Umbrot - 17.12.1976, Page 13

Umbrot - 17.12.1976, Page 13
GARÐAHÚS 100 ÁRA — elsta steinsteypuhús á Islandi — Hvernig kveðja Þjóðverj- ar gamla árið? — Árið byrjar kl. 6 eða 8 með því að borðaður er betri matur. Áður hefur stofan verið skreytt með pappírsborðum. Mikill léttleiki er yfir þessu kvöldi, allir hressir og kátir. Spilað er á spil, farið í leiki eða spáð í framtíðina. Það er gert á þann máta, að bráðið blý er lát- ið drjúpa ofan í vatn, síðan er spáð í lögunina sem blýið tekur í vatninu. Sjaldnast stenst samt spáin. Klukkan 12 skála allir í kampavíni. — Er haldið upp á þrettánd- an á einhvern sérstakan hátt? — Bömin klæða sig eins og vitringar, ganga í hús syngjandi og fá pening fyrir. Þessi siður er einungis við lýði á smærri stöðum, því í stórborgum er þetta ekki hægt. Á þrettándan- um er allt jólaskraut tekið nið- ur. — Heldur þú jólin upp á þýskan eða íslenskan máta? — Bömin vilja ekki hafa þýska siði og eru jólin því hald in upp á íslenskan máta. Spánn Þar sem margir Islendingar leggja leið sína til Spánar ár hvert, þótti okkur tilhlýðilegt að fá að heyra hvernig Spán- verjar halda jólin hátíðleg. Það reyndist auðsótt, þar eð Spánverjinn Henry Llorens (Henry hét Enriqe Llorens áður en hann fékk íslenskan ríkis- borgararétt) er búsettur hér í bæ. Umbrot barði því dyra að Jaðarsbraut 39, þar sem Henry býr ásamt konu sinni Auði Finnbogadóttur og sex ára dótt- ur. — Þá fyrst Henry, hvaðan frá Spáni ert þú og hverrar trúar? — Ég er frá Madrid og er kaþólskrar trúar. — Hvenær hefst jólaundir- búningur hjá ykkur og hvernig fer hann fram? — Jólaundirbúningurinn hefst ekki fyrr en sex til sjö dögum fyrir jól. Undirbúning- urinn er aðallega fólginn í því að gera hreint og skreyta jafnt inni sem úti með ljósum og öðm skrauti. Við notum samt ekki grenigreinar. Húsmæður standa ekki á haus við bakstur, eins og hér, einfaldlega vegna þess að við notum ekki kökur. Undirbún- ingurinn er því ekki eins mikill. — Búa jólasveinar á Spáni ? — Nei, þar eru ekki jólasvein ar eins og hér, en við höfum St. Nikulás. I okkar trú er það þannig að 3 konungar koma of- an af fjöllunum og færa börn- unum gjafir. — Hvernig er aðfangadagur? — Unnið er fram að hádegi. Hátíðin hefst ekki fyrr en um kvöldið kl. 7, 8 eða 8,30, tíma- setning er ekki nákvæm. Fjöl- skyldan kemur saman og borðar góðan mat, oftast kalkún. Gjaf- irnar eru ekki gefnar á aðfanga- dagskvöld, heldur er farið í heimsókn til vina og kunningja eftir matinn. Foreldrarnir eru þó yfirleitt alltaf heima ásamt yngstu börnunum. Veitingahús eru opin til miðnættis á aðfanga dagskvöld. — Hvað með jóladag og ann an dag jóla? — Á jóladag er mikið um heimsóknir og farið er í kirkju kl. 12. Annar dagur jóla er venjulega vinnudagur. — Hvernig er nýju ári fagn- að þarna suður á Spánarströnd um? — Ja, er það ekki alls staðar eins, allir yfir sig ánægðir yfir að gamla árið skuli loks vera á enda runnið. Menn taka dag- inn yfirleitt snemma og byrja að halda ,,partý“ strax um há- degi og halda gleðinni áfram fram á næsta ár. Unglingar á aldrinum 12-14 ára ganga á milli húsa, klædd á ýmsa vegu, eru þau með trumbur og syngja fyrir fólkið. Þessu fylgja auð- vitað hávaði og ærslagangur. Fólk borgar þeim fyrir, aðallega til að losna við hávaðann. Við höfum einnig flugelda og blys. Nýársdagur er aftur á móti afskaplega rólegur því þá eru allir að jafna sig eftir gamla árið. — Þú sagðir að gjafir væru ekki gefnar á aðfangadag. Hvenær eru þær þá gefnar? — Gjafir eru gefnar 8. jan. Sá dagur er einna líkastur að- fangadegi eins og hann er hald- inn hér. Hátíðin hefst um hádegi með því að borðaður er hátíða- matur, síðan sest fjölskyldan saman og skiptist á gjöfum. — Að lokum, Henry, heldur þú spænsk eða íslensk jól? — Ég held íslensk jól. —Þ. Flestir Akuraesingar þekkja hinn aldna heiðursmann, Jón Sigmundsson, Laugarbraut 3, Akranesi, en hann var fæddur í Garðahúsinu 1. nóvember 1893. Jón hefur skráð eftirfarandi upplýsingar um Garðahúsið fyrir Umbrot: „Garðahúsið var reist árið 1876, en bygging þess stóð yfir í 5 ár. Sr. Jón Benediktsson sóknarprestur í Görðum 1865- 1886 lét byggja húsið. (Synir sr. Jóns sem mér er kunnugt um voru þeir Bjarni bóndi að Melum og síðar að Læk í Leir- ársveit og Helgi, bóndi að Stórabotni, faðir Jóns Helga- sonar ritstjóra i Reykjavík). Áður en húsbyggingin hófst, varð að leggja veg frá Görðum niður á Sólmundarhöfða til að auðvelda aðdrátt efnisins í steypuna. Steyptir voru steinar í mótum, 1 alin að lengd og kvartil á hæð og breidd. Út- veggir voru síðan hlaðnir úr þessum steinum með kalk- blöndu á milli, en skilrúma- veggir og loft var allt úr timbri Útveggirnir voru sléttaðir með múrblöndu að utan og veggur á suðurhlið hússins var málaður gulur, því um leið og húsið var byggt var það orðið siglingamerki fyrir innsigling- una á Krossvík, milli ,,Þjóts“ og syðri flasar, sem sett voru inn á sjókort til glöggvunar sjó farendum. Skyldi Garðahúsið bera í „pytta" en svo var nefnd Hjá mörgum fjölskyldum skipar laufabrauösgerö einn veglegasta sess- inn í jólaundirbúningnum, svo að þeim verður nálægð jólanna fyrst raunveru- leg, þegar snarka tekur í feitispott- inum. Fyrir þá sem enn hafa ekki tekið upp þennan skemmtilega siö, birtir UMBROIT tvær uppskriftir af laufa- brauði. Önnur er hinn hefðbundna norðlenska uppskrift, sem flestir nota, en hin er komin úr Breiðafjarðareyj- um og er úr grófara mjöli og að margra dómi bragðbetri. Sú norðlenska: 1 kg. hveiti % tsk. hjartasalt 1 tsk. salt 6-7 dl. mjólk , Plöntufeiti til að steikja i. ur norðversturendi Akrafjalls. Þá var hrein leið inn á Kross- vík. Eins og áður segir stóð bygg- ing hússins yfir í fimm ár. Prest urinn varð því að láta innrétta íbúð í kjallara hússins á meðan bygging stóð yfir, en engar úti- dyr voru á kjallaranum. Miðhæðinni var skipt í fjögur herbergi, tvær stofur, eitt svefn herbergi og eldhús með tveim útidyraanddyrum sitt við hvora hlið og eitt svefnherbergi var innréttað í rishæð, vesturenda, Eftir að sr. Jón Sveinsson varð hér sóknarprestur 1886 hætti Garðahúsið að vera prestsetur. Sr. Jón kvæntist Halldóru, dóttur Hallgríms Jóns sonar, hreppstjóra í Guðrúnar- koti. Þar bjuggu prestshjónin í sambýli við tengdaforeldra prestsins, en prestsetursjörðin var leigð bændum til ábúðar. Fyrsti ábúandinn í Görðum eftir að sóknarpresturinn hætti að búa þar var Gunnar Gunnars son faðir Guðmundar á Steins- stöðum. Lengst bjó í Görðum Sigmund ur Guðmundsson (faðir Jóns Sigmundssonar) 1892-1932 eða í 40 ár. Þá var Ytri Akranes- hreppur orðinn eigandi jarðar- innar, keypti hana árið 1929. Síðan hefur enginn búið í hús inu í Görðum. Er það nú geymslustaður fyrir byggðasafn Akraness og nærsveita, en full- yrða má að merkilegasti og tilkomumesti safngripurinn þar er sjálft Garðahúsið." Mjólkin er hituð að suðu. Hveiti, hjartasalti og salti er blandað saman. Mjólkinni er hrært í, hnoðað fljótt saman í gljáandi, fremur sprungulaust deig. Deigið er flatt mjög þunnt út. Gott er að geyma þann hluta deigs- ins, sem ekki er verið að fletja út, í plastpoka eða röku stykki, til þess að það þorni ekki. Hæfilegt er að hafa kökurnar á stærð við lítinn matardisk, notað er kleinuhjól til að skera meðfram kök- unum. Kökurnar eru síðan skornar út eftir kúnstarinnar reglum (til eru sérstök járn til að auðvelda útskurð- inn). Kökurnar eru pikkaðar með gaffli og steiktar í feiti. Sú breiðfirska (ca. 100 stk.): 12 bollar hveiti 5 bollar bankabygg, fínmalað 3 bollar rúgmjöl 2 lítrar mjólk 2 msk. sykur 1 msk. salt Mjólkin er hituð að suðu, má ekki sjóða. Sykurinn og saltið er sett sam- an við mjólkina. Þurrefnunum er bland aö saman, mjólkin sett saman við og hnoðað, sjá fyrri uppskrift. Varast ber að nota mikið hveiti við útflatning- una. — Þ. J ólatónleikar Jólatónleikar Tónlistarskól ans verða í Gagnfræðaskól- anum sunnudaginn 19. des. n.k. kl. 16.00 og 20,30. M.a. kemur fram hljóm- sveit, kór og einleikur nem- enda á einstök hljóðfæri. Bæjarbúar, og sérstaklega foreldrar og þeirra gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Laufabrauðuppskriftir 13

x

Umbrot

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.