Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 17
skemmtilegt að beygja sig fyrir staðreyndum eins og
þessum þá verði ekki fram hjá því litið að það hafi
reynst mjög ábatasamt og geti orðið það áfram.
Gengur þetta dæmi upp?
Um leið og alræðisríki, byggt á kommúnisma, gefur
lausan taum um margt í efnahagslegum og lífskjara-
legum efnum þarf það að herða alræðistökin að öðru
leyti en ekki minnka þau.
Því það brestur fljótt í þegar almenningur gerir
sér grein fyrir því að hann á sjálfum sér að þakka þá
velmegun sem nú er orðin og það sem er innan seil-
ingar. Það allt hefur sáralítið með „flokkinn“ að gera.
Það er markaðurinn ósýnilegi en ekki Maó sýnilegur
í glerkistunni sem nú lætur draumana rætast.
Að vísu sá Maó lengi vel ekki síst um martraðirnar
eins og menningarbyltingin og hrikalegar afleiðingar
hennar eru eilíf áminning um.
Það er svo margt í undraríkinu Kína sem virðist
ekki geta gengið upp en þó gera það. Það dæmi virð-
ist reyndar óskiljanlegt eða að minnsta kosti óendan-
lega flókið.
En þá má vitna í snillinginn Hercule Poirot, sem
var uppspuni eins og góði dátinn Sveik, orðheppn-
asti maður síðari tíma sögu.
Poirot vitnaði ekki síst í sjálfan sig vildi hann hafa
eitthvað eftir vísdómsmanni. Gráu sellurnar hans
myndu segja um þetta óendanlega flókna dæmi frá
Kína: „Þetta dæmi er svo flókið að lausnin hlýtur að
vera einföld.“ Hið einfalda svar væri það að tilfinn-
ingin sem segði að sambúð hinna andstæðu afla, al-
ræðis kommúnismans og skefjalausa kapítalismans
gengi ekki upp, sé rétt. Þótt hún virðist ganga upp
núna þá muni hún ekki ganga upp til lengdar. Bréf-
ritari kynni að vera spurður um það, hvað hann
hefði fyrir sér í þessu, þótt Hastings kafteinn tryði
Poirot án fyrirvara. Og fátt verður þá um algild
svör.
En á það má þó benda að alræðisstjórnin í Peking
er líklegast sömu skoðunar og við Poirot þótt hún
segi það ekki upphátt og skulu færð rök fyrir því.
Sannindamerkið
Vinstrisinnaðir fréttamenn í Evrópu benda iðulega á
að Bandaríkin séu það herveldi sem beiti afli sínu oft-
ast og víðast og að Bandaríkin hafi fleiri herstöðvar
utan eigin landamæra en nokkurt ríki annað og muni
miklu. Og einnig er nefnt að Bandaríkin hafi tekið
þátt í hernaði eða stutt aðgerðir mjög víða.
Nefnd eru til sögunnar lönd í Afríku. Þá sé öflugur
herstyrkur víða í Asíu, svo sem í Japan og Suður-
Kóreu.
Aðgerðir Bandaríkjahers í Afganistan hafi nú stað-
ið lengur en nokkur önnur styrjöld af þeirra hálfu.
Ekki sé langt liðið frá styrjöldum í Írak, og áður í
Kúveit og atbeina að styrjöld í Jemen. Bandaríkin
hafi verið þátttakendur í vorhreingerningum í lönd-
um við suðausturhluta Miðjarðarhafs.
Í Sýrlandi létu Obama, Cameron og Sarkozy sem
markmiðið væri að koma einræðisherranum frá.
Obama sveik Mubarak, mikilvægan bandamann
Bandaríkjanna til áratuga, og hann guggnaði í að-
gerðum í Sýrlandi og skildi eftir gap fyrir Pútín sem
tryggði stöðu Assads og eigin áhrif á svæðinu.
Trump miðaði eingöngu við að tortíma lands-
yfirráðum hermdarverkaríkisins ISIS sem tókst og
vill flytja her sinn í Sýrlandi heim. Fleira er talið til.
Í framhaldinu er svo bent á að fjölmennasta ríki
heims, Kína, hafi ekki farið með hernaði á hendur
öðrum í áratugi. Samt sé látið eins og að frá því ríki
stafi ógn.
Athugasemdir um hernaðarumsvif Bandaríkjanna
utan sinna landamæra eru réttmætar og einnig
ábendingin um Kína þótt það láti vita af sér með öðr-
um hætti og sífellt víðar.
Og það er líka rétt að ekkert ríki ætlar sér eða hef-
ur efni til þess að abbast hernaðarlega upp á Kína.
Hvers vegna þá þessi hraða hernaðaruppbygging
þar og hin mikla áhersla á öflugan og agaðan her og
þá ekki síst landherinn, þann langstærsta í veröld-
inni?
Sú áhersla gefur vísbendingu um að stjórnendur
landsins og flokkurinn sem færir þeim valdið gera
sér fulla grein fyrir því að sú leið sem valin hefur ver-
ið síðustu áratugi er vandrötuð. Og hún getur ekki
ráðist af tilviljanakenndri þróun nema að takmörk-
uðu leyti í ofurveldi áætlunarbúskaparins.
Hið efnahagslega umburðarlyndi, sem vissulega
hefur verið sýnt, þarf að hvíla á valdi sem er bæði
sýnilegt og virkt og að allir skuli vita að umburðar-
lyndið nær ekki þangað.
Deng
Deng Xiaoping varðaði hinar miklu breytingar frá
því fljótlega eftir að Maó lést og allt þar til að hann
sjálfur dró sig formlega í hlé árið 1989. En hann var
þó til staðar lengur og stærstu ákvarðanir ekki
teknar án samráðs við hann. Deng lést á tíræðis-
aldri 1997.
Áður en kínverskir valdamenn létu til skarar
skríða á Torgi hins himneska friðar sóttu þeir Deng
heim til að fá ráð hans og blessun.
Þessi mikli forgöngumaður breytinganna í átt til
efnahagslegs frelsis vissi hvar mörkin lágu og sam-
þykki hans varð ekki misskilið.
Tilraunin til að feta ríki, svo ekki sé talað um risa-
ríki eins og Kína, eftir samsíða stígum, öðrum lögð-
um af Maó og hinum af Deng Xiaoping hefur hvergi
verið gerð áður.
Stundum er vísað á einræðistíð Francos á Spáni
sem ákveðna fyrirmynd. En þótt það sé ekki með
öllu óeðlilegt var það gjörólíkt. Franco ætlaði sér
ætíð að binda sitt skipulag aðeins við sig og sína tíð.
En framtíðin ætti ekki að vera bundin honum eða
fjölskyldu hans eða flokksfélögum. Hann hafði sett
kónginn til hliðar en krónprinsinn fékk pólitískt
uppeldi í skjóli hans. Franco stefndi að því að lýð-
ræðislegt konungsríki tæki við og félli að stjórn-
kerfum nágrannaríkjanna í Evrópu. Honum hafði
tekist að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá Hitler og
Mússólíni og Spánn fetaði sig vandræðalaust leið-
ina sem Franco ætlaði ríkinu eftir sinn dag. Stígur-
inn til framtíðar var aðeins einn, en ekki tveir eins
og í Kína og næsta víst er að þeir verða ekki sam-
síða þar um eilífð. Að því kemur að þeir munu skar-
ast. Þegar það gerist fyrir alvöru er sjálfsagt rétt
að vera ekki þar nær en þarf.
En Sovét?
Samlíkingin við Sovétríkin er heldur ekki rétt.
Sovétríkin urðu undir í samkeppninni við Bandarík-
in og bandamenn þeirra. Þau koðnuðu undir sjálf-
um sér. Margir austur þar eru ósáttir við þá at-
burðarás og einn af þeim er Pútín forseti.
Nýbirt skoðanakönnun í Rússlandi sýndi að veg-
ur Stalíns fer vaxandi í huga manna þar. Þó eru
óhæfuverk hans nú á allra vitorði.
Fáum virtist brugðið við úrslit þessar könnunar.
Ekki er vitað til þess að slík könnun hafi verið gerð
í Þýskalandi og þá spurt um þann sem gerði friðar-
samninginn við Stalín fyrir nærri áttatíu árum.
Vonandi má með öryggi ætla að þannig mældar
„vinsældir“ Adolfs Hitlers næðu varla máli. Varla
tækju menn því létt að Hitler gerði það gott í könn-
unum og það þótt að hann yrði aðeins hálfdrætt-
ingur Stalíns.
Stalín nýtur þess væntanlega að hann telst hafa
unnið sigur á innrásarherjum Hitlers.
Og það breytir sjálfsagt ekki því að friðarsamn-
ingur skálkanna tveggja hafi auðveldað nasistum
mjög leikinn í tæp tvö ár af þeim sex sem heims-
styrjöldin síðari stóð.
Morgunblaðið/RAX
28.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17