Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 8
Afmæli fagnað
Stjórnvöld í Mjanmar deildu þessari mynd með umheiminum í gær. Mjanmarskir borgarar höfðu þá stillt sér upp og myndað saman stóra mynd af
Aung San Suu Kyi ríkisráðgjafa. 74 ára afmæli hennar var fagnað í Yangon í gær. Orðspor Suu Kyi, sem er einnig þjóðarleiðtogi Asíuríkisins, hefur
beðið töluverðan hnekki undanfarin misseri vegna meints þjóðarmorðs á þjóðf lokki Róhingja í Rakhine-ríki Mjanmars. NORDICPHOTOS/AFP
NORÐUR-KÓREA Stjórnvöld í Suður-
Kóreu munu senda 50.000 tonn
af hrísgrjónum til nágrannanna
í Norður-Kóreu í gegnum Mat-
vælaáætlun Sameinuðu þjóðanna
(WFP). Suðurkóreski miðillinn
Yonhap greindi frá þessu í gær. Þetta
er fyrsta matarsendingin frá árinu
2010 en þá sendi Suður-Kórea 5.000
tonn.
„Við búumst við því að þessi
mataraðstoð verði komin til
norðurkóresku þjóðarinnar eins
f ljótt og auðið er. Tímasetning og
umfang framtíðaraðstoðar verður
svo ákveðin með árangur þessarar
sendingar í huga,“ var haft eftir Kim
Yeon-chul sameiningarráðherra.
Grjónin eru um 13,5 milljarða
íslenskra króna virði. Kim sagði
ólíklegt að einræðisríkið gæti nýtt
grjónin í öðrum tilgangi en að fæða
þjóðina þar sem erfitt myndi reyn-
ast að geyma þau til lengri tíma.
Kínverjar tilkynntu fyrr í vikunni
um sams konar gjöf. Xi Jinping for-
seti er sagður ætla að gefa Kim Jong-
un, einræðisherra Norður-Kóreu,
og þjóð hans 100.000 tonn af hrís-
grjónum. Greint var frá því í kín-
verskum miðlum að Xi væri á leið
til Norður-Kóreu í dag.
Þessi aðstoð er til komin vegna
ört minnkandi matvælaöryggis
í hinu einangraða einræðisríki.
Sendiherra Norður-Kóreu hjá Sam-
einuðu þjóðunum biðlaði til ríkja
heims um aðstoð í febrúar vegna
stöðunnar. Sagði útlit fyrir að brúa
þyrfti 1,5 milljóna tonna bil á árinu.
Þau 150.000 tonn sem Kína og
Suður-Kórea senda nú hjálpa til við
að brúa bilið. En eru að sögn Ben-
jamins Silberstein, sérfræðings í
málefnum Norður-Kóreu er heldur
úti vefritinu North Korea Economy
Watch, ekki nema plástur á sárið.
Matvælastofnun Sameinuðu
þjóðanna (FAO) varaði við því í
febrúar síðastliðnum að það mætti
eiga von á því að staðan yrði enn
svartari. „Ekki einungis vegna
náttúruhamfara og veðurs heldur
einnig skorts á ræktanlegu landi,
takmarkaðs aðgengis að nútíma-
landbúnaðartækni og áburði.
Vegna þessa er búist við því að mat-
vælaöryggi minnki, sérstaklega á
meðal þeirra allra viðkvæmustu,“
sagði í yfirlýsingu þá.
Í maí bentu FAO og WFP svo á
að norðurkóresk matarframleiðsla
árið 2018 hefði verið sú minnsta
frá því 2008. Þar af leiðandi byggju
tíu milljónir, eða fjörutíu prósent
landsmanna, við sáran skort.
Norðurkóreska ríkisfréttastofan
KCNA hefur einnig f lutt fréttir þar
sem áhyggjum er lýst af ástandinu.
Fyrr í mánuðinum var greint frá
miklum þurrkum í Suður-Hwang-
hae-héraði, þar sem stór hluti hrís-
grjónaræktar landsins fer fram.
Ákvörðun Suður-Kóreustjórnar
um að aðstoða, sem og að gefa um
400 milljónir króna til verkefna
UNICEF í Norður-Kóreu, er þó ekki
óumdeild. Samkvæmt Yonhap
hafa andstæðingar þessa verkefnis
sagt að verið sé að aðstoða ríki sem
ógnar nágrönnum sínum, nú síð-
ast með eldflaugatilraun í maí. Þá
greindi Reuters frá því að andstæð-
ingar óttist einnig að einræðisstjórn
Kim nýti sendingarnar til þess að
hagnast persónulega.
Annar stór óvissuþáttur er sá að
Matvælaáætlunin fær takmark-
aðan aðgang að upplýsingum um
raunverulega stöðu mála í Norður-
Kóreu. Fyrrnefndur Silberstein
hefur bent á að það sé ekki hægt að
fullyrða að neyðarástand ríki nú,
þótt allt bendi vissulega til þess.
„Þetta verður að breytast, WFP ætti
að krefjast aðgangs að mörkuðum
á eins mörgum svæðum og hægt
er, eða að minnsta kosti heimsækja
nokkra markaði í hverju héraði,“
skrifaði Silberstein í 38North.
Þá er einnig vert að benda á að
Norður-Kórea sætir miklum við-
skiptaþvingunum. Þær þvinganir
banna ekki, samkvæmt Reuters,
hjálparstarfsemi sem þessa. Hins
vegar hafa stofnanir sem að slíku
starfi standa bent á að þvinganirnar
og bann Bandaríkjastjórnar við
ferðalögum til Norður-Kóreu hafi
áður komið í veg fyrir hjálparstarf.
Fjallað var um þvinganirnar og
matvælaöryggi í Norður-Kóreu í
Washington Post í síðasta mánuði.
Þar sagði að ábyrgðin á hungri
landsmanna væri stjórnvalda í
Pjongjang sem hefðu eytt umfram
getu í kjarnorkuáætlun og her en
vanrækt velferð landsmanna. Hazel
Smith, prófessor í kóreskum fræð-
um, sagði í viðtali við miðilinn að
Norður-Kórea gæti aftur á móti ekki
framleitt matvæli án þess eldsneytis
sem þarf til að knýja landbúnaðar-
vélar. Aðgangur að slíku eldsneyti
væri mjög svo skertur með þving-
unum. thorgnyr@frettabladid.is
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu
Norðurkóreskir bændur við vinnu á hrísgrjónaakri í Chongsan-ri í maí. NORDICPHOTOS/AFP
Xi heimsækir Kim
Xi Jinping, forseti Kína, heim-
sækir Kim Jong-un í dag og
dvelur í einræðisríkinu í tvo daga.
Bæði norðurkóreska ríkisblaðið
Rodong Sinmun og kínverski
miðillinn Xinhua birtu umfjallanir
af þessu tilefni.
Kínverski forsetinn fór þar
fögrum orðum um Kim og sagði
Norður-Kóreu á réttri leið. Ríkið
reyndi nú að leysa úr spennunni
á Kóreuskaga. Xi er ekki fyrsti kín-
verski forsetinn til þess að skrifa
í norðurkóreska dagblaðið eða
heimsækja Kim-fjölskylduna,
en ríkin hafa lengi verið banda-
menn.
Samkvæmt fréttastofu AP má
búast við því að Xi ræði við Kim
um kjarnorkuafvopnun Kóreu-
skagans. Frost er nú í viðræðum
Norður-Kóreu og Bandaríkjanna
um málið. Á sama tíma á Xi í
erfiðu tollastríði við Bandaríkin.
Því telja þeir sérfræðingar sem
AP vitnaði til líklegt að Xi reyni að
nýta sér bandalagið við Norður-
Kóreu er hann hittir Donald
Trump Bandaríkjaforseta á G20-
fundinum í Japan um næstu helgi.
Bæði Suður-Kórea og
Kína senda Norður-Kór-
eu tugþúsundir tonna
af hrísgrjónum. Dugar
skammt því að þörfin er
talin vera 1,5 milljónir
tonna. Fjörutíu prósent
landsmanna sögð búa
við sáran skort. Staðan
flókin vegna skorts á
upplýsingum, þvingana
og óáreiðanleika Kim-
stjórnarinnar.
SÁDI-ARABÍA Adel al-Jubeir, utan-
ríkisráðherra Sádi-Arabíu, hafnaði í
gær því sem segir í nýrri skýrslu sér-
fræðings Sameinuðu þjóðanna um
aftökur án dóms og laga, um að raun-
veruleg sönnunargögn væru fyrir
því að Mohammed bin Salman krón-
prins og aðrir hátt settir embættis-
menn væru ábyrgir fyrir morðinu á
blaðamanninum Jamal Khashoggi.
„Þetta er ekkert nýtt. Þessi erind-
reki mannréttindaráðsins endur-
tekur í ráðgefandi skýrslu sinni
það sama og hefur verið áður birt.
Í skýrslunni má finna skýrar þver-
sagnir og tilhæfulausar ásakanir sem
draga úr trúverðugleika hennar,“
sagði al-Jubeir.
Skýrsluhöfundur, Agnes Callam-
ard, komst að sögn Reuters að þeirri
niðurstöðu að morðið á Khashoggi
hefði verið þaulskipulagt. Skýrslan
byggir á upptökum og vettvangs-
greiningu tyrkneskra rannsakenda
og upplýsingum sem hafa komið
fram fyrir dómi í Sádi-Arabíu.
Khashoggi skrifaði meðal annars
í Washington Post og gagnrýndi
krónprinsinn oft harðlega. Hann
var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-
Araba í tyrknesku borginni Istanbúl
í október síðastliðnum. – þea
Hafna áliti um
þátt prinsins
í morðinu
Mohammed bin
Salman prins.
2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
0
-C
B
9
8
2
3
4
0
-C
A
5
C
2
3
4
0
-C
9
2
0
2
3
4
0
-C
7
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K