Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019
LESBÓK
KVIKMYNDIR James Bond verður alltaf karlmaður. Þetta full-
yrðir framleiðandi myndarinnar, Barbara Broccoli, og segir aðra
framleiðendur myndanna sammála.
Daniel Craig kemur fram í sinni síðustu James Bond-mynd, og
jafnframt þeirri 25. í röðinni og er leit hafin að næsta Bond. Sum-
ir segja að nú sé kominn tími á kvenkyns Bond. Broccoli er ósam-
mála.
„Það sem við eigum að gera er að skapa áhugaverðar sögur þar
sem konur leika stórar rullur en ekki laga konur að karlhlut-
verkum,“ sagði Broccoli í viðtali við Daily Mail í vikunni. Hún
segir James Bond skrifaðan fyrir karlmann, það sé
hefðbundið karlmannshlutverk og ómögulegt að
endurskrifa það bara til að reyna að aðlaga það
fyrir konu. Miklu frekar að gera eitthvað nýtt.
Verður alltaf karlmaður
Daniel Craig
fer að sleppa
tökunum af
James Bond.
AFP
FRÆGÐ Scarlett Johansson útilokar ekki
að hún snúi sér að pólitík, á þeim vettvangi
þar sem hún geti virkilega haft áhrif. Hún
segist hafa meiri trú á að hún gæti gert
góða hluti í sveitarstjórnarmálum þar sem
auðveldara sé að koma einhverju til leiðar
en í stærra samhengi.
Í viðtali sem birtist í Variety segist leik-
konan hafa mikla trú á stjórnmálum en hún
vill berjast fyrir bættum aðstæðum þeirra
sem hafa minnst milli handanna. Sjálf ólst
Johansson upp við kröpp kjör og fjölskylda
hennar varð að styðjast við félagslega kerf-
ið og naut aðstoðar með matarinnkaup.
Ólst upp við kröpp kjör og vill í pólitík
Scarlett Johansson
ólst ekki upp með
gullskeið í munni.
AFP
Mörgum þykir hreint ótrú-legt hve vel kvikmyndleikstjórans og framleið-
andans Ridley Scott, Alien, hefur
elst. Sér í lagi þar sem kvikmyndin
gengur út á tæknibrellur, geimtækni
og hryllingsskepnur, sem eldast oft
ekki of vel. Það er ekki sjálfsagt að
fjörutíu ára gamlar myndir af þessu
tagi séu í dag eins og gott eðalvín, en
eftir nokkrar vikur eru fjórir áratugir
liðnir frá því að myndin var frumsýnd
vestanhafs.
Enn í dag er bróðurpartur kvik-
myndagagnrýnenda sammála um að
Alien sé einfaldlega ein af bestu
myndum sem gerðar hafa verið. Að
ná þeirri mögnuðu taugaspennu sem
Scott nær þykir galdri líkast, blaða-
maður Forbes lýsir myndinni sem
„ógnarfagurri blöndu af vísinda-
skáldskap og hryllingi“.
Þetta var aðeins önnur kvikmynd
Ridley Scott, sem í dag er þekktur
fyrir myndir eins og Blade Runner,
Thelma and Louise, Gladiator og
Martian. Þá var þetta fyrsta aðal-
hlutverk Sigourney Weaver, sem
mörgum þykir eiga myndina með af-
burðatúlkun sinni á aðalpersónunni
Ellen Ripley. Hlutverkið kom henni á
kortið sem stórstjörnu.
Þeir fjölmörgu sem hafa séð Alien
muna margir eftir stund og stað, hvar
þeir voru og hvenær það var, og líka
söguþráðinn. Þó til upprifjunar þá
segir sagan frá áhöfn geimskipsins
Nostromo sem er á leið til jarðar, föst
í djúpsvefni, eftir hefðbundinn rann-
sóknarleiðangur. Heimförinni er
frestað þegar óljósar merkjasend-
ingar fara að berast frá plánetu sem
lítið er vitað um og áhöfnin ákveður
að athuga málið.
Vandræðin byrja þegar áhöfnin
finnur þar fyrir geimskip, uppfullt af
eggjum og ræðst ókunn vera úr einu
eggjanna á áhafnarmeðlim. Þessa líf-
veru ber hann með sér í skipið og þá
er fjandinn laus.
Sumir segja að á vissan hátt hafi
Alien öðlast meiri og meiri virðingar-
sess með tímanum. Á sínum tíma hafi
sumir gagnrýnendur afskrifað hana
því vísindaskáldskapur þótti ekki
nógu fínn. Gagnrýnendur dagsins í
dag séu ekki með slíka innbyggða for-
dóma og væri Sigurney Weaver að
leika í þessari mynd í dag hefði hún
fengið Óskarsverðlaunin.
Þannig fannst gagnrýnanda
Helgarpóstsins lítið til hennar koma
þegar skrifað var um hana 1981 og
kallaði hana „jafnvonda“ og Star
Wars. Í dag fær hún 8,5 á Imdb og 97
prósent áhorfenda Rotten Tomatoes
eru ánægð með hana.
Jók virðingu hryllingsmynda
Áhrif Alien á kvikmyndagerð dagsins
í dag eru mikil og þykir myndin hafa
breytt hryllingsmyndagerð til fram-
Geimveran þykir hálfgert
listaverk, enda hannaði
svissneski listamaðurinn
HR Giger útlit hennar.
Markaði
tímamót
Kvikmyndin Alien fagnar fjörutíu ára afmæli eftir
nokkrar vikur. Fáar myndir hafa haft jafnmikil áhrif
á hryllingsmyndir og vísindaskáldskap nútímans.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Áhöfnin ákveður að elta neyðarkall frá lítt þekktri plánetu.
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
sem hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur84% prótein.
84% prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf,Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Tilvalinn með
á völlinn í
sumar Settu þína
ráðstefnu
í Hörpu
Taktu næstu stóru ákvörðun hjá okkur
Nánar á harpa.is/radstefnur