Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.06.2019, Blaðsíða 34
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Heilsunudd nær yfir margar mismundandi nuddaðferðir frá öllum heimshornum. Fjölbreytileiki heilsunudds er ótvíræður kostur og heilsunudd­ arar eru með ólíkar áherslur við meðhöndlun. Unnur Kolka Leifs­ dóttir, formaður Félags íslenskra heilsunuddara, segir að starfs­ heitið heilsunuddari sé notað til að aðgreina þá frá öðrum nuddurum sem ekki hafa jafn mikla menntun í faginu. „Sá sem er heilsunuddari er lærður úr nuddbraut FÁ sem þýðir að hann hefur lokið þriggja ára námi auk starfsþjálfunar og kann hinar ýmsu nuddaðferðir sem hann svo beitir eftir þörfum. Við lærum meðal annars klassískt nudd, triggerpunkta meðferð, heildrænt nudd, sogæðanudd og íþróttanudd. Við lærum sem sagt alhliða nudd, en nuddarar velja oft að sérhæfa sig eftir áhugasviðum.“ Unnur Kolka segir að það megi skipta faginu í tvennt. Heilsunudd­ arar vinna með fólk sem kemur í meðferð við kvillum eins og til dæmis vöðvabólgu, verkjum og stirðleika. En nudd er líka fyrir­ byggjandi. Það er hægt að stunda nudd reglulega, líkt og líkamsrækt eða jóga. „Nútímalífsstíll er þannig að hann vinnur svolítið á móti okkar náttúrulegu þörfum. Þessi mikla kyrrseta, og þá sérstaklega tölvu­ vinna, er slæm fyrir líkamann. Með því að stunda nudd reglulega má minnka töluvert líkur á því að þróa með sér vinnutengda stoðkerfis­ vanda. Svo erum við mörg dugleg að hreyfa okkur en kannski ekki nógu dugleg að teygja, þá getur nudd bætt upp fyrir það og mögu­ lega komið í veg fyrir meiðsli,“ segir Unnur Kolka. „Nudd hjá lærðum nuddara er frekar vinsælt á Íslandi miðað við önnur lönd. Íslendingar þekkja alvöru nudd. Margir eru mjög meðvitaðir um það að ef þeir fara til nuddara einu sinni í mánuði fá þeir síður stoðkerfisvandamál, til dæmis höfuðverki, hálstak eða bakvandamál. Margt af því sem við gerum er forvörn. Mér finnst það svolítið vanmetinn hluti af heil­ brigðisþjónustu. Það væri áhuga­ vert að sjá tölur um það hversu margir fá vöðvabólgugreiningu eftir að hafa mætt á bráðamót­ töku vegna verkja. Ég get nokkurn veginn fullyrt að ef fleiri fengju reglulegt nudd sem forvörn myndi veikindadögum á flestum vinnu­ stöðum fækka svo um munar.“ Unnur Kolka segir að heilsu­ nuddarar hafi unnið að því að fá viðurkenningu sem heilbrigðis­ þjónusta en kannski eigi þeir ekki heima þar. „Við erum svolítið eins og hreyfingin og heilsuræktin. Að borða hollt, hreyfa sig og fara í nudd. Þetta er frekar hluti af heilsu­ eflingu en heilbrigðiskerfinu. Það ætti kannski frekar að heita sjúk­ dómakerfið. Þú ferð þangað því þú ert kominn á þann stað að vanda­ málin eru orðin alvarleg og krefjast læknisaðstoðar, en þú vilt vera hjá okkur til að forðast vandamál í stoðkerfinu og meiðsli. Gott dæmi er hásinarslit sem í mörgum til­ fellum kemur vegna þess að vöðvar í kálfa gefa ekki nógu vel eftir.“ Unnur Kolka leggur áherslu á að starf heilsunuddara sé mikil­ vægt og þeir beri mikla ábyrgð því þeir eru með fólk í höndunum. Því finnst henni mikilvægt að starfs­ heitið verði lögverndað. „Eins og er getur hver sem er kallað sig heilsunuddara og ekkert sem ég get gert annað en senda skammarbréf . Margir halda að nuddnám snúist um að kunna sem mestar og bestar aðferðir til þess að nudda en satt best að segja er mikil­ vægasta ástæða þess að nuddari þarf að hafa góða menntun sú að hann hafi viskuna til þess að vita hvenær ekki á að nudda. Til dæmis að átta sig á öðrum einkennum sem benda til þess að viðkomandi ætti frekar að leita til læknis. Þess vegna er lögverndun starfsheitis svo mikilvæg. Við viljum að starfsheit­ ið verði lögverndað svo fólki viti að þeir sem kalla sig heilsunuddara séu öruggir. Fólk þarf að treysta því að ef einhver kallar sig heilsunudd­ ara þá hafi hann sannarlega tekið þetta nám.“ Nudd getur verið fyrirbyggjandi Unnur Kolka segir nudd koma í veg fyrir meiðsli FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Formanni félags heilsunuddara finnst mikilvægt að starfsheitið verði lögverndað. viftur.is S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Loftviftur Loftræstibúðin á Smiðjuvegi 4a, Græn Gata Amerísk Gæði síðaN 1886 Blástu hitanum burt! Andaðu léttar 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 7 -E 8 F C 2 3 2 7 -E 7 C 0 2 3 2 7 -E 6 8 4 2 3 2 7 -E 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.