Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 18
Ný kynslóð stærsta fólksbíls Skoda, það er Superb mun fást af nýrri háfættri gerð
sem ber nafnið Scout í endann,
líkt og minni bróðirinn Octavia
gerir af sömu gerð. Í þessu formi
hefur Superb ekki fengist áður,
en þessi bíll er hæfari til átaka í
erfiðari færð en hefðbundin gerð
Superb og stendur 15 mm hærra á
vegi. Bíllinn fær stærri hjólskálar,
varnarplötur að neðan og framan
og aftan á bílinn, sem og breytta
innréttingu. Skoda Superb Scout
mun fást með 188 hestafla og for-
þjöppudrifna 268 hestafla bensín-
vélar, en báðar eru þær tengdar við
DSG-sjálfskiptingu með 7 gíra. Fá
má Superb Scout líka með 2,0 lítra
og 190 hestafla dísilvél.
Bílarnir er að sjálfsögðu
fjórhjóladrifnir og geta togað
aftanívagn allt að 2.200 kílóum.
Í akstursstillingum bílsins hefur
verið bætt við Off-Road stillingu.
Í innréttingu bílsins eru viðarinn-
leggingar og áklæði í sætum
sem ekki finnst í öðrum gerðum
Superb. Velja má líka um slitsterkt
Alcantara áklæði í sætum. Skoda
Superb Scout fer í sölu seinna á
þessu ári samhliða hefðbundinni
gerð bílsins, en von er á tengil-
tvinnútfærslu bílsins snemma á
næsta ári.
manna alþjóðasamtaka á borð við
Rauða krossinn, starfsmenn þjóð-
garða og verndarsvæða fyrir villt
dýr og fleiri innlendar og erlendar
stofnanir og samtök. Þá eru afnot
Tusk Trust af frumgerð Defender
ekki síður tilefni til að fagna
fimmtán ára farsælu samstarfi
samtakanna og Land Rover að nátt-
úruvernd í Afríku. Bíllinn verður
einkum notaður á hinu víðfeðma
verndarsvæði í Borana sem er um
14 þúsund hektarar, meðal annars
til flutninga á aðföngum, þar sem
sums staðar þarf að fara um erfiða
vegi og vegleysur og þvera djúpar
og straumharðar ár.
1,2 milljónir km að baki
Til að reyna sem mest á flesta
þætti hönnunar Defender hefur
bílnum ásamt öðrum frumgerðum
Defender þegar verið ekið meira en
1,2 milljónir kílómetra á undan-
förnum mánuðum. Aksturinn fór
fram við ólíkar aðstæður víða um
heim, þar á meðal í meira en 50°C
hita í eyðimörkum Dubai, í -40°C
við norðurheimskautsbaug og í yfir
þrjú þúsund metra hæð í fjallabelt-
um Rocky Mountains svo fátt eitt
sé nefnt. Nick Rogers, yfirmaður
tækniteymisins hjá Land Rover,
segir að verkefnin fram undan í
Kenía séu kærkomið tækifæri til
að vígja nýjan Defender með eld-
skírn við raunverulegar aðstæður
í daglegum störfum þjóðgarðs-
varða á verndarsvæðinu í Borana.
Hann segir að reynsla starfsmanna
verndarsvæðisins af notkun bílsins
verði nýtt til að fínpússa ýmis
smáatriði fyrir opinbera frum-
sýningu bílsins.
Land Rover
Defender er
goðsagnar-
kenndur bíll
sem gengur nú
í endurnýjun
lífdaga.
Hefur bílnum ásamt
öðrum frumgerðum
Defender þegar verið
ekið meira en 1,2 millj-
ónir kílómetra á undan-
förnum mánuðum.
Bíllinn er að sjálf-
sögðu fjórhjóla-
drifinn og getur togað
aftanívagn allt að 2.200
kílóum.
Nýjustu upplýsingar um bíl-þjófnaði í Bretlandi benda til aukinna þjófnaða og í
f lestum tilvikum er bílunum ekki
stolið með lyklum þeirra heldur
komast þjófarnir inn í bílana og
geta ræst þá með stolnum hugbún-
aði. Á undanförnum mánuðum
hefur reyndar 88% þeirra verið
stolið án lykla. En hvaða bílgerðir
freista þessara bílþjófa mest. Á
toppnum trónir BMW X5 jeppinn
og á hann þá vafasömu sögu að
vera mest stolni bíll Bretlands árin
2009 til 2014, 2016 og 2018 og var í
öðru sæti árin 2015 og 2017.
Í öðru sæti í fyrra var Mercedes
Benz C-Class en hann var sá mest
stolni árið á undan. Í þriðja sætinu
er BMW 3-línan, Mercedes Benz
E-Class í fjórða, BMW 5-línan
í fimmta, Range Rover Vogue
í sjötta, Land Rover Discovery
í sjöunda, Range Rover Sport í
áttunda, Mercedes Benz S-Class
í níunda og Mercedes Benz GLE
jeppinn í því tíunda. Það má því
segja að bílþjófarnir í Bretlandi
hafi góðan smekk þar sem allar
10 mest stolnu bílgerðir í landinu
flokkast sem dýrir lúxusbílar.
Aðeins þrjú bílamerki koma þar
við sögu, Mercedes Benz, BMW og
Jaguar Land Rover. Líklega ekki
mjög eftirsóknarverð staðreynd
fyrir þessa bílaframleiðendur, en
þeir geta þó huggað sig við það að
bílar þeirra eru eftirsóknarverðir,
en því miður líka á meðal bílþjófa.
Tíu mest stolnu bílar Bretlands
BMW X5 er sá bíll sem mest er stolið af í Bretlandi.
Hver væri ekki til í það að þurfa ekki að ýta á takk-ann við gönguljós þegar til
stendur að komast yfir á gang-
braut? Þessi takki gæti reyndar
brátt heyrt sögunni til því austur-
rískir uppfinningamenn hafa
smíðað búnað með myndavélum
sem greina hvort gangandi fólk
vill komast yfir gangbraut, stöðvar
akandi umferð og gefur þeim
gangandi „græna kallinn“. Mynda-
vélin skannar svæði við ljósin sem
er 5x9 metrar að stærð og sendir
upplýsingar í ljósabúnaðinn ef hún
greinir fólk sem greinilega hefur
hug á að komast gangandi yfir.
Styttir biðtímann
Tíminn sem líður frá því að
myndavélin greinir
gangandi vegfar-
endur og þar til
þeir geta gengið
yfir er mun styttri
en almennt gerist
þar sem fólk þarf að
styðja á viðeigandi
takka til að stöðva
akandi umferð. Að sögn
Gönguljósatakkinn gerður óþarfur
Jaguar Land Rover tilkynnti þann 30. apríl að ný og endurhönnuð gerð Land
Rover Defender komi á markað í
byrjun árs 2020. Þangað til verður
ein af frumgerðum bílsins notuð
af alþjóðlegum náttúruverndar-
samtökum í Kenía þar sem hann
verður notaður í akstri um mjög
erfiðar og fjölbreyttar aðstæður.
Nýr Defender verður framleiddur í
nýrri verksmiðju Jaguar Land Rover
í Nitra í Slóvakíu og víst má telja að
margir bíði spenntir eftir endur-
komu þessa goðsagnarkennda
jeppa sem ennþá má svo víða sjá á
íslenskum vegum.
Leggja lokahönd
á endanlega hönnun
Tilkynning fyrirtækisins 30. apríl
var „afmælisdagur“ Defender sem
kom fyrst fyrir almenningssjónir á
bílasýningunni í Amsterdam þann
30. apríl árið 1948. Næstu mánuði
hyggjast tæknisérfræðingar fyrir-
tækisins, sem endurhönnuðu og
þróuðu hinn nýja Defender í Bret-
landi, nýta til að leggja lokahönd
á vélbúnað, áreiðanleika og getu
frumgerðar bílsins í umfangsmikl-
um prófunum við margvíslegar og
krefjandi aðstæður í Kenía þar sem
starfsmenn alþjóðlegu náttúru- og
mannúðarsamtakanna Tusk Trust
munu hafa eina af frumgerðum
bílsins til afnota á verndarsvæðinu
í Borana.
Samofin tengsl
Land Rover við Afríku
Það er vel við hæfi að lokaprófan-
irnar fari fram í Afríku þar sem
Land Rover hefur verið áratugum
saman helsti vinnuþjarkur starfs-
Náttúrverndarsamtök
fá nýjan LR Defender
Næstu mánuði hyggjast tæknisérfræðingar fyrirtækisins, sem endurhönn-
uðu og þróuðu nýjan Defender í Bretlandi, nýta til að leggja lokahönd á vél-
búnað, áreiðanleika og getu frumgerðar bílsins í umfangsmiklum prófunum.
Skoda Superb
Scout háfeti
Skoda Superb Scout
þeirra sem hönnuðu búnaðinn
styttist þessi tími um 3-4 sek-
úndur. Búnaður þessi er reyndar
svo snjall að ef hann greinir að
stór hópur fólks vill komast yfir
þá lengir hann tímann þar sem
akandi umferðin er stöðvuð.
Fyrstu ljósin með þessum búnaði
eru nú að komast í gagnið í höfuð-
borginni Vín og til stendur að
setja upp nokkur slík fyrir enda
árs 2020. Vonandi reynist þessi
búnaður vel og verður kominn á
sem flest gönguljós í fyrirsjáan-
legri framtíð.
www.frettabladid.is
Auglýsingar: Atli Bergmann
atli@frettabladid.is, Sími
550 5657 Útgáfufélag: Torg
ehf. Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík, sími 550 5000
BÍLAR
Umsjón blaðsins
Finnur Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
8
-0
1
A
C
2
3
2
8
-0
0
7
0
2
3
2
7
-F
F
3
4
2
3
2
7
-F
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K