Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 32
Jón Gunnar Skúlason verkfræðingur, lést 7. júní á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin verður auglýst síðar. Hildigunnur Ólafsdóttir Marta María Jónsdóttir Jóakim Uni Arnaldarson Okkar ástkæri Jakob Gísli Þórhallsson lést þriðjudaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.00. Fríða Kristbjörg Hjálmarsdóttir Ingi Þór Jakobsson Hanna Birna Jóhannesdóttir Hreinn Jakobsson Aðalheiður Ásgrímsdóttir Þórhallur Jakobsson Stefanía Bergmann Magnúsdóttir barnabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gerður Guðjónsdóttir Ártúni 7, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 14. júní kl. 13.00. Jónína Sigurjónsdóttir Sæmundur Bjarni Ingibjartsson Jón Garðar Sigurjónsson Ólöf Rún Tryggvadóttir Ævar Smári Sigurjónsson Kristín Bjarnadóttir Sigurður Ellert Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Guðríður (Rúrí) Karlsdóttir Mosabarði 8, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 9. júní. Útför verður auglýst síðar. Árni Rosenkjær Karl Rosenkjær Guðrún Hildur Rosenkjær Ágústa Ýr Rosenkjær Guðný Birna Rosenkjær tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hljómsveitin Sigur Rós var stofnuð árið 1994. Þá voru þrír í henni, Ágúst Ævar Gunnarsson, Georg Holm og Jón Þórir Birgisson. Sveitin var skírð í höfuðið á nýfæddri systur Jónsa. Þetta segir Google. En ég er með Georg, oft nefnda Gogga, á línunni og spyr hvernig allt hafi byrjað. „Við Ágúst vorum nágrannar og æskuvinir hér í Reykjavík en Jónsi er úr Mosfells- bænum. Það er útbreiddur misskiln- ingur að við séum allir úr Mosó. „Fyrsta æfingin okkar, án þess að heita eitthvað sem hljómsveit, var undir verksmiðju við Skútuvoginn. Við Gústi byrjuðum þar og svo bættist Jónsi við.“ Sigur Rós er ein þekktasta hljómsveit Íslands á heimsvísu. En fyrsta giggið lofaði ekki góðu, að sögn Gogga. „Við komum fram á skemmtun í Mosfells- bænum, spiluðum tvö eða þrjú lög og gekk alveg hræðilega. Ákváðum samt að þrauka og halda samstarfinu áfram því okkur fannst við betri en þetta.“ Byrjunin var sem sagt ekkert ágæt þó að titill þriðju plötu sveitarinnar gefi það í skyn. Áður en undirbúningur hennar hófst bættist Kjartan Sveinsson í hópinn. Eftir upptökurnar hætti Ágúst og í stað hans kom Orri Páll Dýrason. Platan kom út árið 1999 og í kvöld hefst hlustunarpartí í Gamla bíói klukkan 21 í tilefni tvítugsafmælis hennar. Það er opið almenningi meðan húsrúm leyfir. Georg segir þá félaga hafa tekið nokkur ár í að æfa. „Eftir þessa uppá- komu í Mosfellsbænum spiluðum við ekkert opinberlega í tvö til þrjú ár. Vorum bæði í vinnu og skóla en nýttum hverja mínútu sem við höfðum lausa í að hittast, æfa og semja. Okkur fannst það gaman og það var tilgangurinn með þessu öllu. En eftir útkomu Ágætis byrj- unar byrjaði boltinn að rúlla. Reyndar spiluðum við ekkert um tíma heldur vorum á einhverjum lögfræðibuxum að semja við plötufyrirtæki erlendis og lesa samninga, frekar leiðinlegt,“ rifjar Georg upp. „En svo tók við þriggja ára stans- laust tónleikaferðalag. Við byrjuðum í Bretlandi og fórum víðar um Evrópu. Bandaríkin komu inn seinna – en þau komu og hættu ekkert.“ Georg kveðst ekki 100% klár á því í hversu mörgum eintökum Ágætis byrjun hefur selst. „En ég held það sé pínu slatta yfir milljón, á heimsvísu – ekki bara á Íslandi! Síðast þegar ég vissi var Takk … söluhæsta platan okkar, ef ég á að skjóta á eitthvað þá er hún í einni og hálfri milljón. Held að f lestar séu í kringum það en ekki allar.“ Þeir fylgdu sem sagt vel eftir þessari ágætis byrjun. „Það var eiginlega ekki um neitt annað að ræða. Við höfðum strax sterka tilfinningu fyrir plötunni þegar við vorum að vinna hana og fólk sýndi henni líka mikinn áhuga. Þegar við byrjuðum að túra með hana voru liðin tvö ár frá því hún kom út á Íslandi, hún kom út árið 2000 í Bretlandi og 2001 í Bandaríkjunum. Þá vorum við dálítið farnir að spila önnur lög sem enduðu svo á næstu plötu. Fólki fannst það kannski svolítið skrítið en við vorum þá eigin- lega komnir með leiða á sumum lög- unum á Ágætis byrjun.“ gun@frettabladid.is Ágætis byrjun orðin tvítug Sigur Rós býður almenningi í hlustunarpartí í Gamla bíói í kvöld til að fagna tuttugu ára afmæli plötunnar Ágætis byrjun. Georg Holm fer í huganum aftur til fortíðar. Febrúar 1995. Upphaflega sveitin. Jón Þór Birgisson (Jónsi), Georg Holm og Ágúst Ævar Gunnarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Maí 2002. Orri Dýrason, Jón Þór Birgisson (Jónsi), Kjartan Sveinsson og Georg Holm. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Úr Degi 20. ágúst 2000 1911 Melavöllurinn í Reykjavík er vígður. 1913 Áhöfn dansks varðskips tekur bláhvítan fána af báti á Reykjavíkurhöfn. Þessi atburður ýtir mjög undir kröfur um íslenskan fána. 1923 Kaþólska kirkjan á Íslandi er endurreist með stofnun biskupsdæmis Reykjavíkur. 1926 Kristján 10. kemur í heimsókn til Íslands ásamt Alexandrínu drottningu og fylgdarliði. Þau fara hringferð um landið. 1974 Jarðskjálfti upp á 6,3 stig verður í Borgarfirði. Það er sterkasti kippurinn í tveggja mánaða jarðskjálftahrinu. 1982 Um 750.000 manns mæta í Central Park í New York-borg til að mótmæla kjarnavopnum. Meðal tón- listarmanna sem koma fram eru Jackson Browne, James Taylor, Bruce Springsteen og Linda Ronstadt. 1987 Arkitektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hljóta fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ráðhúss fyrir Reykjavík. 1987 Ronald Reagan heldur fræga ræðu í Vestur-Berlín þar sem hann segir meðal annars „Herra Gorbatsjev, rífðu þennan vegg niður“. 2014 Heimsmeistarakeppni í knattspyrnu karla hefst í Brasilíu. Merkisatburðir 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -D D 7 C 2 3 3 2 -D C 4 0 2 3 3 2 -D B 0 4 2 3 3 2 -D 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.