Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 30
Það er fjarstæðukenndur
málflutningur
að halda því fram að
verið sé að vinna að
sæstreng með þessu.
Það er hlutverk stjórn-
valda að ákveða það.
Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar
Stjórnar-
maðurinn
11.06.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 12. júní 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Hagnaður Nova nam tæplega 1,2 milljörðum
króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum árs-
reikningi fjarskiptafélagsins, og dróst saman
um 19 prósent frá fyrra ári þegar hann var
um 1,5 milljarðar króna.
Tekjur Nova, sem er með um þriðjungs-
hlutdeild á íslenskum farsímamarkaði, voru
tæpir 9,9 milljarðar króna í fyrra og jukust
um liðlega tólf prósent frá árinu 2017 en þá
námu þær 8,8 milljörðum króna.
EBITDA fjarskiptafélagsins – af koma
fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var
jákvæð um 2,3 milljarða króna á síðasta
ári. Eigið fé félagsins var 4.287 milljónir
króna í lok síðasta árs og var eiginfjár-
hlutfallið á sama tíma 67 prósent.
Stjórn Nova leggur til að greiddur
verði 750 milljóna arður til móðurfélags-
ins sem er í jafnri eigu eignastýringar-
fyrirtækisins Pt Capital annars vegar og
Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfs-
sonar, og stjórnenda Nova hins vegar. – kij
Minni hagnaður hjá Nova í fyrra
Margrét
Tryggvadóttir,
forstjóri Nova
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Jafnlaunavottun
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun.
Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.
Sanngjörn laun fyrir
jafnverðmæt störf
2019
Með tilkomu internetsins hafa
ýmsir sjálfskipaðir spekúlantar
leyft sér að rýna í framtíðina.
Hefðbundnar verslanir eiga undir
högg að sækja, enda hægt að
nálgast nánast hvað sem er með
músarsmelli á netinu.
Ein hlið á þessu er sýnileg á gangi
um borgir. Verslunarhúsnæði sem
áður þótti eftirsóknarvert stendur
autt. Í nærumhverfinu nægir að
nefna horn Laugavegs og Skóla
vörðustígs, og Bankastrætið.
Úti í heimi er sama saga sögð.
Fyrirtæki sem áður voru blómleg
leika nauðvörn. Standa frammi
fyrir því að fækka verslunum eða
deyja út. Gamalgrónir risar eins
og House of Fraser og f leiri hafa
lotið í gras. Arcadia, sem er í eigu
Phillips Green og rekur meðal
annars Topshop, virðist á síðustu
metrunum.
Er skýringin virkilega svo ein
föld að fólk vilji einungis versla á
netinu í dag? Auðvitað ekki. Fólk
mun alltaf vilja upplifa verslun
á eigin skinni. Snerta og þefa af
vörunni. Sjá mann og annan.
Í því samhengi er athyglisvert að
skoða afdrif gömlu góðu bókar
innar. Fyrir fáum árum virtist allt
benda til þess að raf bækur myndu
ganga að bókabúðinni dauðri.
Hefðbundnir bóksalar börðust í
bökkum. Hinum rótgróna breska
bóksala Waterstones var bjargað
fyrir horn á elleftu stundu.
Þá urðu straumhvörf. Sala
hefðbundinna bóka tók að vaxa.
Hlutfall raf bóka hætti að vaxa.
Í Bretlandi hefur, frá 2015, orðið
lítilsháttar söluaukning á hefð
bundnum bókum á hverju ári.
Hlutfall raf bóka hefur verið fast í
tæplega fjórðungi heildarsölu.
Breskir bóksalar, með Water
stones í broddi fylkingar, virðast
hafa fundið hinn gullna meðalveg.
Bókabúðirnar eru á ný orðnar
samkomustaðir. Hver Water
stonesverslun er einstök. Áfanga
staður frekar en verslun. Aðrir
bóksalar hafa farið sömu leið.
Nú berast tíðindi af því að
Waterstones hafi keypt hina rót
grónu bandarísku keðju Barnes
& Noble. Flytja á breska módelið
vestur um haf.
Dæmið af Waterstones og bókinni
er góð fyrirmynd fyrir þá sem
berjast fyrir tilverurétti sínum í
breyttum heimi. Þróast eða deyja.
Þróast
eða deyja
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
2
-C
E
A
C
2
3
3
2
-C
D
7
0
2
3
3
2
-C
C
3
4
2
3
3
2
-C
A
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K