Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 4
Strax þegar ég byrjaði að vinna við útfararstjórnun ákvað ég að láta brenna mig. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Meginmarkmið átaksins Á móti straumnum er að stækkun greinarinnar verði stöðvuð þar til frekari rannsóknir liggja fyrir um umhverfisáhrif hennar. – Frábær út í kaffið FISKELDI Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndar- samtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum, sem aðstandendur verkefnisins segja að sé bæði áhættusöm og skaðleg grein fyrir íslenska náttúru. Um 30 fyrirtæki og samtök, þar af tæplega 20 íslensk, hafa lýst yfir stuðningi við verkefnið en áður höfðu aðstandendur þess safnað yfir tíu þúsund undirskriftum þar sem skorað er á stjórnvöld að stíga varlega til jarðar við það að heim- ila frekari uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. Veitingamaðurinn Nuno Servo, sem búið hefur í rúman aldar- fjórðung hér á landi, er einn þeirra sem styðja átakið. Nuno rekur veit- ingastaðina Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal annars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna mat- vælaframleiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orðspor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno. „Erlendir viðskiptavinir vilja vera vissir um að sá matur sem þeir snæða sé framleiddur með faglegum og náttúruvænum hætti og þar er laxinn að sjálfsögðu ekki undan- skilinn. Það skiptir viðskiptavini okkar máli að vita hvaðan hráefnið kemur.“ Meðal þeirra vandamála sem tengjast sjókvíaeldi í Noregi eru laxa lús og slysasleppingar sem geta leitt til þess að eldislax blandist villtum laxi. Hér á landi eru nokkur dæmi um slysasleppingar og til- vik þar sem eldislax hefur veiðst í íslenskum veiðiám. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frum- vörp sjávarútvegsráðherra sem fjalla um fiskeldi. Nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar á frumvörp- unum í meðferð þingsins en óvíst er hvort þau verði samþykkt enda fjölmörg mál enn á dagskrá þingsins nú þegar styttist í þinglok. Nokkur umræða, og um leið átök, hafa verið um fiskeldi hér á landi og hafa náttúruverndarsamtök lagst gegn auknum umsvifum fiskeldis í opnum kvíum. Samtök á borð við Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd eru meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við fyrr- nefnt átak. Þá vakti það athygli í fyrra þegar íslenska kokkalandsliðið rifti skyndilega styrktarsamningi við Arnarlax þegar í ljós kom að samn- ingurinn hafði ekki verið gerður með vilja og vitund landsliðs- manna. Aðstandendur landsliðs- ins báðust þó afsökunar nokkrum dögum síðar en það breytti ekki afstöðu kokkanna um að nota ekki hráefni frá fyrirtækinu í verkefnum sínum. olof@frettabladid.is Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. Forsvarsmenn Á móti straumnum vilja fara varlega í uppbyggingu fiskeldis í opnum sjókvíum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UMHVERFISMÁL „Þessi aukning gæti vel haft með vitundarvakningu fólks um umhverfismál að gera. Oft talar fólk um að það vilji ekki vera plássfrekt,“ segir Sverrir Einarsson, útfararstjóri hjá Útfararstofu Íslands. Í Bautasteini, málgagni Kirkju- garðasambands Íslands, var á dög- unum birt samantekt á hlutfalli bálfara af heild útfara. Samantektin tekur til tímabilsins 2013 til 2018. Í ljós kom að hlutfallið var 28,6 pró- sent árið 2013, hækkaði svo í 35,3 prósent árið 2017 og 2018 rauk hlut- fall bálfara upp í 39,8 prósent, sem er rétt tæplega tvær af hverjum fimm manneskjum sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Sverrir segir aukninguna stafa fyrst og fremst af því að umfjöllun um bálfarir er orðin meiri og betri. „Þegar ég byrjaði í þessu fyrir rúmum þrjátíu árum var miklu minni umfjöllun um bálfarir. Nú hefur fólk meiri aðgang að upplýsingum um hvernig þær fara fram.“ Sverrir segir að lengi vel hafi hlut- fallsprósenta bálfara hangið í kring um 10-15 prósent. „Mér hugnast tilfinningin betur að verða brenndur en jarðsettur. Strax þegar ég byrjaði að vinna við útfarar- stjórnun ákvað ég að láta brenna mig. Það er í rauninni það eina sem ég hef farið fram á þegar ég fell frá, að fólkið mitt sjái til þess að ég verði brenndur.“ – pk Útfararstjóri segir bálförum fjölga vegna umhverfissjónarmiða HEILBRIGÐISMÁL Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra hefur skrifað Sjúkratryggingum Íslands bréf þar sem lögð er áhersla á að tekið sé til við samninga um þá f jármuni sem stjórnvöld hafa lofað SÁÁ. Þetta kom fram í svari ráðherra við f yrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Alþingi í gær. Af því 150 milljóna framlagi rík- isins sem þingið samþykkti fyrir áramót hafa 25 milljónir skilað sér til SÁÁ. 125 milljónir eru inni á reikningum Sjúkratrygginga. „Nú vitum við að það er að fjölga á biðlistanum inn á Vog. Nú bíða 650 manns eftir meðferð og aðstoð á Sjúkrahúsinu Vogi. Þær tölur sem ég hafði áður voru um 600,“ sagði Inga. Góðu fréttirnar væru þó að dregið hefði úr ótímabærum dauða vegna ofneyslu ópíóða og lyfjaeitrunar. Svandís sagði að hún hefði fundað með stjórn SÁÁ vegna málsins, verkefnið væri þó á borði Sjúkratrygginga. „Ég vænti þess að þessir peningar komist f ljótt í vinnu fyrir SÁÁ og þá góðu starf- semi sem þar fer fram. Ég mun beita mér í þá veru,“ sagði ráðherr- ann. – ab Hyggst beita sér svo féð skili sér til SÁÁ Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 25 milljónir hafa skilað sér til SÁÁ af 150 sem var lofað. L Ö G R E G L U M Á L L ög reg lu félag Norðurlands vestra ætlar ekki að kjósa nýjan fulltrúa í stjórn Lands- sambands lögreglumanna vegna deilunnar um fækkun sérsveitar- manna á landsbyggðinni. Þetta er niðurstaða félagsfundar sem fór fram á lögreglustöðinni á Sauðár- króki í gær. Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu að hagsmunir félagsins og forystu stjórnar landssambandsins fari ekki saman þegar kemur að bílamálum, málefnum sérsveitar ásamt fata- og tækjamálum. Fyrir viku ályktaði félagið að afar mikilvægt væri að sérsveit yrði áfram starfrækt á Norðurlandi. Var þá landssambandið hvatt til að „standa í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra sem hefði leyft vandamálum að margfaldast á síð- ustu árum. – ab Kjósa ekki fulltrúa í stjórn Lögreglustöðin á Sauðárkróki. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Rétt tæplega tvær af hverjum fimm manneskjum kusu bálför í stað hefðbund- innar útfarar í fyrra. B A N D A R Í K I N D on a ld Tr u mp Bandaríkjaforseti sagðist í gær hafa fengið sent „fallegt“ bréf frá norðurkóreska einræðisherranum Kim Jong-un. Viðræður ríkjanna tveggja um kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga hafa verið í lama- sessi að undanförnu eftir að lítill árangur náðist á leiðtogafundinum í Hanoi í febrúar. Bréfið virðist hins vegar hafa vakið bjartsýni hjá for- setanum. „Ég held að eitthvað afar jákvætt sé í vændum.“ – þea Fékk fallegt bréf frá Kim Jong-un 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -D D 7 C 2 3 3 2 -D C 4 0 2 3 3 2 -D B 0 4 2 3 3 2 -D 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.