Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 30
Einn athygliverðasti raf-magnsbíll sem í bígerð er hjá bílaframleiðendum heimsins er þessi Honda Urban EV. Honda hefur haft þá eindregnu stefnu við hönnun og smíði þessa bíls að hann verði smár í sniðum, kosti ekki of mikið og sé hentugur í borgarum- ferðinni, umfram annað. Svo smár er hann reyndar að hann er 10 cm styttri en Honda Jazz, sem er jú einnig mjög smár bíll. Bíllinn þykir mjög fallegur þrátt fyrir nokkuð látleysi og hrósa má Honda fyrir það að frá fyrstu frumgerð hans og fram að svo til fullgerðum fram- leiðslubíl hefur hann eiginlega ekkert breyst í útliti. Það er eitthvað sem fólk er ekki vant. Borgarbíll með hóflegt drægi Þar sem þessi bíll er nú hugsaður mest fyrir borgarumferðina er hann ekki með neitt risadrægi, eða 200 km. Það ætti þó að duga flest- um þegar kemur að borgarskutlinu. Fyrir vikið er bíllinn ekki þungur sökum risarafhlaða. Það mun líka auka aksturshæfni bílsins. Hlaða má bílinn að 80% drægi á aðeins 30 mínútum. Eins og sést á myndinni koma myndavélar í stað hliðar- spegla og handföngin á hurðunum falla inn í bílinn til að minnka enn loftmótstöðuna. Að innan er Honda Urban EV vel tæknivæddur og flottur og stórir skjáir prýða mælaborðið og viðarinnleggingar eru í gullfallegri innréttingunni. Margir bíða spenntir eftir að þessi bíll komi á götuna, en opnað hefur verið fyrir pantanir á bílnum í Evrópu og nú þegar eru víst komnar meira en 25.000 pantanir í bílinn. Honda Urban EV Nú þegar eru komnar 25.000 pantanir eingöngu í Evrópu í þennan sæta rafmagnsbíl Honda með „retro“-útliti. Honda Urban EV þykir með þeim laglegri sem eru á leiðinni. Tesla vinnur nú að þróun ann-arrar kynslóðar Roadster bíls-ins og það mun enginn fjölda- framleiddur sportbíll standast honum snúning, en hann verður aðeins 1,9 sekúndur í hundraðið, 4,2 sekúndur í 160 og fer kvart- míluna á 8,8 sekúndum. Hámarks- hraði bílsins verður 400 km/klst. Við bestu aðstæður á bílinn að komast 1.000 km á fullri hleðslu og það gerir enginn rafmagnsbíll í dag. Að sögn Elons Musk for- stjóra Tesla verða að minnsta kosti í fyrstu aðeins framleidd 10.000 eintök af bílnum öfluga. Hann segir enn fremur að geta þessa bíls verði svo mikil að það sé eiginlega ósanngjarnt fyrir aðra öfluga bíla, svo sem frá Ferrari og McLaren. Hvort auðvelt muni reynast að finna 10.000 kaup- endur af þessum bíl, sem vafalaust verður ekki ódýr, skal ósagt látið, en þó virðast allir dýrir sportbílar sem framleiddir eru í takmörkuðu magni seljast hratt upp. Lítill hörg- ull virðist á ofurríku fólki í heim- inum sem vill marka sér sérstöðu með eignarhaldi á svona bílum. Tesla Roadster kemur í aðeins 10.000 eintökum Tesla Roadster sportbíllinn verður heimsins sneggsti bíll. Þeir sem þrá húsbíla en hafa ekki alveg efni á f lestum slíkum sem bjóðast gætu kæst við tilkomu þessa húsbíls frá Lada. Fyrirtækið Lux-Form í Moskvu hefur í samstarfi við Lada smíðað þennan hófstillta húsbíl en hann er smíðaður ofan á Lada Granta, sem er pallbílsút- færsla á Lada bíl. Lada Granta er byggður á grind og því nokkuð sterkur bíll sem fer létt með að bera hús á pallinum. Í Camper húsbílnum verður engu að síður allt til alls fyrir tvo ferðalanga þar sem ferþegarýmið tekur aðeins tvo. Innanrýmið í húsinu er um 2,2 metrar að lengd og tæplega 1,6 metrar á hæð, svo það er reyndar ekki manngengt nema fyrir einkar smávaxið fólk. Í húsbílnum er eldhús með eldunaraðstöðu og vaski, klósett og sturta og nokkuð stór skápur. Vatnstankurinn tekur 70 lítra og er hann með hitunarbúnaði og affallstankurinn tekur 45 lítra. Bíllinn er með rafmagnstengi sem smella má í samband á betri tjald- stæðum. Bíllinn mun aðeins kosta á bilinu 2,2 til 3,4 milljónir króna, allt eftir búnaði og útfærslu. Stutt er í að þessi ódýri húsbíll komi á markað í Rússlandi. Lada Camper fyrir þá efnaminni Lada Camper er ódýr kostur. Þar sem þessi bíll er nú hugsaður mest fyrir borgarumferðina er hann ekki með neitt risa- drægi, eða 200 km. Það ætti þó að duga flestum þegar kemur að borgar- skutlinu. JEPPADEKK.IS EXPLORE WITHOUT LIMITS Fyrir þig - á fjöllum! ARCTIC TRUCKS KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 www.arctictrucks.is Undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR PGA-golfarinn Kevin Na er greinilega gjafmildur maður, en hann hefur líklega efni á því. Kevin Na gerði sér lítið fyrir og vann PGA-mótið Charles Schwab Challenge og fékk fyrir vikið 1,3 milljón dollara vinningsfé, eða um 160 milljónir króna. Það var þó ekki það eina sem hann hlaut í vinning fyrir sigurinn því honum fylgdi líka forláta sérlega vel uppgerður Dodge Challenger bíll af árgerð 1973, en sá bíll verður að teljast til fegurri bíla áttunda áratugar síðustu aldar. Kevin Na gerðist svo rausnarlegur að gefa aðstoðarmanni sínum, eða caddie eins og þeir eru kallaðir upp á enska tungu, bílinn. Gaf aðstoðarmanninum glæstan vinninginn  Kevin Na og aðstoðarmaður hans við Dodge Challenger bílinn. 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 8 -0 1 A C 2 3 2 8 -0 0 7 0 2 3 2 7 -F F 3 4 2 3 2 7 -F D F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.