Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 14
2 milljarðar króna voru kröfur Andra Más Ingólfs­ sonar og félaga á hans vegum í þrotabú Primera Air á Íslandi. Á árinu hafa forstjóri, fjármálastjóri og sjö aðrir stjórnendur Sýnar látið af störfum. Andri Már Ingólfs-son, f y r r ver a nd i aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta haust, reiddi fram tæplega 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús f lugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsókn- um á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til viðbótar samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið, eins og áður hefur komið fram, en kröfur hans og félaga á hans vegum, þar á meðal félags í eigu dönsku ferða- skrifstofunnar Bravo Tours, námu samanlagt ríf lega tveimur millj- örðum króna. Greint var frá því á vef Við- skiptablaðsins í síðasta mánuði að samkomulag hefði tekist á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Íslandi, sem hæstaréttarlög- maðurinn Eiríkur Elís Þorláksson stýrir, um að búið félli frá þeim rift- unarmálum sem það hugðist höfða á hendur Andra Má en ekki hefur áður verið upplýst um eingreiðsl- una sem Andri Már þurfti að inna af hendi til búsins. Andri Már, sem var næststærsti kröfuhafi þrotabúsins á eftir Arion banka, sagði í samtali við Viðskipta- blaðið í kjölfar samkomulagsins að frá sínum bæjardyrum séð væri málinu lokið. Hann hefði tapað gríðarlegum fjárhæðum á gjald- þroti Primera Air. „Það er auðvitað mikil eftirsjá að svona skyldi fara fyrir félagi sem hafði verið í góðum rekstri í fjórtán ár,“ sagði hann. Rekstur Prim era Air og erlendra dótturfélaga stöðvaðist sem kunn- ugt er í október í fyrra þegar félög- in voru tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 10 milljörðum króna og af þeim nema kröfur frá Arion banka sam- tals um 4,8 milljörðum króna. Bankinn þurfti að færa niður tæplega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrotsins. Fram kom í skýrslu skiptastjóra sem var lögð fram á skiptafundi þrotabús f lugfélagsins í febrúar síðastliðnum og Markaðurinn hefur undir höndum að rannsóknir skiptastjórans hefðu „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvikum. Auk þess var tekið fram að skipta- stjórinn hefði það til skoðunar „hvernig staðið var að reikningsskil- um þrotamannsins að öðru leyti“. Í skýrslunni sagði jafnframt að athugun skiptastjóra á reiknings- skilum flugfélagsins kynni að leiða til þess að þrotabúið gæti sótt frek- ari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Endurskoðendur Primera Air voru frá ráðgjafarfyrirtækinu Deloitte. Draga ársreikninga í efa Í umfjöllun Markaðarins í nóvem- ber kom fram að endurskoðendur sem höfðu rýnt í ársreikninga félaga innan Primera-samstæðunnar fyrir 2017 teldu vafa leika á því að þeir væru í samræmi við lög, reglur og góða endurskoðunarvenju. Töldu þeir til að mynda vandséð að víkj- andi lán sem Prim era Air var veitt frá tengdum aðila geti talist til eigin fjár félagsins en án lánsins hefði eigið fé þess verið neikvætt um 16,3 milljónir evra, jafnvirði 2,2 millj- arða króna, í árslok 2017. Þá sögðu þeir óvíst hvort félaginu hefði verið heimilt að innleysa 13,3 milljóna evra söluhagnað á árinu 2017 vegna endursölu á Boeing- flugvélum sem voru enn í smíðum og yrðu afhentar í apríl árið 2019. Andri Már hafnaði því að rang- lega hefði verið staðið að gerð árs- reikninga félaga innan Primera- samstæðunnar. Eins og Markaðurinn hefur greint frá lýsti skiptastjóri þrota- búsins yfir riftun á tveimur ráð- stöfunum Primera Air upp á sam- tals um 520 milljónir króna í lok nóvember í fyrra. Þeim riftunum var mótmælt en fram kom í skýrslu skiptastjórans frá því í febrúar að hann hefði í hyggju að höfða rift- unarmál, meðal annars á hendur Andra Má, og láta reyna á endur- heimt þeirra verðmæta fyrir dóm- stólum. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af málsóknum gegn fyrrverandi aðaleiganda ferðaþjón- ustusamstæðunnar. hordur@frettabladid.is kristinningi@frettabladid.is Greiddi búi Primera um 200 milljónir Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Primera Air tæpar 200 milljónir króna til að forðast málsóknir af hálfu búsins. Hann féll jafnframt frá milljarða kröfum sínum í búið. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvikum. Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera-samstæðunnar, en hann lýsti um tveggja milljarða kröfum í þrotabú flugfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hlutabréfagreinendur Lands-bankans líta miklar breyt-ingar á stjórnendateymi Sýnar jákvæðum augum. Þær séu nauðsynlegar í ljósi erfiðleika í rekstri fyrirtækisins. Á árinu hafa forstjóri, fjármálastjóri og sjö aðrir stjórnendur látið af störfum. Þetta kemur fram í nýju verðmati, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Sérfræðingar bankans horfa meðal annars til þess að nýir stjórnendur þekki vel til félagsins og þeirra markaða sem það starfi á. „Það á hins vegar eftir að koma í ljós hverjar verða áherslur nýrra stjórn- enda og hvernig þeir fara að því að snúa vörn í sókn,“ segir í greining- unni. Mikið verk sé fyrir höndum við að endurheimta viðskiptavini og halda tekjum og framlegð. Bent er á að verkefni tengd sam- einingu Vodafone við fjölmiðla 365 sé flestum lokið eða þau séu langt á veg komin og færeyska fjarskipta- félagið Hey hafi verið selt, sem sé af hinu góða því stjórnendur þurfi að einbeita sér að rekstrinum á Íslandi. Þetta ætti að auðvelda stjórnend- unum að beina sjónum að sam- keppninni á markaðnum. Í verðmati Landsbankans er talið að EBITDA Sýnar, það er hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, verði við miðju spábils stjórnenda fyrirtækisins, eða 6.138 milljónir króna. „Eftir ítrekaða ofspá fyrrver- andi stjórnenda á horfum félagsins teljum við að núverandi spá félags- ins fyrir 2019 hljóti að vera hófsöm,“ segja greinendurnir. Landsbankinn lækkaði verðmat sitt í 42,5 krónur á hlut á föstudag en markaðsgengið var 35,7 í gær- morgun. Bankinn birti síðasta verðmat í lok mars á síðasta ári sem hljóðaði upp á 77,8 krónur á hlut. Í verðmatinu er ekki gert ráð fyrir viðsnúningi í rekstri strax heldur er beðið eftir sýnilegum árangri í rekstri þar til reiknað er með veru- legum rekstrarbata. – hvj Fagna stjórnendabreytingum hjá Sýn ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélags- ins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríf lega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári. Hagnaður síðasta árs skýrist að mestu af áhrifum dótturfélaga fjár- festingafélagsins sem voru jákvæð um samanlagt 986 milljónir króna. Fjárfestingafélag Guðbjargar, sem fer meðal annars með 89 prósenta hlut í Ísfélagi Vestmannaeyja, átti eignir upp á 15,6 milljarða króna í lok síðasta árs en þar af er hluturinn í útgerðinni bókfærður á um 13,8 millj- arða króna. Í á r s r ei k n i ng nu m kemur auk þess fram að félagið hafi greitt móð- urfélaginu, Fram, 428 milljónir króna í arð á síðasta ári borið saman við 3,3 milljarða króna árið 2017. Auk hlutarins í Ísfélagi Vest- mannaeyja á fjárfestingafélagið einnig hlutabréf í meðal ann- ars Símanum og Tryggingamið- stöðinni en félagið komst fyrr á árinu í hóp stærstu hluthafa síðastnefnda félagsins með 1,33 prósenta hlut. Fyrir átti annað félag í eigu fjöl- skyldunnar, Kristinn, um 1,14 prósent í trygginga- félaginu en til viðbótar eiga félög Guðbjargar hlut í félaginu í gegnum fram- virka samninga hjá Íslandsbanka, eins og Markaðurinn hefur áður greint frá. – kij Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna 15,6 milljarðar króna var eigið fé ÍV fjárfestingafélags í lok síðasta árs. Heiðar Guðjónsson tók við sem for- stjóri Sýnar í apríl síðastliðnum. 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -E 7 5 C 2 3 3 2 -E 6 2 0 2 3 3 2 -E 4 E 4 2 3 3 2 -E 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.