Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 26
Nám:
Rekstrarverkfræðingur frá Duke-
háskóla í Norður-Karólínu og MCF
í fjármálum fyrirtækja frá Háskól-
anum í Reykjavík.
Störf:
Aðstoðarmaður bankastjóra
Landsbankans frá árinu 2017, verk-
efnastjóri hjá bankanum í stefnu-
miðuðum verkefnum á árunum
2012-2017 og í áhættustýringu
bankans á árunum 2011-2012.
Fjölskylduhagir:
Einhleyp.
Svipmynd
Nanna Kristín Tryggvadóttir
Alltaf með nokkrar bækur við höndina
Sterkt og gott
samband
Nánar á vodafone.is/fyrirtaeki
Ekkert mál hjá
Vodafone
Það skiptir okkur máli að vera í góðu
sambandi 24 tíma sólarhringsins.
Ég þarf bara að biðja um það sem
þarf og Vodafone sér um restina.
Nanna Kristín Tryggvadóttir segir að það sé undir bönkunum komið að bregðast við, móta og breyta starfseminni til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Na n n a K r i s t í n T r y g g v a d ó t t i r hefur starfað hjá Landsbankanum í átta ár. Hún lærði m e ð a l a n n a r s
rekstrarverkfræði í Duke-háskóla
og hefur undanfarin tvö ár verið
aðstoðarmaður Lilju Bjarkar Ein-
arsdóttur bankastjóra.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Hún er alveg alls konar og fer
svolítið eftir plönum hvers dags.
Ég byrja undantekningarlaust
alla daga á því að fara yfir fréttir,
svona á meðan ég nudda stírurnar
úr augunum. Bestu morgnarnir eru
svo alltaf þegar ég næ að komast á
æfingu. Ekki hægt að byrja daginn
betur.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég er mikil áhugamanneskja um
golf, bæði að spila það og horfa á.
Ég gef mér þó alltof sjaldan tíma til
að sinna því almennilega. Góðar
bækur eru svo annað áhugamál
en ég veit fátt notalegra en að
koma mér vel fyrir með góða bók.
Síðan þykir mér ótrúlega gaman
að bardúsa eitthvað í eldhúsinu
og slaka örugglega hvergi jafn vel á.
Skemmtilegast þykir mér þó alltaf
að vera með vinum og fjölskyldu
og reyni því að gera mikið af því.
Hvaða bók ertu að lesa eða last
síðast?
Ég er ein af þeim sem eru alltaf
með nokkrar bækur í gangi í einu.
Þessa stundina er ég að lesa um ris
og fall f lugfélagsins WOW air. Þótt
höfundur bókarinnar og stofnandi
félagsins séu ekki á einu máli um
hvernig hlutirnir voru nákvæm-
lega þá er sagan og stóra myndin
engu að síður mjög áhugaverð.
Hin bókin sem ég er að lesa þessa
stundina er Síðasta stúlkan, saga
Nadiu Murad sem hlaut friðar-
verðlaun Nóbels árið 2018. Ótrú-
lega átakanleg saga um stúlku sem
er tekin í þrældóm af ISIS og hvern-
ig hún sleppur úr klóm þeirra. Eins
erfitt og það getur verið að lesa
um átakanlegar raunir fólks um
víða veröld þá minnir saga Nadiu
mann jafnframt á það hversu ótrú-
lega heppin við erum sem byggjum
þetta land.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrarumhverfinu?
Það hafa miklar breytingar
orðið á rekstrarumhverfi banka
undanfarið og ég held að það sjái
ekki fyrir endann á þeim í bráð.
Á síðustu árum hefur banka-
þjónusta færst úr því að vera þess
eðlis að viðskiptavinir þurfi að
gera sér ferð í bankann sinn til
að sinna sínum erindum og yfir í
það að viðskiptavinir afgreiða sig
sjálfir í appi eða netbanka þegar
þeim hentar. Nýjasta dæmið er
svo auðvitað Apple Pay sem við-
skiptavinir Landsbankans hafa
tekið alveg gríðarlega vel í og sýnir
hvað við erum almennt tilbúin að
tileinka okkur nýjar og þægilegar
lausnir. Sjálf hef ég ekki tekið upp
greiðslukort frá því hægt var að
byrja að nota Apple Pay fyrir rúm-
lega mánuði. Helstu áskoranirnar
eru svo að tryggja áframhaldandi
þróun á þeim lausnum sem henta
viðskiptavinum bankans og að
gera þær aðgengilegar á sama
tíma og við tryggjum stöðugan og
traustan rekstur, þetta verður að
vera í jafnvægi.
Hvaða tækifæri eru fram undan
í bankarekstri?
Það eru ógrynni tækifæra í
bankarekstri um þessar mundir.
Fjármálageirinn er að breytast
hratt um allan heim. Við erum
að sjá ótrúlegan fjölda fjártækni-
fyrirtækja koma fram á sjónar-
sviðið um allan heim. Sum munu
ná fótfestu og önnur kveikja hug-
myndir. Hefðbundnir bankar eru
að fá samkeppni úr nýjum áttum
svo sem frá Facebook og Apple.
Það er undir bönkunum komið að
bregðast við, móta og breyta starf-
seminni til framtíðar. Viðbrögð
þeirra munu ráða hvernig þeim
mun reiða af til lengri tíma í sam-
keppni af þessari stærðargráðu
sem á sér engin landamæri. En í því
felast jafnframt stærstu tækifærin.
Sjálf hef ég ekki
tekið upp greiðslu-
kort frá því hægt var að
byrja að nota Apple Pay
fyrir rúmlega mánuði.
1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
1
2
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
2
-F
6
2
C
2
3
3
2
-F
4
F
0
2
3
3
2
-F
3
B
4
2
3
3
2
-F
2
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
1
1
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K