Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 12
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorbergur Þórarinsson lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Skjóli, 15. maí sl. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. júní kl. 15.00. Elísabet Jósefsdóttir Þórarinn H. Þorbergsson Unnur Elín Jónsdóttir Þórarinn Fannar Þórarinsson Þórdís Hildur Þórarinsdóttir Fjóla Ósk Þórarinsdóttir Stefán Örn Þórarinsson Gabriella E. Þorbergsdóttir Þóroddur Gissurarson Þorbergur Taro Ómarsson Elísabeth Tanja Gabrielludóttir og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðjón Antonsson frá Skeggjastöðum, Vestur-Landeyjum, varð bráðkvaddur miðvikudaginn 29. maí. Útför hans fer fram frá Akureyjarkirkju, Vestur-Landeyjum, laugardaginn 8. júní klukkan 14.00. Svanborg E. Óskarsdóttir Ólöf Mjöll Guðjónsdóttir Halldór Kristinn Guðjónsson Erla Magnúsdóttir Anton Vignir Guðjónsson Nína Guðrún Guðjónsdóttir Arnar Gíslason Eygló Þóra Harðardóttir Sigurður Einar Vilhelmsson Óskar Rúnar Harðarson Jóna Dóra Óskarsdóttir Arnfríður Kristrún Sveinsdóttir Magnús Gabríel Haraldsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og bróðir, Elí Sigurður Elísson lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, Akureyri, 29. maí. Útför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. júní. kl. 10.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks Melgerðis, Lögmannshlíð, fyrir góða umönnun. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent á Melgerði, Lögmannshlíð. Sevil Gasanova Etibar Gasanov Elísson Ulker Gasanova Benedikt Gylfi Jónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Þórdís Grímheiður Magnúsdóttir húsmóðir, lést laugardaginn 25. maí í faðmi fjölskyldunnar. Útför fer fram frá Grensáskirkju 7. júní klukkan 13.00. Kristbjörg G. Gunnarsdóttir Ívar Gunnlaugsson Magnús G. Gunnarsson Steinunn Ástráðsdóttir Lilja G. Gunnarsdóttir Bjarnleifur Bjarnleifsson Anna Greta Gunnarsdóttir Gunnar B. Gunnarsson Lulu Andersen Helga Grímheiður Gunnarsdóttir Birgir Gunnarsson Guðrún Arinbjarnardóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær dóttir mín, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Kristín Þórisdóttir Sléttuvegi 9, lést þann 3. maí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts hennar. Petrína Kristín Björgvinsdóttir Þórir Ólafur Skúlason Fanney Sigurgeirsdóttir Árni Benedikt Skúlason Kolbrún Þórisdóttir Hreinn Ó. Sigtryggsson Ólafur Þórisson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Anna Katrín Eyfjörð Þórsdóttir Fosslandi 3, Akureyri, lést heima í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 28. maí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Halldór Baldursson Sandra Halldórsdóttir Jóhann K. Hjaltason Karen Halldórsdóttir Guðmundur Ómarsson Lára Halldórsdóttir Valdimar S. Þórisson Brynjar Ingi, Halldór Georg, Hjalti, Halldór, Arnrún Eva, Katrín Tanja Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmenna- kórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholts- kirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippif ljótsins og  heim- sækja íslensku nýlenduna í Norður- Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og hér- aðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austur- velli.  Þar  verður  deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sól- skríkjukór.  Svo storma allir samkomu- gestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill við- halda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi  á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist  á bragðið. „Andrúms- loftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“  Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu.  „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum  grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrir- fram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krón- ur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára. gun@frettabladid.is Íslensk tunga í hávegum Ungmennakórinn Graduale Futuri heldur brátt vestur um haf og syngur meðal annars við styttu Jóns forseta í Winnepeg 17. júní. En fyrst eru tónleikar í Langholtskirkju.  Graduale Future á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum, nú mun kórinn syngja í Winnepeg. Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -C B 5 C 2 3 2 7 -C A 2 0 2 3 2 7 -C 8 E 4 2 3 2 7 -C 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.