Umbrot - 15.12.1978, Qupperneq 7

Umbrot - 15.12.1978, Qupperneq 7
r Þorgeir og Ellert hf. 50 ára Spjallað við Þorgeir Jósefsson stofnanda og aðaleiganda fyrirtœkisins Fyrirtækiff Þorgeir og Ellert hf. varff 50 ára nú í haust. I tilefni þessara tímamóta átti Umbrot viðtal viff Þorgeir Jós- efsson stofnanda og aðaleig- anda fyrirtækisins um fyrirtæk- i« og einnig er rætt viff Þorgeir um stjórnmál, en hamn átti sæti í hreppsnefnd og síðar bæjar- stjórn, í 27 ár. Vifftaliff fór fram á heimili Þorgeirs og konu hans Svanlaugar Sigurðardóttur. — Ert þú fæddur hér á Akranesi? — Nei, ég er fæddur á Eystra- Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, 12. júlí 1902. Þar hafði ég heimilis- festu til ársins 1926. — Flyturðu þá á Akranes? — Ég var nú að vísu búinn að vera lengi á Akranesi áður. Kom hingað að læra árið 1918, en átti heima allan þann tima og lengur á Eystra-Miðfelli. Var ég oft þar á sumrin við heyskap, því ekki var nú of mikið að gera á þeim árum, Serstaklega yfir sumarið. — Hvar lærðir þú vélvirkjun? — Hjá Ólafi Ólafssyni í Deild. Hann byrjaði með verkstæði 1917. Ég kom til hans 6. október 1918, en fremur lítið var að gera þetta haust. Ýmislegt gerðist þetta ár, m.a. eldgos, sem að visu hafði ekki mikil áhrif hér, en þó var hér myrkur í tvo daga vegna öskufalls. Svo kom Spánska veikin sem lagði bókstaflega allt í rúst. — Þið fóruð alltaf til Sandgerðis á veturna? — Já. A þessum árum voru nokkrir bátar héðan gerðir út frá Sandgerði og fjöldinn allur af bátum annars staðar af landinu. Við fylgdum alltaf bátunum héðan, og það var nóg að gera við alls konar viðgerðir. Þegar bátarnir fóru að róa héðan, hættum við að fara til Sandgerðis. Mig minnir að við höfum síðast farið þangað árið 1927. — Var þetta stórt verkstæði sem Ólafur rak hérO — Nei, það getur nú ekki talist það, en það fullnægði því sem var að gera. Við vorum 4 sem unnum þar. Ég man eftir Sigurði í Hjarðar- bóli, Ellert heitnum bróðir og svo var maður sem hét Hjörtur Kristjansson, og einnig vann þarna Björn Jóhannsson í Vershúsinu. — Hvenær var fyrirtækið Þorgeir & Ellert stofnað? — Árið 1928 stofnum við bræðurnir Ellert og ég smiðju. Við vorum fyrst tveir, en fljótlega tókum við lærling. Hann hætti að vísu fljótlega, en síðan kom til okkar Jóhann Pálsson sem varð svo meðeigandi þegar Ellert heitinn dó, en það var árið 1935. Jóhann keypti hlut Ellerts og var með- eigandi alveg til dauðadags. Mönnum fór síðan smá fjölgandi eftir þvi sem vinna lá fyrir. Nú eru starfandi rúmlega 100 menn hjá okkur. — Hve margir lærlingar hafa verið utskrifaðir frá fyrirtækinu? — í það heila munu þeir vera orðnir hátt í 400 úr öllum greinum, og eru þeir nú dreifðir víðsvegar um landið. — I hvaða húsnæði byrjuðuð þið? — Við byrjuðum nakvæmlega á þeim stað þar sem skrifstofan er núna. Húsið var ca. 7 m breitt og 12 m langt. Þetta var á leigulóð frá Einari á Bakka, en nokkuð mörgum árum síðar keyptum við land norðan við Krókana, þar sem nú er athafnasvæði fyrir slippinn. — Dráttarbrautin er þá ekki byggð á sama tíma? — Nei, hún var ekkert inni I þessu dæmi. Við vorum aðeins með vélsmiðjuna. — Það var þó einhver vísir að Dráttarbraut? — Já, það var hér dráttarbraut ef svo skyldi kalla, en hun var í Skipasmíffastöffm (Myndir Sigurbjörn) eigu útgerðarmanna hér á Akranesi. Hún var á allan hatt mjög frumstæð, þannig að það var bæði kostnaðarsamt og erfitt að taka upp báta, og var hún ekki notuð nema mikil nauðsyn væri á, en samt voru nú byggðir þarna þrír bátar á þessum árum. Fyrst Armann árið 1926, sem byggður var fyrir Þórð Ásmundsson út- gerðarmann og Ármann Halldórs- son skipstjóra á Hofteigi. Síðan voru byggðir tveir bátar fyrir Harald Böðvarsson, sem hétu Höfrungur og Ver. Yfirsmiður við þessa báta var Eyjólfur Gíslason frá Reykjavik. Það má geta þess, að meðal manna sem unnu við byggingu Ármanns, var Jón Mýrdal, sem enn starfar hjá okkur. A.m.k. tveir þessara báta eru enn við líði. Ármann sem nú er gerður út frá Ólafsfirði og Ver sem gerður er út frá ísafirði. Höfrungur var firði. Búið er að skrifa undir samning á smíði skuttogara fyrir Hjálmar Gunnarsson og sno hans Gunnar. Þetta er þriðja skipið sem smíðað er fyrir þessa menn og jafnframt stærsta skip sem við höfum smíðað. — Þú byrjar snemma að hafa afskipti af pólitík? — Sumarið 1935 fékk ég sæti í hreppsnefnd fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og sit þar þangað til fyrst var kosið i bæjarstjórn , í janúar 1942. Síðan á ég sæti í bæjarstjórn frá þeim tíma til ársins 1958, en þá tek é mér frí eitt kjörtímabil. Ég kem svo aftur inn árið 1962 og starfa til 1966. — Hvað er þér minnisstæðast frá þessum árum? — Mér eru t.d. sérstaklega minnisstæð fyrstu árin I hrepps- nefndinni. Árið 1936 lögðum við á útsvör sem voru alls 62 þús. kr. Þar Renniverkstæffiff seldur til Færeyja, enég hef engar fréttir af honum. — Hvenær kaupir þú slippinn? — Ég kaupi slippinn og landið af útgerðarmönnum árið 1937. 1938 byggi ég gamla slippinn sem kallaður var og ætlaður 40 tonna bátum, en ég tók nú upp allt að 100 tonna báta. Fljótlega upp úr þessu var hafin smiði stærri tréskipa. En tímarnir breyttust. Alltaf var kallað á stærri og stærri skip. Við höfðum hug á að stækka svo hægt yrði að veita hinum stærri bátum þjónustu. Ég hafði mikinn hug á að byggja stærri slipp suður I höfninni, en bæjarstjórnin, eða meirihluti innan hennar var því algjörlega mótfallin. Þá fórum við út i það að kaupa lyftuna, sem er frá Bandaríkjunum og sú eina á landinu. Að vísu var pöntuð önnur lyfta til Hafnarfjarðar, en þeim leist ekki á að reka han, svo þeir seldu hana til Vestmannaeyja. Það var rétt fyrir gos, en það er nú ekki búið að setja hana upp ennþá, þó það standi til á hverju ári, og sér- staklega fyrir hverjar bæjar- stjórnarkosningar. — Er núverandi lyfta nógu stór? — Nei. Skipin eru alltaf að stækka og við erum nú að athuga möguleika á stækkun, jafnvel næsta sumar. — Hvað er búið að smíða mörg skip hjá fyrirtækinu? — Um þessar mundir er verið að byggja 34. skipið, fyrir útgerðarfyrirtækið Bessa á Tálkna- af fór 1/3 til latækraíramíærstlu. A þessu sést vel, hve atvinnuástand var alvarlegt á þessum tíma, og hve þrengingar voru miklar hjá fólki á Akranesi sem og annars staðar á landinu. Þetta ástand fer ekki að breytast fyrr en á stríðsárunum eftir 1940, en þá jókst atvinna fólks mjög snögglega, og þar með peningaráð. Hins vegar er ég nú ekki viss um að peningamál hjá bænum hafi í raun og veru aukist mikið. Framkvæmdir bæjarins jukust, en ég hef nú aldrei séð nema tóman bæjarsjóð, hann er ekki nema nafnið tómt. Annað atriði sem mér er minnis- stætt er bygging sjukrahússins, en það var byggt fyrir samskotafé sem Kvenfélagið hafði safnað. M.a. keypti félagið Bjargslóðina sem var feiki stór, og síðan seldu þær hana aftur undir allar lóðir sem eru við Laugarbraut. Út úr þessu höfðu konurnar mikla peninga. Smíði sjúkrahússins tók um 6 af, byrjaði 1946 og lauk áriðl952. — Þú minntist á að víða hefði verið þröngt í búi varðandi atvinnu. Þú varst aðili að stofnun bæjarútgerðar á Akranesi og fyrsti framkvæmdastjóri hennar er ekki svo? — Jú, það er fett. Bæjarstjórnin hafði það markmið fyrst og fremst að halda uppi atvinnu í bænum. Við vorum búnir að reyna atvinnu- leysi og vissum hvað það þýddi og © 7

x

Umbrot

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.