Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 35
Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 12. JÚNÍ 2019 Orðsins list Hvað? Menning á miðvikudögum – Hvað er að óttast? Hvenær? 12.15-13.00 Hvar? Náttúrufræðistofan í Kópa- vogi, Kópavogshálsi Hvað er fælni og af hverju ótt- ast sumir hluti og aðstæður sem aðrir óttast almennt ekki? Óttar Birgisson sálfræðingur fjallar um ýmiskonar fóbíur og fælni. Við- burðurinn er gestum að kostn- aðarlausu. Leiklist Hvað? Ókunnugur Hvenær? 20.00 Hvar? Frystiklefinn á Rifi Verkið, sem er einleikur, fjallar um Meðal-jón Meðaljónsson og varpar ljósi á ýmsar hliðar sam- félagsins, samskipta og mann- eskjunnar. Þrjár sýningar verða á verkinu og ókeypis verður á þær allar. Sýningarnar hæfa ekki börnum innan tólf ára. Tónlist Hvað? Tónlistardagur Halldórs Hansen barnalæknis Hvenær? 17.30 Hvar? Salurinn Kópavogi Verðlaunaafhending úr Styrktar- sjóði Halldórs Hansen. Herdís Anna Jónasdóttir og Bjarni Frí- mann Bjarnason flytja ljóða- söngva og aríur. Sverrir Guðjóns- son flytur erindið Sunnudagar hjá Halldóri Hansen þar sem skyggnst er í fágætt plötusafn Halldórs. Boðið verður upp á veitingar. Hvað? Svipast um eftir upphafi íslenskrar dægurtónlistar Hvenær? 20.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg 10 Í leitarsveitinni eru Bjarni Guð- mundsson, Jónína Erna Arnar- dóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Ólafur Flosason, Sigurgeir Gísla- son, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Zsuzsanna Budai. Trausti Jónsson flytur kynningar- og inngangsorð. Aðgangseyrir er 3.000 krónur en 2.000 fyrir lífeyrisþega. Hvað? Þjóðlagatónlist Hvenær? 21.00 Hvar? Norræna húsið í Vatnsmýrinni Ragnheiður Gröndal syngur og spilar á píanó og Guðmundur Pétursson leikur á gítar. Þau hafa lengi haft áhuga á íslenskri þjóð- lagatónlist og tjá hana á persónu- legan hátt. Hvað? Sigur Rós býður í hlustun- arpartí Hvenær? 21.00 Hvar? Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Partíið er haldið til að fagna 20 ára afmæli plötunnar Ágætis byrjun. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Sýning á íslenskum orða-forða stendur yfir í Safna-húsinu við Hverfisgötu. Stofnun Árna Magnús-sonar í íslenskum fræðum stendur fyrir sýningu sem heitir Óravíddir – Orðaforð- inn í nýju ljósi. Um er að ræða inn- setningu á þrívíddarbirtingu orða- forðans eins og hann kemur fyrir í Íslensku orðaneti eftir Jón Hilmar Jónsson. Trausti Dagsson, verk- efnisstjóri í upplýsingatækni, og Eva María Jónsdóttir kynningarstjóri unnu að sýningunni fyrir hönd stofnunarinnar. Nýstárleg framsetning „Þarna er um að ræða nýstárlega framsetningu á íslenska orðaforðan- um. Hann er oftast skoðaður í lengd og breidd í orðabókum en á þeim tímum sem við lifum er allt komið inn á net. Þetta er myndbandsinn- setning og við erum að sýna íslenskt orðanet í þrívídd. Úr þessu verða til einhvers konar stjörnuþokur. Það er orð í miðjunni og öll orð sem tengj- ast því eru í kring og síðan tengjast orðin innbyrðis. Gestir horfa á orðin sem koma og fara, þetta er eins og að horfa upp í stjörnuhimin,“ segir Eva María. „Orðin má finna í Orða- netinu sem var opnað árið 2016 á vefnum og er öllum aðgengilegt eða öðrum orðasöfnum á vegum Árnastofnunar. Þetta eru orð sem eru bæði algeng og óalgeng, fjalla til dæmis um náttúru, veður, tilfinn- ingar og tengjast svo innbyrðis. Sum orðin sem birt eru á sýningunni eru reyndar svo ný að þau hafa enn ekki ratað í opinber orðasöfn en eru samt í notkun á vissum sviðum.“ Ný leið til að skoða málið Í gagnvirkum hluta sýningarinnar geta gestir síðan kannað vensl orða og leyft hugrenningatengslum að kvikna. „Ef einhver slær til dæmis inn „ferðamaður“ og „friður“ getur hann komist að því í gegnum hvaða orð þessi hugtök tengjast. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á köttum geta fundið orðið „köttur“ og öll orð sem tengjast því og síðan öll orð sem tengjast orðunum sem tengjast ketti. Þetta er alveg ný leið til að skoða málið, og hún er mjög áhrifa- rík,“ segir Eva María. Eins og stjörnuhiminn „Þarna er um að ræða nýstárlega framsetningu á íslenska orðaforðanum,“ segir Eva María Jónsdóttir kynningarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er sýning á íslenskum orðaforða. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is RENAULT KOLEOS INITIAL PARIS Á EINSTÖKU VERÐI Staðalbúnaður í Initial Paris útgáfu er m.a.: Nappa leðuráklæði á sætum, 19" álfelgur, BOSE hljóðkerfi, rafdrifin framsæti, hiti og loftkæling á framsætum, snertilaus rafdrifin opnun á afturhlera og m.fl. Verið velkomin í reynsluakstur. TRYGGÐU ÞÉR KOLEOS Í INITIAL PARIS ÚTGÁFU Á EINSTÖKU VERÐI E N N E M M / S ÍA / N M 9 4 4 8 4 R e n a u lt K o le o s 5 x 2 0 j ú n í BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. Verð áður: 7.450.000 kr. TILBOÐ: 6.850.000 kr. Afsláttur: 600.000 kr. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -F 1 3 C 2 3 3 2 -F 0 0 0 2 3 3 2 -E E C 4 2 3 3 2 -E D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.