Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 2
Veður
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil
rigning eða súld á N- og A-landi,
annars skýjað með köflum og
stöku skúrir SA-lands. Hiti 4 til 15
stig, hlýjast á S-landi. SJÁ SÍÐU 30
Nýtt líf
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá lentu á Kef lavíkurf lugvelli í gær eftir
ferðalag frá Kína og lögðu af stað síðdegis til Landeyjahafnar þaðan sem sigla
átti með þær til nýrra heimkynna í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
NÁTTÚRA Á morgun eru sumar-
sólstöður á norðurhveli jarðar og
er morgundagurinn lengsti dagur
ársins.
Sólarupprás verður í Reykjavík
klukkan 02.55 næstu nótt og sól-
setur rúmum tuttugu og einum
tíma síðar, þrjár mínútur yfir mið-
nætti.
Á Hraunborgum í Grímsnesi
verður sumarsólstöðum fagnað að
sænskum sið með miðsumarshátíð,
en slík hátíðarhöld hafa ekki verið
algeng hér á landi. Hátíðin hefst
í dag og stendur yfir alla helgina.
Markmið hátíðarinnar er að fjöl-
skyldan njóti náttúrunnar og birt-
unnar saman.
„Hátíðin snýst um að við skemmt-
um okkur og njótum þess að vera
saman, notum náttúruna, þiggjum
gjafir hennar og njótum birtunnar,“
segir Drífa Björk Linnet, eigandi
Hraunborga. – bdj
Lengsta degi
ársins fagnað
Garðsláttuvélar
sem slá á þínum gönguhraða
Það er leikur einn að slá með nýju
garðsláttuvélunum frá CubCadet.
Þær eru með MySpeed hraðastilli
sem aðlagar keyrsluhraða vélanna
að þínum gönguhraða.
Gerir sláttinn auðveldari
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
SAMGÖNGUR „Við erum mjög opin
fyrir þessu. Rafmagnshlaupa-
hjól eru algjörlega í takt við okkar
stefnu um breyttar ferðavenjur,“
segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir,
formaður umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjavíkur.
„Við sjáum þetta í borgum um
allan heim að þetta er alltaf að verða
stærri hluti af ferðamáta fólks. Þetta
er að verða algengara og algengara
hér heima líka,“ segir Sigurborg.
Víða í borgum erlendis er hlaupa-
hjól af þessu tagi að finna á götu-
hornum þar sem hver sem er getur
gripið eitt slíkt. Hlaupahjólin eru
virkjuð með appi þar sem greidd
er skammtímaleiga sem miðast við
ekna vegalengd. Hjólin kosta um 70
þúsund krónur hér á landi. Þau eru
með tæplega 30 kílómetra drægi.
Sigurborg telur svona hlaupahjól
geta haft þó nokkur áhrif á umferð-
ina í borginni, en þá þarf að huga að
aðgengi.
„Við sjáum fyrir okkur að svona
hjól yrðu staðsett á fjölmennum
strætisvagnastoppum, háskólum
og stórum vinnustöðum. Svo eru
margir sem vilja bara eiga sitt hjól.“
Borgin myndi ekki reka þjón-
ustuna. „Við erum ekki búin að
semja við neinn aðila eins og er, að
minnsta kosti ekki enn þá. En von-
andi breytist það í sumar,“ segir
Sigurborg. Ef einhver byði sig fram
þá þyrfti að skoða með hvaða hætti
boðið yrði upp á hlaupahjólin.
„Sumir segja að það sé best að
hafa þau á sérstökum stöndum,
eins og við þekkjum með WOW-
reiðhjólin. Á meðan segja aðrir best
að hafa þau þar sem notendur skilja
við þau, þar getur sá næsti sótt sér
hlaupahjól. Það eru bæði kostir og
gallar við báða þessa möguleika,“
segir Sigurborg sem telur veðurfar
ekki eiga að koma í veg fyrir notkun
slíkra hjóla í Reykjavík.
„Það er ekki snjóþyngra hjá
okkur en í öðrum borgum þar sem
þetta er í boði. Það er meira að segja
kaldara í Ósló oft og tíðum,“ segir
Sigurborg. Á suðvesturhorninu séu
vetur stundum snjóléttir. Kippa
mætti hjólunum inn er illa viðrar.
Það eru f leiri sveitarfélög en
Reykjavík sem eru opin fyrir raf-
magnshlaupahjólum.
„Við höfum ekki rætt rafmagns-
hlaupahjól neitt sérstaklega en það
er markmið okkar að opna fyrir
annan samgöngumáta en bara bíl-
inn. Þetta rímar vel við það,“ segir
Tryggvi Már Ingvarsson, formaður
skipulagsráðs Akureyrar.
„Við höfum verið að vinna nýtt
stígaskipulag á Akureyri. Það er
ekki komið til framkvæmda enn
þá, en við erum að horfa til stofn-
stíga sem fylgja ekki endilega stofn-
brautunum. Þannig verður hægt
að komast hraðar milli staða án
þess að nota bíl. Þá verður hægt að
nota hjól, hjólabretti eða svona raf-
magnshlaupahjól.“
Sigurborg segir rafmagnshlaupa-
hjól eiga að vera hluta af orkuskipt-
unum sem ríkisstjórnin stefnir að.
„Það er alltaf verið að tala um að
skipta úr bensínbílum í rafmagns-
bíla, það getur líka átt við rafmagns-
hlaupahjól.“
arib@frettabladid.is
Borgin opin fyrir leigu
rafmagnshlaupahjóla
Rafmagnshlaupahjól sækja í sig veðrið í borgum erlendis. Geta þá gangandi
vegfarendur gripið í slíkt hjól og greitt fyrir skammtímaleigu með appi. For-
menn skipulagsráða Reykjavíkur og Akureyrar eru opnir fyrir þjónustunni.
Rafmagnshlaupahjól eru víða í borgum erlendis. Þau eru rekin af sérstök-
um fyrirtækjum sem rukka notendur í gegnum app. NORDICPHOTOS/GETTY
Tryggvi Már
Ingvarsson, for-
maður skipulags-
ráðs Akureyrar.
Fleiri myndir af flutningi hvalanna eru á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
FJÁRMÁL „Yfirlýsingum um annar-
legan tilgang eðlilegra vaxtabreyt-
inga er vísað til föðurhúsanna,“ segir
í tilkynningu frá stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna í kjölfar ummæla
formanns VR um vaxtabreytingar
og ákvörðunar stjórnar VR um að
skipta um fulltrúa í stjórn lífeyris-
sjóðsins.
Að sögn stjórnar lífeyrissjóðs-
ins voru vextir á stórum hluta
lána lækkaðir í takt við áherslur í
nýgerðum kjarasamningum. „Stór-
yrtar yfirlýsingar um að stjórn líf-
eyrissjóðsins hafi einungis verið að
hækka vexti lána, byggja því á afar
veikum grunni, svo ekki sé dýpra í
árinni tekið,“ segir stjórnin. Hags-
munir sjóðfélaga og lántakenda
væru hafðir að leiðarljósi. Ekki
græðgi, geðþótti og illkvittni.
Fjármálaeftirlitið minnti í gær á að
lögum samkvæmt eigi lífeyrissjóðir
að varðveita og ávaxta iðgjöld og
greiða lífeyri.
„Telur Fjármálaeftirlitið að stjórn-
armönnum lífeyrissjóða sé óheimilt
að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir
séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim
sem að framan var lýst,“ segir í yfir-
lýsingunni.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR, ræddi málið á Facebook í gær.
„Eigum við að sætta okkur við að
lífeyrissjóðunum okkar sé alfarið
stjórnað á forsendum fjármálakerf-
isins, eins og verið hefur, eða eigum
við sem verkalýðshreyfing að beita
okkur fyrir því að áherslur okkar um
betri lífskjör, siðferði og samfélags-
lega ábyrgð fái raunverulegt vægi
þar inni?“ spurði Ragnar. – gar
Andspyrna
gegn VR
Ólafur Reimar
Gunnarsson,
stjórnarformað-
ur Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna.
2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
0
-9
0
5
8
2
3
4
0
-8
F
1
C
2
3
4
0
-8
D
E
0
2
3
4
0
-8
C
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K