Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019
Bandaríski leikarinn Ken Kerche-
val er látinn 83 ára að aldri en
hann er langþekktastur fyrir hlut-
verk sitt sem Cliff Barnes í sjón-
varpsþáttunum Dallas.
Dallas hverfðist ekki síst um erj-
ur Barnes og höfuðs Ewing-
ættarinnar, Joð Err, og því engin
tilviljun að Kercheval og Larry
Hagman, sem lék Joð Err, hafi ver-
ið einu leikararnir sem komu fram
í öllum Dallasseríunum, fjórtán að
tölu, frá 1978 til 1991. Þeir tóku
svo báðir upp þráðinn þegar Dall-
as var endurvakið árið 2012 og síst
hafði þá hlýnað á milli þeirra.
Hagman lést árið 2012.
Cliff Barnes var sannfærður um
að Ewing-fjölskyldan hefði hlunn-
farið föður sinn, Digger, og krafð-
ist olíuauðæfa sinna til baka. Ekki
bætti svo úr skák að systir hans,
Pamela, gekk að eiga Bobby Ew-
ing, yngri bróður Joð Err.
Saga Cliff Barnes í Dallas var
mikil þeysireið og oftar en ekki
endaði hann í svaðinu blessaður,
með eða án aðkomu Joð Err.
Krókur kom þó stundum á móti
bragði, eins og þegar Cliff hélt um
skeið við eiginkonu Joð Err, Sue
nokkra Ellen.
Kercheval lék í fjölmörgum
kvikmyndum, allt frá árinu 1962,
og kom einnig fram á Broadway.
Allt féll það þó í skuggann af túlk-
un hans á Cliff Barnes.
Kercheval var mikill AA-maður
og kom einu sinni til Íslands, á ní-
unda áratugnum, og kom meðal
annars fram í skemmtiþætti á veg-
um SÁÁ í sjónvarpinu, þar sem
þeir Flosi Ólafsson slógu eftir-
minnilega á létta strengi.
Hann sigraðist á lungnakrabba-
meini fyrir aldarfjórðungi en
banamein hans var lungnabólga.
KEN KERCHEVAL LÁTINN
Frægastur sem Cliff Barnes
Ken Kercheval
Hún fannst laust fyrir hádegi26. apríl 1999 liggjandi íblóði sínu fyrir framan
heimili sitt í einu af fínni hverfum
Lundúnaborgar. Ein byssukúla
hafði hæft hana í höfuðið með þeim
afleiðingum að hún lést. Engin vitni
voru að ódæðinu og í hönd fór ein-
hver umfangsmesta lögreglurann-
sókn í sögu Bretlands enda var Jill
Dando ein vinsælasta sjónvarpskona
landsins og þjóðin vildi ólm fá botn í
málið.
Rannsóknin beindist til að byrja
með að mönnunum í lífi Dando; Alan
Farthing, sem hún hafði trúlofast
skömmu áður eftir að þau kynntust
á blindu stefnumóti; Bob Wheaton,
nokkru eldri manni sem hún hafði
búið með um tíma, og Simon Basil,
ungum Suður-Afríkumanni, sem
Dando hafði að eigin sögn átt í
„Lady Chatterley-sambandi“ við um
tíma. Allir stóðust þeir skoðun.
Fleiri menn sem Dando hafði átt
vingott við voru skoðaðir af kost-
gæfni og Hamish Campbell, sem
stjórnaði rannsókninni, gaf snemma
í skyn að morðið tengdist frekar
einkalífi Dando en starfi. „Við þurf-
um að skoða feril hennar en ég tel
það eigi að síður ekki eins mikilvægt
og einkalíf hennar. Við höfum margt
að byggja á,“ sagði hann.
Allt kom þó fyrir ekki; eftir að
hverjum steininum af öðrum hafði
verið velt við voru allir þeir menn
sem tengst höfðu Dando rómant-
ískum böndum leystir undan grun.
Sama máli gegndi um rússneskan
glæpajöfur sem grunaður var um að
hafa látið myrða Dando vegna þess
að hún hafnaði honum er hann fór á
fjörurnar við hana á Kýpur, þar sem
hún var við tökur á þætti sínum
Holiday.
Bárust þá böndin að „hverfis-
undrinu“, Barry George, en lögregla
fékk strax daginn eftir ábendingu
um að hann gæti verið viðriðinn
málið. Það tók menn eigi að síður tíu
mánuði að skoða hann betur. Beðin
að útskýra töfina bar lögregla því við
að hún hefði ekki haft undan að taka
við ábendingum en umfjöllun um
málið var að vonum ofboðslega mikil
í fjölmiðlum. Aðeins brotabrot af
þeim ábendingum kom að notum.
Einfari með þráhyggju
Réttarsálfræðingur hafði snemma
ráðlagt lögreglu að leita að einfara
með þráhyggju og George uppfyllti
þau skilyrði. Hann hafði áður hlotið
dóm fyrir tilraun til nauðgunar og
líkamsárás. Í ljós kom að George var
laustengdur við veruleikann; hafði
til dæmis bæði haldið því fram að
hann héti Paul Gadd (skírnarnafn
tónlistarmannsins og barnaníðings-
ins Garys Glitters) og Barry Bulsara
og væri náfrændi Freddies Merc-
urys. Hann hafði einnig reynslu af
notkun skotvopna.
Við leit á heimili George fundust
myndir af konum í hverfinu og
hvorki fleiri né færri en fjögur ein-
tök af tímaritinu Ariel með minn-
ingargrein um Dando. Í jakkavasa
George fundust líka agnir sem
réttarrannsakendur töldu mögulega
geta verið púðurleifar. Þá fullyrtu
vitni að þau hefðu séð George í
grennd við heimili Dando daginn
sem hún var myrt. Þetta dugði lög-
reglu og Barry George var tekinn
höndum og dreginn fyrir dóm.
Sumarið 2001, rúmum tveimur ár-
um eftir að Dando lést, var hann
fundinn sekur um morð og dæmdur í
lífstíðarfangelsi.
Ekki voru þó allir sannfærðir; fyr-
ir lá að greindarvísitala George er
mjög lág og meira að segja konur
sem hann hafði elst við drógu í efa
andlega burði hans til að skipuleggja
verknað af þessu tagi. Að því kom að
málið var tekið upp aftur árið 2008
og þá varð niðurstaðan sú að George
var sýknaður. Við það réttarhald
kom fram sú afstaða réttarrannsak-
enda að George væri ekki líklegri til
að hafa hleypt af byssunni sem varð
Dando að bana en hver annar.
Þrátt fyrir þetta hefur George,
sem nú er frjáls ferða sinna, ekki
orðið ágengt í skaðabótamáli sínu á
hendur breska ríkinu fyrir þær sakir
að ný sönnunargögn hafi ekki komið
fram í málinu. „Getur maður verið
sýknaður einum rómi af kviðdómi og
dómara, sem þýðir að maður er aftur
saklaus, en síðan verið sagt að mað-
ur sé ekki nægilega saklaus?“ spurði
hann í breska blaðinu Daily Mail fyr-
ir skemmstu.
Af rannsókninni á morðinu á Jill
Dando er það að frétta að hún er aft-
ur komin á byrjunarreit eftir að
skýrsla hefur verið tekin af 2.400
manns, 1.200 bílar skoðaðir í krók og
kring og grunur fallið á 2.000 ein-
staklinga. Hvorki fleiri né færri.
Einhver myndi segja að þessi rann-
sókn væri handónýt, jafnvel Dando-
nýt.
Dandonýt
rannsókn
Tuttugu árum eftir að hún fannst myrt fyrir
framan heimili sitt í Lundúnum er lögregla í
Bretlandi engu nær um það hver ber ábyrgð á
dauða sjónvarpskonunnar vinsælu Jill Dando.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Jill Dando var aðeins 37
ára að aldri þegar hún
var myrt. Hún var vinsæl
og m.a. valin sjónvarps-
maður ársins árið 1997.
AP
Lögregla að störfum við morðstaðinn í Lundúnum fyrir réttum tuttugu árum.
AP
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.