Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 30
Það er fjarstæðukenndur málflutningur að halda því fram að verið sé að vinna að sæstreng með þessu. Það er hlutverk stjórn- valda að ákveða það. Hörður Arnarson, for- stjóri Landsvirkjunar Stjórnar- maðurinn 11.06.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 12. júní 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Hagnaður Nova nam tæplega 1,2 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum árs- reikningi fjarskiptafélagsins, og dróst saman um 19 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 1,5 milljarðar króna. Tekjur Nova, sem er með um þriðjungs- hlutdeild á íslenskum farsímamarkaði, voru tæpir 9,9 milljarðar króna í fyrra og jukust um liðlega tólf prósent frá árinu 2017 en þá námu þær 8,8 milljörðum króna. EBITDA fjarskiptafélagsins – af koma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um 2,3 milljarða króna á síðasta ári. Eigið fé félagsins var 4.287 milljónir króna í lok síðasta árs og var eiginfjár- hlutfallið á sama tíma 67 prósent. Stjórn Nova leggur til að greiddur verði 750 milljóna arður til móðurfélags- ins sem er í jafnri eigu eignastýringar- fyrirtækisins Pt Capital annars vegar og Novator, félags Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, og stjórnenda Nova hins vegar. – kij Minni hagnaður hjá Nova í fyrra Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Jafnlaunavottun Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. Sanngjörn laun fyrir jafnverðmæt störf 2019 Með tilkomu internetsins hafa ýmsir sjálfskipaðir spekúlantar leyft sér að rýna í framtíðina. Hefðbundnar verslanir eiga undir högg að sækja, enda hægt að nálgast nánast hvað sem er með músarsmelli á netinu. Ein hlið á þessu er sýnileg á gangi um borgir. Verslunarhúsnæði sem áður þótti eftirsóknarvert stendur autt. Í nærumhverfinu nægir að nefna horn Laugavegs og Skóla­ vörðustígs, og Bankastrætið. Úti í heimi er sama saga sögð. Fyrirtæki sem áður voru blómleg leika nauðvörn. Standa frammi fyrir því að fækka verslunum eða deyja út. Gamalgrónir risar eins og House of Fraser og f leiri hafa lotið í gras. Arcadia, sem er í eigu Phillips Green og rekur meðal annars Topshop, virðist á síðustu metrunum. Er skýringin virkilega svo ein­ föld að fólk vilji einungis versla á netinu í dag? Auðvitað ekki. Fólk mun alltaf vilja upplifa verslun á eigin skinni. Snerta og þefa af vörunni. Sjá mann og annan. Í því samhengi er athyglisvert að skoða afdrif gömlu góðu bókar­ innar. Fyrir fáum árum virtist allt benda til þess að raf bækur myndu ganga að bókabúðinni dauðri. Hefðbundnir bóksalar börðust í bökkum. Hinum rótgróna breska bóksala Waterstones var bjargað fyrir horn á elleftu stundu. Þá urðu straumhvörf. Sala hefðbundinna bóka tók að vaxa. Hlutfall raf bóka hætti að vaxa. Í Bretlandi hefur, frá 2015, orðið lítilsháttar söluaukning á hefð­ bundnum bókum á hverju ári. Hlutfall raf bóka hefur verið fast í tæplega fjórðungi heildarsölu. Breskir bóksalar, með Water­ stones í broddi fylkingar, virðast hafa fundið hinn gullna meðalveg. Bókabúðirnar eru á ný orðnar samkomustaðir. Hver Water­ stones­verslun er einstök. Áfanga­ staður frekar en verslun. Aðrir bóksalar hafa farið sömu leið. Nú berast tíðindi af því að Waterstones hafi keypt hina rót­ grónu bandarísku keðju Barnes & Noble. Flytja á breska módelið vestur um haf. Dæmið af Waterstones og bókinni er góð fyrirmynd fyrir þá sem berjast fyrir tilverurétti sínum í breyttum heimi. Þróast eða deyja. Þróast eða deyja 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -C E A C 2 3 3 2 -C D 7 0 2 3 3 2 -C C 3 4 2 3 3 2 -C A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.