Umbrot - 15.12.1978, Side 19

Umbrot - 15.12.1978, Side 19
FRETTIR FRÁ ÍÞRÓTTABANDALAGINU Fyrstu konurnar sem fæddu í nýju fæðingarstofunni voru Marita Jóhannsson, Ólalfsvík og Ása Björnsdóttir Akramesi Sjúkrahús Akranesss Lokaáfangi tekinn í notkun 34. ársþing íþróttabandalags Akraness var haldið i íþrótta- húsinu 21. og 23. nóv. Á þinginu áttu sæti 34 fulltrúar frá aðildarfé- lögum og sérráðum. Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri I.S.I. var gestur þingsins og flutti hann ávarp og lýsti ánægju stjórnar Í.S.Í veð þróttmikið starf Í.A. á liðnum árum, kvað hann starf Í.A. vera með því öflugusta sem gerðist hjá héraðssamböndum innan Í.S.Í. Til umræðu voru á þinginu skýrslur sérráða og félaga innan Í.A. og reikningar þeirra. Flestar skýrslur þessar báru vott um blómlegt starf á liðnu ári og virðist vera vöxtur í öllum greinum. Þá var að sjálfsögðu rætt um framtíðarstarf bandalagsins og hina brýnu nauðsyn þess að eignast aðstöðu fyrir félagslegt starf innan hreyfingarinnar, var samþykkt að hefja undirbúning að öflun leyfa og þess háttar tal byggingar við íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. Þá var samþykkt á þinginu að hefja nákvæma skráningu íþróttafólks og innheimtu þátttökugjalda. Formaður I.A. var endurkjörinn Þröstur Stefansson og með honum í stjórn Benedikt Valtýsson, Svein- björn Hákonarson, Hallgrímur Árnason, Pétur Jóhannesson, Snorri Magnússon, Viðar Einars- son, Elías Jóhannesson, Ólafur J. Þórðarson. Fundir stjórnarinnar verða hálfsmánaðarlega á þriðju- dögum kl. 18.30 frá og með 12. des. Skrifstofa Í.A. verðuf framvegis opin sem hér segir: Mánudaga kl. 9.00-20.00 Þriðjudaga kl. 17.00-19.00 Miðvikudaga kl. 19.00-21.00 Fimmtudaga kl. 17.00-20.00 Síminn er 2543. Sund: Á Bikarmóti Sundsambands íslands, sem haldið var uffl helgina urðu Akurnesingar sigurvegarar hlutu 195 stig og flytjast í fyrstu deild, liðið sem varð í öðru sæti hlaut 185 sig. Ingi Þór Jónsson varð stigahæstur einstaklinga á mótinu, sigraði i öllum greinum sem hann tók þátt í og hlaut 35 stig. Ingólfur Gissurarson setti fjögur Islandsmet drengja og vann þar að auki besta afrek karla á mótinu, synti 200 m fjórsund á 2.22.4 og gaf það samkvæmt stigatöflu 694 stig. Brynja Blumenstein vann besta afrek kvenna á mótinu, synti 100 m skriðsund á 1.01.1 og naði þar með 547 stigum. Badminton: Bikarmót l.Á í badminton var haldið sunnudaginn 3. des. með góðri þátttöku félaga úr TBR, KR, TBV, Val og Í.A. Þau úrslit sem mesta athygli vekja eru að Ragnheiður Jónasdóttir vann margfaldan Islandsmeistara Kristínu Magnúsdóttur T.B.R. Úrslit í Bikarmóti ÍA. Hnokkar einliðal.: Árni Þór Hallgrímsson ÍA sigraði Harld Sigurðsson TBR 11-8 og 11-6. Tátur einliðal.: Þórdís Edwald TBR sigraði Katý Jónsdóttur IA 11-2 og 11-2. Hnokkra tvíliðal.: Árni Þór Hall- grímsson og Ingólfur Helgason lA sigruðu Harald Sigurðsson og Þórð Sveinsson TBR 15-5 ogl5-ll. Tátur tvíliðal.: Katý Jónsdóttir og íris Smáradóttir IA sigruðu Ástu Sigurðardóttur og Maríu Finnboga- dóttur lA 15-0 og 15-3. Hnokkar-Tátur tvenndarl.: Ingólfur Helgason og íris Smára- dóttir IA sigruðu Þórð Sveinsson og Rannveigu Björnsdóttur TBR 18-14 og 15-10. Sveinar einliðal.: Þorsteinn P. Hængsson TBR sigraði Hauk Birgisson TBR 11-6 og 11-1. Meyjar einliðal.: Þórunn Öskarsdóttir KR sigraði Ingunni Viðarsdóættur lA 6-11, 12-11 og 11- 7. Sveinar tvfliðal.: Þorsteinn P. Hængsson og Tryggvi Ólafsson TBR sigruðu Hauk Birgisson og Pétur Hjálmtýsson TBR 13-15, 15- 12 og 15-4. Meyjar tviliðal.: Inga Kjartans- dóttir og Þórdís Edwald TBR sigruðu Mjöll Daníelsdóttur TBR og Þórunni Öskarsdóttur KR 15-10, 17-18 og 15-12. Sveinar-Meyjar, tvenndarl.: Pétur Hjalmtýsson og Inga Kjartansdóttir TBR sigruðu Þórhall INgason og Ingunni Viðarsdóttur IA 9-15, 15-9 og 15-11. Drengir einliðal.: Þorgeir Jóhannsson TBR sigraði Gunnar Jónatansson Val 3-11,11-5 og 11-8. Telpur einliðal.: Ragnheiður Jónasdóttir ÍA sigraði Kristínu Magnúsdóttur TBR TBR 7-11, 11-1 og 11-0. Drengir tvíliðal.:Ö Þorgeir Jóhansson TBR og Gunnar Jónatansson Val sigruðu Skarphéðinn Garðarsson og Gunnar Tómasson TBR 9-15, 17-14 og 15-13. Piltar einliðal.: Guðmundur Adolfsson og Kristin Magnúsdóttir TBR sigruðu Ágúst Sigurðsson Val og Bryndísi Hilmarsdóttur TBR 15- 9 og 15-0. Föstudaginn 8. des. var loka áfangi nýbyggingar Sjúkrahúss Akraness vígður að viðstödd- um gestum. Meðal þeirra voru Páll Sigurðsson ráðuneytisstj., í heilbrigðisráðuneytinu, alþing- ismenn kjördæmisins, bæjar- stjórn og starfsfólk hinnar nýju deildar. Sigurður Ólafsson framkvstj. SA bauð gesti velkomna. Þá tók til máls formaður bygg- ingarnefndar, Jóhannes Ingi- bjartsson og rakti hann stutt- lega byggingarsögu hins nýja Sjúkrahúss. Því næst talaði Valdimar Indriðason, forseti bæjarstjórnar og gat hann þess í ræðu sinni að næsta skref í uppbyggingu SA yrði bygging heilsugæslustöðvar, sem yrði í tengslum við Sjúkrahúsið. Ríkharður Jónsson, formaður stjórnar SA minntist í upphafi máls síns Hallgríms Björnsson- ar læknis, sem er nýlátinn, og risu gestir úr sætum í virðing- arskyni við hinn látna. Guðjón Guðmundsson yfirlæknir hand- lækningadeildar tók einnig til máls. Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri óskaði Akurnesing um og starfsfólki Sjúkrahúss- ins til hamingju með þennan nýja áfanga og minntist jafn- framt á heilsugæslustöð í tengsl um við Sjúkrahúsið. Að lok- um talaði Anna Erlendsdóttir formaður Kvenfélags Akraness og afhenti formanni stjórnar SA gjöf að upphæð kr. 500 þús. sem renna eiga til tækjakaupa. Ríkharður Jónsson tók við gjöf inni fyrir hönd SA og þakk- aði Kvenfélagi Akraness þann hlýhug sem það hefði jafnan sýnt Sjúkrahúsinu. Gestum var nú boðið að skoða hinar nýju deildir, en í þessum áfanga eru skurðstof- ur, fæðingarstofur og s-ótthreins unardeild. Legupláss Sjúkra- hússins eykst mjög takmarkað, en starfsaðstaða verður öll önn ur við opnun þessarar nýju deildar. Er full ástæða til að óska starfsfólki til hamingju með hana og velfernaðar í starfi. Að lokum var öllum boðið í kvöldverð og tóku þar til máls meðal annarra Halldór E. Sig- urðsson, alþm., Friðjón Þórð- arson, alþm., Bragi Níelsson læknir og alþm., svo og Páll Gíslason læknir. H IÐNNÁM Getum bætt við okkur nemum í vélvirkjun (4 ára nám) og rafsuðu (2 ára nám). ÞORGEIR OG ELLERT HF. Sími 1160 19

x

Umbrot

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.