. Viku fyrir próf var bekk-
urinn kallaður í myndatöku. Ég sat í mínu sæti
og byrjaði að skjálfa og fann að ég var að upp-
lifa eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður.
Skyndilega fann ég fyrir miklum kvíða og fékk
það á tilfinninguna að ég myndi aldrei komast í
gegnum þessi lokapróf,“ segir Arnar, en hann
hefur átt erfitt með að taka próf í gegnum tíð-
ina.
„Ég lagðist á grúfu og fann að ég byrjaði að
titra, fæturnir byrjuðu að skjálfa. Allur bekk-
urinn var farinn út sem betur fer en síðan kom
einhver strákur til mín og spurði hvort ég ætl-
aði ekki að mæta í myndatökuna og ég hélt
höfðinu niðri og sagði bara: Nei, því miður, ég
er í engu standi. Takið bara myndina.“
Þegar næsti tími hófst sá kennari Arnars að
ekki væri allt með felldu og þekkti aðstæð-
urnar vel; því þegar nemendur þreyta sín síð-
ustu lokapróf geta þeir brotnað undan álagi.
Því sendi kennarinn Arnar í viðtal hjá náms-
ráðgjafa, ásamt góðum vini Arnars.
„Við ræddum næstu próf og komumst að
þeirri niðurstöðu að það væru engar líkur á því
að ég myndi falla í þessum lokaprófum, miðað
við hvernig mér hafði gengið í skólanum fram
að þessu. Við fengum vin minn með í viðtalið,
sem hefur verið mér til halds og trausts á þess-
um tíma, og það má segja að hann hafi hjálpað
mér í gegnum lokaprófin.“
Allt í móðu á útskriftardeginum
Erfiðleikarnir voru þó ekki á enda, því að loka-
prófunum loknum fór Arnar aftur að finna fyr-
ir einkennum kvíða. Í útskriftarathöfn sinni
fann hann fyrir því að hann var ekki hann sjálf-
ur og fann ekki fyrir gleði á útskriftardaginn.
„Allt er svona í móðu, tómleikatilfinning. Ég
hélt veislu um kvöldið, fór út á lífið með vinum
mínum og viku síðar byrjaði ég að vinna hjá
Toyota. Fyrst gekk það vel en þegar líða fór á
sumarið leið mér alltaf
verr og verr. Þetta var
æðislegur vinnustaður
og ég hef ekkert út á
hann að setja en mér
leið bara ekki vel á
þessu tímabili. Eftir að
hafa unnið þar í um það
bil mánuð kom að því að
yfirmaðurinn minn kall-
aði mig inn til sín og ég brotnaði niður hjá hon-
um. Við komumst að þeirri niðurstöðu að ég
myndi taka mér leyfi frá vinnunni. Ég hafði
bara ekki orkuna til að vinna á þessum tíma.
Sem var bara fáránlegt – ég hafði alltaf verið í
fínu líkamlegu formi, getað umgengist fólk og
unnið erfiðisvinnu en þarna var ég gjör-
samlega búinn á því eftir hálfan vinnudag.“
Hvert var stærsta skrefið sem þú tókst til að
leita hjálpar?
„Eftir að ég hætti í vinnunni var ég heima
um stund en það var hægara sagt en gert. Það
er auðvitað fínt, fyrst um sinn, en til lengri
tíma litið er ekkert hollt að vera einn með sín-
um hugsunum og á ákveðnum tímapunkti kom
að því að mér leið ekkert sérstaklega vel. Þá
ákvað ég að leita til ömmu minnar og fékk að
gista hjá henni í 1-2 vikur. Ég fór út að ganga
með henni og var í rauninni bara eins og vafinn
í bómull þegar ég var hjá henni. Ég var ekki
eins og ég átti að mér að vera og hún sýndi mér
ást og umhyggju,“ segir Arnar.
„Þetta er tabú hjá strákum“
Í ágúst 2017 versnaði þó líðan Arnars og lagð-
ist hann inn á geðdeild, sem var besta og erfið-
asta ákvörðun lífs hans.
Hvernig var bataferlið?
„Ég var inni á geðdeild í ágúst 2017 í smá-
tíma og ég fann mikinn mun en mig langaði að
fara í skóla, hann var að byrja á þessum tíma.
Læknar ráðlögðu mér að fara hægt af stað,
taka einn eða tvo áfanga í fyrstu og foreldrar
mínir reyndu að koma mér niður á jörðina en
ég ákvað að fara í hugbúnaðarverkfræðina af
fullum krafti. Ég tók fyrsta árið, féll reyndar í
einu fagi og tók það
upp á sama ári. Þetta
er náttúrlega fyrsta
árið í verkfræði svo
það var mikið álag.
Málið var að ég hafði
alltaf eitthvað fyrir
stafni þegar ég byrjaði
í háskólanum. Ég
kynntist mörgu frá-
bæru fólki, byrjaði að æfa og hafði nóg fyrir
stafni.“
Það hlýtur að hafa verið stórt skref að leita
hjálpar?
„Já, þetta er tabú hjá strákum. Þetta er ekk-
ert til að skammast sín fyrir, þetta er bara eins
og að meiðast; togna aftan á læri eða verða frá í
einhverjum íþróttum. Munurinn er bara sá að
þetta snýst ekki um líkamlega heilsu, þetta er
andleg heilsa. Og það er minna talað um hana.“
Skólinn hefur hjálpað þér að koma þér á
réttan kjöl?
„Já, ég hafði alltaf trú á sjálfum mér. Ég
myndi ekki segja að þú sigrist á svona hlutum
einn tveir og tíu, þú tekur bara eitt skref í einu.
Á meðan ég var veikur tók mig til dæmis
örugglega þrjár tilraunir að fara út að hlaupa.
Fyrst fór ég út, hætti síðan við. Síðan fór ég út
og hugsaði með mér: „Nei, ég get þetta ekki,
það er fínt að bara hvíla sig núna.“ En þetta
tekur tíma, þetta er eins og að læra að hjóla
upp á nýtt og ná að halda jafnvægi. Lyf og sál-
fræðimeðferð hjálpaði mér loks að komast á
rétt ról. Það tók nokkurn tíma að finna rétt lyf
en úrræðin hjálpuðu mér mikið og gera það
enn þann dag í dag.“
Lykilatriði að segja frá
Ári eftir að Arnar veiktist, í maí 2018, ákvað
hann að deila frásögn af sinni baráttu á sam-
félagsmiðlum. Hann fékk mikil viðbrögð fyrir
frásögnina, ekki síst vegna þess hvað það er
sjaldgæft að ungir karlmenn, sem tilheyra
áhættuhópi, segi frá andlegum veikindum.
Hvernig hafa viðbrögðin verið?
„Það hafa ótrúlega margir sent mér skila-
boð, þakkað fyrir, leitað til mín eftir aðstoð.
Fólk sem ég bjóst ekki við að væri að glíma við
erfiðleika. Það þekkja allir einhvern í rauninni.
Að opna sig með þetta, hvort sem það er besti
vinur þinn eða fjölskylda, það léttir á, það er
eins og þú léttist um 10-15 kíló við það. Miklum
þunga er af manni létt. En það er enginn að
dæma þig og allir tilbúnir að hjálpa. Ég sagði
liðsfélögum mínum í handboltanum frá þessu
og þjálfarinn minn, hann var meira en til í að
hjálpa mér. Hann sýndi mér þolinmæði og ég
fékk bara að taka hlutina á mínu tempói.“
Hvað myndirðu segja við þá sem gætu verið
í sömu sporum og þú, sumarið 2017?
„Það er lykilatriði að opna sig, það gerir
rosalega mikið fyrir þig og líka fjölskyldu og
vini. Ef þú ert ekki þú sjálfur og hefur ekki
verið það í langan tíma þá grunar þína nánustu
að eitthvað sé að – þetta er ekki bara að létta af
þér heldur líka að létta af ástvinum, vinum og
jafnvel öðrum sem vita ekki nákvæmlega hvað
er í gangi. Það er ljós þarna, það er hægt að
sigrast á öllu. Bara að hafa trú á sjálfum sér,
þótt það sé erfitt. Bara halda áfram.“
„Ég var búinn á því eftir hálfan vinnudag“
Morgunblaðið/RAX
’ Að opna sig með þetta,hvort sem það er besti vin-ur þinn eða fjölskylda, þaðléttir á, það er eins og þú léttist
um 10-15 kíló við það. Mikl-
um þunga er af manni létt.
Þegar Arnar Ingi Njarðarson hafði þreytt stúdentspróf við Verslunarskóla Íslands, vorið 2017, þurfti hann að hringja í besta vin
sinn og tilkynna honum að hann yrði einn í herbergi í útskriftarferð þeirra til Búlgaríu, vegna andlegra veikinda.
Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is
Þegar Arnar Ingi lítur yfir
farinn veg telur hann að
lykilatriðið sé að segja frá.
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019