Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Þetta fólk á
ekki nein
sérstaklega
góð ár heldur
endalausa
röð af mögr-
um árum.
Niðurskurð-
ur VG,
Framsóknar
og Sjálf-
stæðisfólks á
Alþingi á
fyrirhug-
uðum
fjárveiting-
um til að
bregðast við
breyttum
aðstæðum í
hagkerfinu er
einna mestur
gagnvart
öryrkjum.
Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnar-innar á fjármálaáætlun sinni.
1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka sam-
anlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið
kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir
rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og
Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til
að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna
mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík.
2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun
samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4
milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármála-
áætluninni. Framtíðin fær þarna högg.
3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð
samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjár-
málaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að
segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingar-
peningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“.
4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heild-
arframlögum frá 2019 til 2024.
5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun
samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsu-
gæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun
næstu 5 árin.
6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum
sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar.
7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt
næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir.
Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau
um 17% næstu fimm árin.
Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin
eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun banka-
skatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjár-
magnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum.
Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breyting-
artillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða
þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jak-
obsdóttur?“
Svört hvítasunna
ÚTILJÓSADAGAR
Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | Sími: 585 2888
afsláttur á völdum
útiljósum
50%
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp
úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og
horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu. Draumurinn
var ráðinn á þann veg að eftir sjö ára góðæri kæmi
sjö ára alvarleg niðursveif la. Skilaboð sögunnar eru
þau að til að gera erfiðu árin ögn bærilegri eigi að
sýna ráðdeild á uppgangstímum og leggja til hliðar
fyrir mögru árin.
Íslendingar voru undraf ljótir að jafna sig á efna-
hagshruni og hafa undanfarin ár búið við mikið
góðæri. Í óhóf legri bjartsýni hafa einhverjir þeirra
lifað eins og góðærið myndi vara alla tíð og virðist
brugðið þegar í ljós kemur að svo muni ekki verða.
Samdráttur setur þá úr jafnvægi og fyrir bregður
ólundarsvip við tilhugsunina um að gróðinn verði
minni en áður. Þetta á sérstaklega við í ferðaþjón-
ustunni. Þegar gróskan var þar hvað mest var veinað
yfir hugmyndum um að ferðaþjónustan greiddi sitt
til samfélagsins í formi skatta. Ferðaþjónustan var
sögð ofurviðkvæm grein sem ætti að njóta alls kyns
fríðinda. Á þessu var tekið mark og ferðaþjónustan
hefur ekki verið skattlögð eins og ástæða er til. Hún
hefur hvað eftir annað verið staðin að okri en rekur
upp skaðræðisvein ef einhverjir gera athugasemdir
við það. Græðgishugsun hefur verið í forgrunni en
fyrirhyggju ekki gætt að sama skapi.
Þetta á ekki einungis við í ferðaþjónustu þótt hún
sé hér tekin sem dæmi. Hið sama á við ýmsa aðra,
eins og til dæmis fjárfesta og aðra peningagutta sem
vilja planta sem f lestum lúxusíbúðum og lúxushót-
elum út um allar trissur, ekki síst í miðbæ Reykja-
víkur, og gera sjálf krafa ráð fyrir að anna ekki
eftirspurn. Þar á bæ var gengið út frá því að góðu
árin séu komin til að vera. Nú blasir samdráttur
við og erfitt er að sjá fyrir sér að lúxushúsnæðið
fyllist. Það mun standa á sínum stað, sem eins konar
minnismerki um of látungshátt og veruleikafirr-
ingu. Nokkuð sem íslenskur almenningur sá ótal
dæmi um á árunum fyrir hrun og hélt að myndi ekki
endurtaka sig í bráð.
Þrátt fyrir samdrátt og niðursveif lu munu
Íslendingar áfram búa við velsæld þótt hún verði
ekki jafn mikil og síðustu ár. Einu einstaklingarnir
sem hafa raunverulega ástæðu til að kvarta eru
öryrkjar og það launafólk sem býr við lægstu launin
og nær engan veginn endum saman. Lítt er hugað
að þessum hópi, stundum er eins og viðhorfið sé að
hann hafi kallað þetta hlutskipti yfir sig og verði að
vinna sig út úr því á eigin spýtur. Það er hægara sagt
en gert í þjóðfélagi þar sem fólk á leigumarkaði er
fast í vítahring. Megnið af tekjunum fer í svívirði-
lega háa húsaleigu og ekkert er afgangs til að leggja
fyrir. Þetta fólk á ekki nein sérstaklega góð ár heldur
endalausa röð af mögrum árum þar sem það reynir
að skrimta. Það á að setja hag þessa fólks í forgang,
ekki hag þeirra sem vilja græða sem mest.
Mögru árin
Ágúst Ólafur
Ágústsson
þingmaður
Samfylkingar-
innar
Blátt bann
Þjóðernishyggjan virðist hafa
heltekið fótboltaæsta Tyrki. Allt
sem Íslendingar gera er ómögu
legt. Við megum ekki stoppa
landslið þeirra á flugvellinum,
róta í töskum né hrista vega
bréf þeirra. Svo má alls ekki
leyfa Belga að veifa framan í þá
uppþvottabursta. Utanríkisráð
herrar landanna ræddu saman
í gær til að bera klæði á vopnin.
Fyrrverandi utanríkisráðherra,
Össur Skarphéðinsson, vildi
ganga lengra. Á Fésbók hvatti
hann landsmenn til að mæta með
uppþvottabursta á völlinn. KSÍ
lagði hins vegar blátt bann við
slíku kynþáttaníði og hirti þá af
sniðugum áhangendum.
Hringt í Jens
Íslendingar tóku mun betur á
móti Jens Stoltenberg, fram
kvæmdastjóra NATO, en
Tyrkjum. Fékk hann að ferðast
hindrunarlaust um götur
borgarinnar í lögreglufylgd. Eitt
það helsta sem hrjáir íslenska
stjórnmála og umræðuhefð
er tregðan til að setja sig í spor
annarra. Því getur það ekki verið
auðvelt fyrir forsætisráðherra
að dekra við samtök sem hún
er beinlínis á móti. Hún hefur
sagt NATO hluta af málamiðlun
ríkisstjórnarflokkanna. Jens og
Katrín hafa vissulega hist áður,
en í þetta skiptið var það Katrín
sem bauð. Það getur ekki hafa
verið auðvelt að hringja í Jens.
arib@frettabladid.is
1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
2
-E
C
4
C
2
3
3
2
-E
B
1
0
2
3
3
2
-E
9
D
4
2
3
3
2
-E
8
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K