Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 33
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
stjúpmóðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sigrún Rut Eyjólfsdóttir
Lerkidal 10, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja,
fimmtudaginn 6. júní. Útförin fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 14. júní kl. 13.
Úlfar Hermannsson
Eyjólfur Pálsson
Sigríður Stefanía Pálsdóttir Gunnar Hans Konráðsson
Eyþór Árni Úlfarsson
Helga Sigríður Úlfarsdóttir Helgi Kárason
Ólöf Marín Úlfarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir,
tengdamóðir, systir, amma og
langamma,
Herdís Tegeder
Hrauntúni 13,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Vestmannaeyjum laugardaginn 8. júní. Útförin fer fram frá
Landakirkju laugardaginn 15. júní klukkan 13.
Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er vinsamlegast bent á líknarfélög
í Vestmannaeyjum.
Hermann Kristján Jónsson
Sigurjón Hinrik Adólfsson Kristín Elfa Elíasdóttir
Gunnar Darri Adólfsson Svava Bjarnadóttir
Jón Steinar Adólfsson Júlía Elsa Friðriksdóttir
Edda Tegeder María Tegeder
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Helgi Þórarinsson
húsasmíðameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
föstudaginn 7. júní.
Útför verður auglýst síðar.
Sigríður Þorláksdóttir
Ólafur Helgason Linda Sunnanväder
Salína Helgadóttir Einar Long
Guðmundur Helgason Hildur Jósefsdóttir
Þröstur Helgason Gerður Jónsdóttir
Hermann Brynjólfsson Eygló Lilja Ásmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir, afi og langafi,
Stefán J. Richter
Delray Beach Florida,
lést sunnudaginn 9. júní.
Fyrir hönd fjölskyldu,
börn hins látna.
Ástkær sambýlismaður minn, bróðir
okkar og mágur,
Þorsteinn Guðnason
Eyjabakka 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum 2. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. júní kl. 15.00.
Ósk S. Árnadóttir
Magnús Guðnason Birte Nielsen
Bjarni Guðnason Elínbjörg Kristjánsdóttir
Kristín Guðnadóttir
Þórný Guðnadóttir Lúðvík I. Helgason
Ágúst Guðnason Drífa Dröfn Geirsdóttir
Gísli Guðnason
Halla Guðnadóttir Borgþór Hjörvarsson
Þórdís Guðnadóttir
og fjölskyldur.
Okkar ástkæri sonur, eiginmaður,
faðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
Jóhann Hafberg Óskarsson
Hábrekku 16,
Ólafsvík,
lést laugardaginn 8. júní. Útför hans
fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
laugardaginn 15. júní kl. 13.00.
Óskar Hafberg Þorgilsson
Gíslný Guðbjörnsdóttir
Ingibjörg E. Jóhannsdóttir Hannes Ingi Guðmundsson
Jóhanna Ósk Jóhannsdóttir Arnar Geir Sverrisson
Hansína Metta Jóhannsdóttir Kristján Ingi Sigurðsson
Halldóra Sif Jóhannsdóttir Sævar Þór Gíslason
Róbert Óskarsson Björg Elíasdóttir
Georg Óskarsson Elva Traustadóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ásta Kristjana Ólafsdóttir
frá Þórustöðum, Bitrufirði,
lést mánudaginn 3. júní á
Landspítalanum í faðmi ástvina.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 14. júní kl. 13.00.
Ólafur Friðmar Brynjólfsson Guðný Gunnarsdóttir
Danfríður Kristín Brynjólfsdóttir Guðmundur Þór
Ármannsson
Brynjólfur Bjarki Jensson Helga Kristín
Magnúsdóttir
Ingibjörg Jensdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri sonur,
eiginmaður og faðir,
Gísli Kristjánsson
Heimisson
verkfræðingur,
Hverafold 31, 112 Reykjavík,
lést fimmtudaginn 6. júní 2019.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
14. júní klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á minningarsjóð líknardeildar og Heimahlynningar
Landspítala, https://www.landspitali.is/um-landspitala/
stydjum-starfsemina/minningarkort/
María Gísladóttir
Þorgerður Ragnarsdóttir
María Gísladóttir
Grímur Gíslason
Ragnar Gíslason
Okkar ástkæra móðir,
Jakobína Kristín
Stefánsdóttir
Hjúkrunarheimilinu Hlíð,
lengst af búsett í Aðalstræti 8
á Akureyri,
lést 27. maí síðastliðinn.
Að ósk Jakobínu fór útför hennar fram í kyrrþey.
Fjölskyldan þakkar samúð og hlýjar kveðjur frá vinum
og ættingjum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Beykihlíðar
fyrir einstaka umönnun og gæsku til Bínu á undanförnum
árum. Hjartans þakkir til ykkar allra.
Anna Ringsted Stefán Guðlaugsson
Guðlaug Ringsted Gísli Sigurgeirsson
Sigurður Ringsted Bryndís Kristjánsdóttir
og aðrir laukar frá Bínu, stórir sem smáir.
Okkar ástkæra
Kristrún Inga Hannesdóttir
Suðurbyggð 21, Akureyri,
lést þann 8. júní umkringd ástvinum
á Landspítalanum við Hringbraut.
Jarðarförin fer fram í Akureyrarkirkju
mánudaginn 24. júní klukkan 13.30.
Innilegar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Gylfi Gunnarsson
Ingibjörg Ragnarsdóttir Axel B. Bragason
Albert Hannesson Ágústa Stefánsdóttir
Kolbrún Hannesdóttir Árni Grétar Árnason
Margrét Alma Hannesdóttir
Ingólfur Ragnar Axelsson
Bragi R. Axelsson
Andri, Atli, María, Bjarki og Emma
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Adam Þór Þorgeirsson
Háholti 5, Akranesi,
lést þann 5. júní á Sjúkrahúsi Akraness.
Útförin verður frá Akraneskirkju
miðvikudaginn 12. júní kl. 13.00.
Ólöf Erna Adamsdóttir Hreinn Haraldsson
Friðrik Adamsson Lise Dandanell
Auður Adamsdóttir Gunnlaugur V. Snævarr
Þorgeir Adamsson Hrönn Hilmarsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Hilmar Pálsson
fv. forstjóri
Brunabótafélags Íslands,
lést miðvikudaginn 5. júní.
Útför hans verður föstudaginn 14. júní klukkan 15
frá Vídalínskirkju í Garðabæ.
Hannes Hilmarsson Dóra Berglind Torfadóttir
Páll Hilmarsson Kolbrún Jónsdóttir
Björn Hilmarsson Guðrún Björk Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Frændi okkar,
Helgi Gunnar Þorkelsson
skrifstofumaður,
Barmahlíð 51, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 30. maí á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför hans fer fram föstudaginn
14. júní kl. 11 frá Háteigskirkju.
Sigríður Helga Þorsteinsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson
Þorsteinn Kári, Guðmundur Kristján og Friðgeir Ingi
Jónssynir,
Þorsteinn, Guðrún Ása og Friðgerður Ósk Jóhannsbörn,
Elva Dögg Gunnarsdóttir, Vagn Leví Sigurðsson
og fjölskyldur.
Það var þennan dag árið 1964 sem Nelson Mandela var
dæmdur í lífstíðarfangelsi. Var þessi heimsfrægi leiðtogi
baráttumanna gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku
dæmdur til slíkrar refsingar fyrir skemmdarverk. Mandela
var sakfelldur ásamt sjö öðrum, þar á meðal fyrrverandi
aðalritara hins bannaða Þjóðarráðs Afríku (ANC), en Mandela
var einmitt leiðtogi þess. Stóð fjöldi fólks fyrir utan dóms-
húsið þegar dómur var upp kveðinn og mikill viðbúnaður
lögreglu var á staðnum, en um leið og niðurstaða dómsins
varð ljós brutust út gríðarleg mótmæli. Reyndar voru mót-
mælin ekki staðbundin, því mótmælt var um allan heim.
Mandela sat inni í 27 ár, þar sem hann eyddi langmestum
tíma í þrælkunarvinnu í Robben Island-fangelsinu stutt frá
Höfðaborg. Árið 1990 var Mandela látinn laus úr fangelsinu
og fékk friðarverðlaun Nóbels ásamt F.W. de Klerk forseta
árið 1993. Mandela var svo sjálfur kosinn forseti Suður-Afríku
ári síðar, en þá áttu sér stað sögulegar kosningar, þar sem
bæði svartir og hvítir hlutu kjörgengi. Mandela var sumsé
fyrsti lýðræðislega kjörni forseti landsins. Mandela lét af
embætti árið 1999 og lést þann 5. desember árið 2013, þá 95
ára gamall.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 12 . J Ú N Í 19 6 4
Dómur féll yfir Nelson Mandela
T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
2
-E
C
4
C
2
3
3
2
-E
B
1
0
2
3
3
2
-E
9
D
4
2
3
3
2
-E
8
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K