Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 2
Ég ætla ekki að
biðja neinn að
leggja í einhverja harðsvír-
aða náunga sem virða fólk
kannski ekki mikils.
Ólafur E.
Jóhannsson,
formaður
Elliðaárnefndar
Stangaveiðifélags
Reykjavíkur
Veður
Norðvestan 3-10 m/s. Þokubakkar
við vesturströndina, annars bjart
veður. Hiti víða 13 til 23 stig, hlýjast
á S-landi. Þykknar upp á NA-verðu
landinu síðdegis, dálítil rigning þar
í kvöld. SJÁ SÍÐU 14
Kátir krakkar plokka á Kópavogstúni
Þriðji plokkdagur Vinnuskóla Kópavogs var í gær. Auk 450 starfsmanna Vinnuskólans, bæjarstjórans og fulltrúa Landverndar mætti fjöldi grunn-
skólakrakka. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að sneiða hjá einnota plasti og skólinn stuðlar að vistvænum innkaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fólkið sem lést í f lugslysinu við
Múlakot að kvöldi hvítasunnu-
dags voru hjónin Ellen Dahl
Wessman og Ægir Ib Wessman og
sonur þeirra Jón Emil Wess man.
Ellen var fædd árið 1964, Ægir Ib
árið 1963 og Jón Emil var fæddur
árið 1998.
Líðan þeirra tveggja sem kom-
ust lífs af er f lugvélin hrapaði
skammt frá brautarenda er enn
sögð vera stöðug. Þau liggja mikið
slösuð á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Er þar um að ræða 24 ára gamlan
son Ellenar og Ægis og 19 ára
unnustu Jóns Emils.
Tildrög slyssins er nú til rann-
sóknar hjá lögreglunni á Suður-
landi og rannsóknarnefnd sam-
gönguslysa.
Þau létust við Múlakot
Ellen Dahl Wessman, Jón Emil Wessman og Ægir Ib Wessman.
LÖGREGLUMÁL „Þetta er venju
fremur mikið núna,“ segir Ólafur
E. Jóhannsson, formaður Elliðaár-
nefndar Stangaveiðifélags Reykja-
víkur, um öldu veiðiþjófnaðar í
ánum.
Stangaveiðifélagsmenn hafa und-
anfarna daga ráðið ráðum sínum
vegna þessarar veiðiþjófnaðar-
bylgju í Elliðaánum og í hádeginu
í gær var ákveðið að herða eftirlit.
„Það felst í því að eftirlitsferðum
með ánum verður fjölgað og lög-
regla kölluð til þegar upp kemst um
ólöglegt athæfi. Þá verða öll veiði-
brot – hverju nafni sem þau nefnast
– kærð til lögreglu,“ segir í tilkynn-
ingu sem Ólafur sendi frá sér.
Á síðustu dögum hefur meðal
annars sést til veiðiþjófa í Höfuð-
hyl, efsta veiðistað Elliðaáa, og í
Sjávarfossi, einum neðsta og lang-
gjöfulasta veiðistað árinnar. Í gær
voru menn síðan við veiðar neðan
árinnar sjálfrar; á göngubrúnni yst
á Geirsnefi.
„Það er bannað að veiða lax í sjó
og það er einfaldlega brot á lands-
lögum,“ undirstrikar Ólafur.
Að sögn Ólafs reyna veiðiþjóf-
arnir helst fyrir sér þar sem vegur
liggur nálægt ánum. „Þá stökkva
menn út og gera einhvern usla og
geta verið fljótir að forða sér,“ segir
hann. Veiðiþjófarnir noti iðulega tól
sem eru ekki leyfð við veiðar í Ell-
iðaánum. „Menn eru ekki að fylgja
veiðireglum. Við höfum verið að
taka stóra spúna og alls konar dót
þegar verið er að hreinsa árnar.“
Í Facebook-hópi um Elliðaárnar
hafa sumir stungið upp á því að þeir
sem verða varir við veiðiþjófa fram-
kvæmi borgaralega handtöku og
hirði veiðistangir þjófanna og jafn-
vel brjóti þær. Aðspurður kveðst
Allt eftirlit hert vegna
veiðiþjófa við Elliðaár
Mikill veiðiþjófnaður í Elliðaánum varð til þess að eftirlit með ánum er hert
og boðað að hvert slíkt tilvik verði kært til lögreglu. Formaður árnefndar
mælir ekki með að almenningur reyni að handsama veiðiþjófa á eigin spýtur.
Spígsporað með veiðistöng á brúnni við Geirsnef. MYND/ÓLAFUR JÓHANNSSON
Ólafur ekki mæla með slíku. „Ég
ætla ekki að biðja neinn að leggja í
einhverja harðsvíraða náunga sem
virða fólk kannski ekki mikils,“
segir hann. Verði mann varir við
eitthvað misjafnt séu þeir beðnir að
hafa samband við veiðiverði.
Ólafur segir að nú verði eftirlits-
ferðum með ánum fjölgað. Megi
eiga von á þeim á hvaða tíma sem
er. „Aukin harka felst í því að nú
verður hvert veiðibrot sem upp
kemst kært til lögreglunnar,“ segir
hann. Stangaveiðifélagið muni taka
málið upp við lögregluna.
„Það verður óskað eftir því að
lögreglan sinni þessum útköllum
hraðar og betur en gert hefur verið.
Við ætlum að kæra hvert einstakt
tilvik til lögreglunnar.“
gar@frettabladid.is
SAMFÉLAG Alls heimsóttu 26 þús-
und manns Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn í maí. Aðeins hafa
einu sinni f leiri sótt garðinn í
maímánuði, en það var sama ár og
garðurinn var opnaður, árið 1990.
Til samanburðar má þess geta að í
maí í fyrra voru gestir aðeins 13 þús-
und og var það versti maímánuður
garðsins frá upphafi.
„Maí var annar aðsóknarmesti
maímánuðurinn frá upphafi og
júní fer mjög vel af stað,“ segir Logi
Sigurfinnsson, forstöðumaður Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins.
Hann segir að hann búist fastlega
við því, ef veður verður áfram gott,
að aðsóknin haldist góð.
– la
Metaðsókn í
Húsdýragarðinn
1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
2
-C
9
B
C
2
3
3
2
-C
8
8
0
2
3
3
2
-C
7
4
4
2
3
3
2
-C
6
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K