Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 26
KOSTIR OG GALLAR VOLVO V60 CROSS COUNTRY l 2,0 LÍTRA D4 DÍSILVÉL l 190 HESTÖFL  l FJÓRHJÓLADRIF Eyðsla: 5,1 l/100 km í bl. akstri Mengun: 135 g/km CO2 Hröðun: 8,2 sek. í 100 km hraða Hámarkshraði: 210 km/klst. Verð frá: 6.990.000 kr. Umboð: Brimborg l Útlit l Vél l Innrétting l Búnaður l Verð hækkar hratt með aukabúnaði Volvo hefur framleitt lang-baka sína í Cross Country útfærslu frá árinu 1997 og var hinn kunni Volvo XC70 Cross Country þar fyrstur í röðinni. Núna framleiðir Volvo Cross Country útfærslur af f lestum sínum bílgerðum, en þar fara háfættari útgáfur þeirra sem hæfari eru að glíma við torfærur. Hinn tiltölulega nýi V60 bíll er nú kominn í þessari útfærslu og þar er von á góðu því hefðbundinn Volvo V60 er ferlega góður bíll og stóð efstur á blaði í síðasta kjöri á Bíl ársins hérlendis. Því voru vænting- ar heilmiklar þegar ég fékk lyklana að þessum bíl í hendurnar, en í sem fæstum orðum þá stóð bíllinn undir öllum þeim væntingum. Reynsluakstursbíllinn var með D4 dísilvél sem er 190 hestafla og fjögurra strokka með 2,0 lítra sprengirými. Er það eina vélin sem er í boði í bílnum sem stendur, en Volvo ætlar að bjóða hann einnig sem tengiltvinnbíl og þá með bensínvél. Þessi D4 vél hentar þessum bíl mætavel og með henni er bíllinn frískur og sjaldan gætir skorts á afli. Uppgefin eyðsla með þessari vél er 5,1 lítri. Í reynslu- akstrinum reyndist hann vera með um 8,5 lítra eyðslu, reyndar við fremur frísklegan akstur, en þó bæði innan- sem utanbæjar. Mikil akstursgæði Það var sko alls ekki slæmt að hafa þennan bíl sem fararskjóta í hjóla- ferð kringum Skorradalsvatn, en bæði fór hann létt með að gleypa tvö fjallahjól inn í bílinn, sem og að glíma við ósléttan malarveginn á Draganum. Þar reyndist þessi fákur á heimavelli og hrein unun var að finna fyrir akstursgæðum hans á malarvegi og góða rásfestu hans þar. Mikið var um ljótar holur á veginum, en hin mjög svo slaglanga fjöðrun bílins át þessar holur með bestu lyst. Einn af stærri kostunum við bílinn er veghæð hans, en hann stendur heilum 60 mm hærra en hefðbundinn Volvo V60 og munar um minna ef glíma skal við snjóinn á veturna eða erfiðari vegi á sumrin. 21 cm er undir lægsta punkt. Ökumaður situr líka þess hærra í bílnum, en það er það sem margir kaup- endur jepplinga kjósa einmitt. Að sjálfsögðu er þessi bíll fjórhjóla- drifinn, annars væri hann ekki Cross Country og það eykur enn á getu hans! Þessi bíll er miklu betri akstursbíll en allir jepplingar og að auki með stærra flutningsrými, sem mælist 529 lítrar. Það er með því allra stærsta í f lokknum sem V60 fellur í. Því er hér kominn frá- bær ferðabíll sem ég væri reyndar alveg til í að hafa í allt sumar. Sá fríðasti En örlítið um útlit þessa nýja bíls Volvo. Að mati greinarskrifara er Volvo V60 Cross Country ein- faldlega fallegasti bíll sem Volvo framleiðir um þessar mundir. Af mörgum fögrum Volvo-um er að taka því hver sætukoppurinn hefur runnið af öðrum frá færi- böndum Volvo undanfarin ár og svo virðist sem hönnuðir Volvo fái eitthvað óvenju gott að borða þessa dagana, svo fagur er f loti þeirra nú. Í raun á Volvo V60 Cross Country bara einn alvöru keppi- naut í formi Audi A4 Allroad, en þeir falla báðir í f lokk háfættra langbaka af minni gerðinni. Þarna fara tveir skemmtilegir bílar og fagrir, en þó verður að segjast að Volvoinn vinnur fegurðarsam- keppnina þeirra á milli. Þegar inn er komið tekur ekki verra við, bíllinn er hreinlega gullfallegur og hinn sænski mínimalismi fer honum svo vel. Það er þó efnisval- ið og vinnubrögðin sem fá augum til að rýna aðeins betur og gleðjast um leið. Að tikka í boxin Í reynsluakstursbílnum var leður- innrétting og Harman Kardon hljóðkerfi, sem ásamt ýmsu öðru góðgæti lyfti verði bílsins frá grunnverðinu 6.990.000 kr. í um 8,8 milljónir. Það hækkar því hratt Fagur ljúflingur Háfættari útgáfan af Bíl ársins á Íslandi er að vonum skemmtilegur bíll. Volvo V60 Cross Country stendur 60 mm hærra á vegi en hefðbundinn V60, er með mýkri fjöðrun, meiri slaglengd og jafngóða aksturseiginleika. Volvo V60 Cross Country þykir að sumra mati fegursti bíll Volvo þó svo af mörgu góðu sé að taka. Naumhyggja einkennir innréttingar Volvo. Skottrýmið mælist 529 lítrar. Eins og í öðrum Volvo bílum er innréttingin gullfalleg. Fagur frá öllum hliðum og greinilega tilbúinn í átök. verðið þegar tikkað er í auka- hlutaboxin. Bíllinn er þó ansi vel búinn í grunnútfærslu. Eitt af því sem kaupendur á Volvo V60 Cross Country fá umfram hefðbundinn V60 er ljúfari og mýkri fjöðrun sem fer betur með farþega, en fyrir þessum mismun finnst vel. Sem mikill aðdáandi langbaka, ekki síst þeirra af hærri og grófari gerðinni er þessi bíll fyrir mína parta nánast fullkomið ökutæki og ég mun seint skilja þá sem kjósa sér jepplinga umfram svona góða bíla sem í f lestu eða öllu taka fram jepplingum. Þeir gerast ekki betri í þessum flokki en Volvo V60 Cross Country. Reynsluakstur Finnur Thorlacius finnurth@frettabladid.is Uppgefin eyðsla með þessari vél er 5,1 lítri. Í reynsluakstr- inum reyndist hann vera með um 8,5 lítra eyðslu 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 7 -D A 2 C 2 3 2 7 -D 8 F 0 2 3 2 7 -D 7 B 4 2 3 2 7 -D 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.