Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 28
Undanfarin misseri hefur Samkeppnis-eftirlitið rannsakað samruna á smásölu-mörkuðum sem eiga það sameiginlegt að hafa meðal annars haft áhrif utan Reykjavíkur. Í fyrsta lagi var um að ræða fyrirhuguð kaup Haga á Lyfju sem voru ógilt. Í öðru lagi kaup N1 á Festi sem voru samþykkt með skilyrðum. Í þriðja lagi kaup Haga á Olís sem einnig voru samþykkt með skilyrðum. Í fjórða lagi fyrir- huguð kaup Lyfja og heilsu á eina keppinaut sínum í Mosfellsbæ sem voru ógilt. Í fimmta lagi kaup Samkaupa á Iceland-verslunum á höfuðborgarsvæðinu sem voru samþykkt án skilyrða og fyrirhug- uð kaup Samkaupa á Iceland-versl- unum á Suðurnesjum og Akureyri sem voru ógilt. Í tengslum við þessar rann- sóknir hefur Samkeppniseftirlitið meðal annars verið gagnrýnt fyrir að grípa inn í vegna áhrifa sam- runanna á afmörkuðum landfræði- legum mörkuðum og í sumum til- vikum gagnvart fyrirtækjum sem eru ekki markaðsráðandi. Gagn- rýnin gefur tilefni til að útskýra með hvaða hætti samkeppnisyfir- völd nálgast þessi atriði. Markaðir oft staðbundnir Við rannsókn á samrunum smásala horfir Samkeppniseftirlitið til þess á hvaða landfræðilega markaði, eða mörkuðum, þeir starfa. Er meðal annars lagt á það mat hvað neyt- endur eru tilbúnir að eyða miklum tíma í ferðalög milli verslana og hvort netverslanir séu raunhæfur valkostur. Við blasir að dagvöru- verslanir á Vesturlandi veita til að mynda  dagvöruverslunum á Austurlandi afar takmarkað sam- keppnislegt aðhald. Hið sama á við um apótek, veitingastaði, bakarí, fiskbúðir o.s.frv. Af því má ráða að smásölumarkaðir eru oft á tíðum, eðli síns vegna, afmarkaðir við til- tekin landsvæði. Fyrrgreindir samrunar hafa þannig verið taldir raska sam- keppni í smásölu dagvöru á Suður- landi, Suðurnesjum, Vesturlandi, Akureyri og í smásölu lyfja í Mos- fellsbæ. Í öllum þessum málum lágu til grundvallar ítarlegar greiningar á staðgöngu milli keppinauta, mismunandi tegunda verslana og svæða. Þetta er í takt við nálgun ann- arra samkeppnisyfirvalda. Fram- kvæmdastjórn ESB og bandarísk samkeppnisyfirvöld hafa almennt lagt til grundvallar að smásala lyfja afmarkist við mjög takmörkuð svæði sem samsvari 1,5 til 4 kíló- metra radíus frá staðsetningu lyfja- búða. Í nýrri ákvörðun breskra sam- keppnisyfirvalda vegna fyrirhugaðs samruna Asda og Sainsbury's var við afmörkun á landfræðilega markaðnum horft til verslana í allt að 15 mínútna aksturstíma frá versl- unum samrunaaðila. Stærðin hefur ekki úrslitaáhrif Við rannsókn á samrunum horfir Samkeppniseftirlitið ekki eingöngu til stærðar viðkomandi fyrirtækja á landsvísu heldur skipta þar höfuð- máli samkeppnisleg áhrif samrun- ans á viðkomandi markaði. Fyrir- tæki getur verið lítið á landsvísu en mjög sterkt á einstökum svæðum. Í þeim tilvikum er horft til áhrifa samrunans á samkeppni annars vegar á landsvísu og hins vegar á tilteknum landsvæðum sem mynda sérstaka landfræðilega markaði. Samruni Sainsbury's og Asda var ógiltur af breskum samkeppnis- yfirvöldum. Í því máli var saman- lögð hlutdeild fyrirtækjanna í dag- vörusölu um 29%. Þrátt fyrir það var samruninn talinn raska sam- keppni á 537 landfræðilega afmörk- uðum svæðum Í Bretlandi. Í tilviki kaupa Samkaupa á 14 verslunum af Baskó var samanlögð hlutdeild fyrirtækjanna á landsvísu á bilinu 20 til 25 prósent. Samruninn var talinn raska samkeppni á Akureyri og í Reykjanesbæ, þar sem tvær af fyrrgreindum 14 verslunum voru staðsettar, en ekki á höfuðborgar- svæðinu. Röskun líklegri úti á landi Ljóst er að samrunar á smásölu- mörkuðum geta haft áhrif á sam- keppni þrátt fyrir að fáir íbúar búi á viðkomandi svæði og viðkomandi fyrirtæki séu ekki markaðsráðandi. Raunar er líklegra að samkeppnis- leg vandamál komi upp á smásölu- mörkuðum á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er sú að á landsbyggðinni starfa að öllu jöfnu færri aðilar á samþjapp- aðri mörkuðum. Horfi samkeppnis- yfirvöld fram hjá samrunum sem raska samkeppni á fámennari stöðum mun það leiða til þess að þau svæði verða ósamkeppnishæf vegna hærra verðs en ella, minni gæða og verri þjónustu. Slík stefna samkeppnisyfirvalda væri óásætt- anleg og myndi skaða neytendur í dreifðari byggðum landsins. Samrunaeftirlit og landsbyggðin  Kínverjar vilja eignast ferðaskrifstofuna Thomas Cook Forsvarsmenn Thomas Cook, breska ferðaþjónusturisans sem glímir við háar skuldir og mikinn taprekstur, eiga nú í viðræðum við kínverska fjárfestingafélagið Fosun um sölu á ferðaskrifstofu og hótelrekstri samstæðunnar. Kínverjarnir eiga þegar fimmtungshlut í samstæðunni. Breska félagið þarf nauðsynlega að endurskipuleggja reksturinn og selja eignir til að eiga sér viðreisnar von að mati greinenda. NORDICPHOTOS/GETTY Valur Þráinsson aðalhagfræðing- ur Samkeppnis- eftirlitsins Orðræðan í kringum nýaf-staðna kjaradeilu var oft komin á furðulegar slóðir. Skemmst er þess að minnast þegar heildsölu- og framleiðslufyrirtækið ÍSAM boðaði verðhækkanir á öllum vörum í tölvupósti til viðskiptavina sinna, yrðu kjarasamningar sam- þykktir. Viðbrögð verkalýðshreyf- ingarinnar voru eftir bókinni. Einn forystumaður lýsti þessum verð- hækkunum sem „ógeðfelldum“ og annar sagðist ekki útiloka að félags- menn yrðu hvattir til að sniðganga vörur fyrirtækisins. Í augum þeirra voru verðhækkanir ÍSAM stríðs- yfirlýsing, eins og reyndar svo margt annað sem atvinnurekendur hafa tekið upp á undanfarin misseri. Formaður Ef lingar gengur hins vegar venjulega skrefinu lengra. Hún talaði um „ÍSAM auðvaldið“ og sagði þarna „afhjúpast afstaða þeirra sem í stjórnlausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört vald- ið“. Sami ískyggilegi undirtónninn í skrifum formannsins sem sér aðeins svarthvítt samfélag. Hið góða gegn hinu illa. Kúgaðir gegn kúgurum sínum. Verkalýðurinn gegn ÍSAM auðvaldinu. En arðránið virðist ekki ganga sem skyldi. Eins og Markaðurinn greindi frá í síðustu viku tapaði ÍSAM 662 milljónum króna á síðasta ári og eig- endur félagsins þurftu að leggja því til 800 milljónir króna. Tapið jókst um 310 milljónir króna á milli ára. Segja má að útgerðarfjölskyldan hafi greitt með hverri seldri baunadós og hverjum seldum kexpakka. Svona var nú staðan áður en skrifað var undir kjarasamninga sem fela í sér verulegar hækkanir á lægstu launum. Er stjórnlaus frekja að ætla að brúa risavaxið bil í rekstrinum með verð- hækkunum? Aðeins í huga þeirra sem eru helteknir af hugmynda- fræði stéttaátaka. ÍSAM getur ekki gert þeim til geðs með neinum hætti, nema kannski með því að hverfa af yfirborði jarðar og skilja eftir fram- leiðsluþættina fyrir verkafólkið. Heildsölurisanum var í raun refsað fyrir að gera það rétta í stöðunni, þ.e. að greina frá fyrirhuguðum verð- hækkunum í stað þess að fara leynt með áform sín uns samningarnir væru samþykktir. Viðsemjendur á vinnumarkaðinum höfðu þann- ig betri forsendur til að meta áhrif samninganna. Fleiri fyrirtæki mega fylgja fordæmi ÍSAM. Stjórnlaus frekja í bullandi taprekstri  Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Skotsilfur Hættir hjá Landsbankanum Steingrímur Helgason, for- stöðumaður fyrirtækjaráð- gjafar Lands- bankans, hefur hætt störfum hjá bankanum. Steingrímur, sem er hagfræðingur að mennt, lét af störfum í gær, þriðjudag, sam- kvæmt heimildum Markaðarins. Hann hafði unnið í Landsbankan- um samfleytt í 16 ár og þar af stýrt fyrirtækjaráðgjöf bankans frá árinu 2009. Þar áður starfaði Steingrímur hjá Búnaðarbanka og Kaupþingi. Gróðamaskína Kauphöllin er með nær órjúfanlegt samkeppnis- forskot og njóta hluthafar ávaxtanna af því. Arðsemi eigin fjár var um 50 prósent árið 2017 og hún greiðir rausnarleg laun. Fyrirtækið hefur því ljóslega hags- muni af því að sem flest félög séu skráð á hlutabréfamarkað. Engu að síður er hún oft flokkuð með Fjár- málaeftirlitinu og Seðlabankanum sem horfa ekki til arðsemisjónar- miða enda er um mikilvægan innvið að ræða. Það er vert að halda þeim hagsmunum til haga í umræðu um að Kauphöllin með Pál Harðarson forstjóra í stafni hafi meinað hluthöfum Heimavalla að skrá félagið af markaði. Ný stjórn GAMMA Andri Vilhjálmur Sigurðsson, einn eigenda Lög- manna Lækjar- götu, og Anna Rut Ágústsdóttir, forstöðumaður viðskiptatengsla Kviku banka, hafa tekið sæti í stjórn GAMMA Capital Manage- ment í kjölfar kaupa Kviku á verðbréfafyrirtækinu. Hlíf Sturlu- dóttir, sem hefur setið í stjórn GAMMA frá árinu 2013, þar af sem stjórnarformaður síðasta árið, mun áfram eiga þar sæti. Starf- semi GAMMA mun breytast tals- vert í kjölfar sameiningarinnar en í félaginu verða nú einkum reknir sjóðir sem fjárfesta í fasteignum og lóðum og öðrum sérhæfðum verkefnum. 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -E 2 6 C 2 3 3 2 -E 1 3 0 2 3 3 2 -D F F 4 2 3 3 2 -D E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.