Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Bókhaldsstofan 3 Skref er í eigu systranna Ingibjargar Þorsteinsdóttur viðskipta- fræðings og Kötlu Þorsteins- dóttur lögfræðings. Báðar búa þær yfir áratugareynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja, bæði á almenna vinnumarkaðinum og hjá hinu opinbera. 3 Skref sinnir bókhaldsþjónustu fyrir allar stærðir og gerðir fyrir- tækja. Meðal verkefna er bókun reikninga, launavinnsla, afstemm- ingar, rekstrarskýrslu- og ársreikn- ingagerð og skil á virðisaukaskatti. Stofan sér einnig um skattframtöl fyrir einstaklinga og lögaðila og sér um stofnsamninga og skjala- gerð þegar kemur að stofnun fyrirtækja og annarra félaga. Auk þess gerir stofan eignaskiptayfir- lýsingar og skráningartöflur fyrir fjölbýlishús. Auk systranna Ingibjargar og Kötlu starfa fjórir bókarar hjá fyrirtækinu, þær Agnes, Gulla, Diljá og Kolfinna. Allar leggja þær sig fram um að veita fyrirtaks þjónustu. Pappírslaust bókhald Ingibjörg og Katla segjast stöðugt vera að leita leiða til að finna hag- ræðingu fyrir viðskiptavini sína og auka gagnsæi í bókhaldinu. Í liðinni viku skrifuðu þær undir samning við Svar ehf. um að taka upp Uniconta bókhaldskerfið. „Þetta er byltingarkennt forrit sem er svar við þeirri kröfu að gera bókhaldið algjörlega pappírslaust í framtíðinni,“ segir Ingibjörg. Uniconta er forrit sem virkar þannig að allir reikningar koma fram með rafrænum hætti. Ýmist með PDF- eða XML-skjölum eða einfaldlega ljósmynd. „Viðskiptavinurinn getur sett upp app í símanum sínum og ein- faldlega tekið mynd af strimlinum og sent hann til okkar gegnum appið,“ segir Katla. „Þetta er mjög þægilegt fyrir viðskiptavininn. Segjum sem svo að hann fari í byggingavöru- verslun og kaupi eitthvað fyrir fyrirtækið sitt. Áður þurfti hann að koma reikningnum til okkar. Núna er hægt að taka ljósmynd af strimlinum í búðinni, senda hana gegnum appið og reikningurinn er kominn inn í kerfið.“ Þær systur segja að Uniconta bókhaldskerfið sé mikil hagræð- ing fyrir kúnnann auk þess sem það er umhverfisvænt sem hefur verið leiðarljós hjá fyrirtækinu. „Þetta kerfi er mjög aðgengi- legt fyrir viðskiptavininn. Hvort sem hann notar það í appinu eða í tölvu. Hann fær betri yfirsýn yfir eigin rekstur og getur fylgst mjög vel með stöðu bókhaldsins í raun- tíma,“ segir Ingibjörg. „Innleiðing Uniconta bókhalds- kerfisins mun spara gríðarlegan tíma við bókhaldsvinnuna. Þetta er bara framtíðin í dag, það er allt í skýjum og öppum, það er fram- tíðin að losna við allan þennan svakalega pappír.“ Katla segir að innleiðingarferlið muni taka einhvern tíma. Hingað til hafa þær unnið í DK og Navision en smám saman munu þær færa viðskiptavinina úr þeim kerfum yfir í Uniconta. „Fyrir stærri fyrir- tæki með flóknara bókhald mun ferlið taka lengri tíma. En það er klárlega framtíðin samt sem áður.“ Hagræðing að útvista bókhaldinu Einn markhópur fyrirtækisins eru lítil fyrirtæki af þeirri stærðar- gráðu að starf bókhaldara er kannski ekki nema 70-80%. „Í þeim tilvikum er það klárlega hag- ræðing fyrir fyrirtækin að útvista bókhaldinu til fyrirtækis eins og okkar sem er með þetta rafrænt, það er svo mikill tímasparnaður,“ segir Ingibjörg. Ásamt því að sinna bókhalds- þjónustu gerir fyrirtækið 3 Skref skráningartöflur og eignaskipta- yfirlýsingar. Skráningartafla inniheldur upplýsingar um stærðir allra rýma byggingar, eignateng- ingar og aðrar grundvallarupplýs- ingar. Skráningartöflu þarf að gera fyrir nýbyggingar, endurbyggingar og breytingar á byggingum. Í eignaskiptayfirlýsingu kemur fram hvernig eign, mannvirki eða lóð, er skipt á milli eigenda ásamt því hvort um sé að ræða séreign, sameign sumra eða sameign allra. Eignaskiptayfirlýsing á að vera til fyrir öll fjöleignarhús og tilheyr- andi lóðir. „Við erum að vinna skráningar- töf lur og eignaskiptayfirlýsingar bæði fyrir nýbyggingar og eldri hús,“ segir Ingibjörg. „Sumir koma til okkar og láta gera eignaskipta- yfirlýsingu fyrir gömul hús af því lögin voru sett eftir að húsin voru byggð. Þá er kannski einhver í húsinu að f lytja og verið er að gera yfirlýsingu vegna þess. Eins þarf að gera nýja eignaskiptayfir- lýsingu og skráningartöf lu ef fólk er til dæmis að bæta við svölum á eina íbúð í fjölbýlishúsi. Allar breytingar við hús hafa áhrif á hvernig það skiptist á milli eigenda.“ Ingibjörg segir að 3 Skref sé ung bókhaldsstofa. Hún hafi starfað í núverandi mynd í þrjú ár. Styrk- leiki fyrirtækisins að hennar mati er sá að þær eru ekki hræddar við nýjungar. „Okkur finnst þær bara spennandi.“ Áður þurfti að koma reikningn- um til okkar. Núna er hægt að taka ljósmynd af strimlinum í búðinni, senda hana gegnum appið og reikningurinn er kominn inn í kerfið. Framhald af forsíðu ➛ Katla og Ingibjörg hjá 3 Skrefum eru óhræddar við nýjungar. Uniconta kerfið er liður í að gera bókhaldið pappírslaust. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Auk systranna Ingibjargar og Kötlu starfa fjórir bókarar hjá fyrirtækinu, þær Agnes, Gulla, Diljá og Kolfinna. 2 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RBÓKHALD, REKSTUR OG RÁÐGJÖF 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 2 -E 2 6 C 2 3 3 2 -E 1 3 0 2 3 3 2 -D F F 4 2 3 3 2 -D E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.