Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 10
✿ Fjöldi breytinga á reglugerðum ✿ Mat stjórnenda á lykilþáttum regluverks í samkeppnishæfnisúttekt IMD 500 400 300 200 100 2004 20181990 -9% -16% -20% -16% -19% -28% Skilvirkni laga og regluverks Sveigjanleiki stjórnvalda Gagnsæi stefnu stjórnvalda Skriffinnska hindrar viðskipti Verndarstefna skaðar viðskipti Skilvirkni sam- keppnislöggjafar Ísland Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð Laugar ehf., sem halda utan um líkamsræktarstöðvar World Class, högnuðust um 530 milljónir króna á síðasta ári. Það er um þrefalt meiri hagnaður en á árinu á undan þegar hann nam 179 milljónum króna. Tekjur félagsins jukust um tæpan hálfan milljarð á milli ára. Þær fóru úr 2.760 milljónum króna á árinu 2017 upp í 3.246 milljónir á síðasta ári. Hjónin Björn Kr. Leifsson og Haf- dís Jónsdóttir eiga hvort 36,6 pró- senta hlut í félaginu en restina á Sigurður Leifsson, um 26,8 prósent. World Class keypti heilsuræktar- stöðvar Átaks á Akureyri á síðasta ári. Í ársreikningi félagsins kemur fram að kaupverðið nemi alls 161 milljón króna. – tfh Rekstur Lauga á miklum skriði Björn Leifsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið MainManager hefur gert samning við sveitarfélagið Árósa í Danmörku. MainManager tók þátt í útboði gegn- um samstarfsaðilann KMD og fékk hæstu einkunn hvað varðar gæði og kostnað. „Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir okkur enda hleypur samningsupphæðin á tugum millj- óna króna. Hann styrkir stöðu okkar í Danmörku enn frekar,“ segir Guð- rún Rós Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri MainManager, en fyrirtækið hefur nú þegar náð í fjölda stórra viðskiptavina í Danmörku og hefur verið á markaðnum þar í um 20 ár. Verkefnið mun felast í að koma byggingum, teikningum og f leiru á stafrænt form og síðan innleiða stafræna verkferla MainManager við þjónustu við eignirnar. Samn- ingurinn nær yfir alls 2,2 milljónir byggingafermetra. „Það er lögð áhersla á notkun þrívíddarlíkana (BIM) sem upp- lýsingalíkans byggingarinnar og notkun þess í rekstrinum. En mesta áherslan er að ná tökum á upplýs- ingagjöf til stjórnenda um kostnað- arstöðu áætlana í öllum verkefnum sem tengjast rekstri, nýbyggingum og f leiru í sveitarfélaginu,“ segir Guðrún Rós. Nýlegt samstarf við KMD hefur reynst vel enda hefur fyrirtækið afar sterka stöðu þegar kemur að útboðum á vegum sveitarfélaga í Danmörku að sögn Guðrúnar Rósar. Hún segir MainManager strax hafa fengið fjölda fyrirspurna um hug- búnaðarlausnir sínar eftir að sam- starfið hófst. „Einnig má taka fram að gífur- legur kraftur er í nýþróun hjá Main- Manager FM lausninni sem nú er í þróun þar sem áhersla er lögð á grafíska framsetningu gagna ásamt notkun á GIS-kortum, BIM og 2D teikningum og einföldu notenda- viðmóti.“ – tfh Lönduðu tugmilljóna samningi við danskt sveitarfélag Net f li x hæk kar mánaðarleg t áskriftarverð á tveimur verðflokk- um af þremur frá og með morgun- deginum og verður hækkunin inni- falin í næsta gjalddaga áskrifenda. Áskrifendur hafa um þrjá verð- f lokka að velja, Basic, Standard og Premium, og tekur hækkunin til verðf lokkanna Standard og Premium, en ekki Basic. Í þeim flokki verður verðið áfram óbreytt, 7,99 evrur á mánuði, eða sem nemur um það bil 1.134 krónum miðað við gengi dagsins. Mánaðarlegt gjald fyrir áskrift að verðf lokknum Standard er nú 10,99 evrur og fer í 11,99 evrur sem er 9 prósenta hækkun og verður við gildistöku hækkunarinnar um 1.700 krónur á mánuði. Mánaðar- legt gjald fyrir áskrift að Premium, sem sýnir efni í háskerpu og leyfir tengingu við allt að fjóra viðtak- endur hækkar um 14 prósent upp í 15,99 evrur, sem jafngildir 2.269 krónum. Hækkunina má rekja til aukinna umsvifa bandarísku efnisveitunnar en á undanförnum árum hefur Netf lix ráðist í mjög kostnaðar- sama framleiðslu á kvikmyndum og þáttaröðum sem njóta mikilla vinsælda um allan heim og verður haldið áfram á sömu braut. Auk kostnaðarsamrar fram- leiðslu hefur Netflix varið umtals- verðum fjárhæðum til tæknimála. – tfh Netflix hækkar áskriftarverð „Það vekur furðu að undanfarinn áratug hefur fjöldi breytinga á reglugerðum margfaldast saman- borið við síðustu tíu ár á undan,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, lög- fræðingur Viðskiptaráðs Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Þeim fjölgaði frá því að vera þriðja hvern dag í að vera næstum alla daga ársins. Og það er ekki tekið helgarfrí í þessari talningu. Þetta felur í sér að erfitt getur reynst fyrir fólk og fyrirtæki að fylgjast með þeim breytingum sem verða á starfsumhverfinu,“ segir hann og nefnir að í ofanálag sé erfitt að kynna sér reglubreytingar, fram- setning þeirra sé óskýr. Fram kemur í greiningu Við- skiptaráðs að Ísland sé að meðal- tali með mest íþyngjandi regluverk OECD-ríkjanna á sviði þjónustu- greina en Mexíkó, Tyrkland og Brasilía raða sér í sætin fyrir neðan. „Ef litið er til útkomu í einstökum atvinnugreinum er Ísland í 1. sæti yfir mest íþyngjandi regluverkið í sjö atvinnugreinum og er í mesta lagi í 13. sæti af 36 aðildarríkjum OECD.“ Gunnar Dofri segir að mikilvægt sé að gæta hófs við reglusetningu. Þungt regluverk dragi úr hagvexti og óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikil- vægt að gæta hófsemi til að auð- veldara sé að fara eftir þeim. „Auk þess eru íslensk fyrirtæki að keppa alþjóðlega og þyngra regluverk gerir þeim erfiðara fyrir,“ segir hann. Í skýrslu Viðskiptaráðs segir að OECD hafi áætlað að með því að létta reglubyrði innan Evrópu- sambandsins um fjórðung aukist landsframleiðsla um 1,7 prósent og með sama móti náist 1,5 prósentum meiri framleiðni vinnuafls. „Þá er talið að 20 prósenta lækkun kostn- aðar við eftirfylgni geti aukið verga landsframleiðslu um 1,3 prósent.“ Gunnar Dofri vekur athygli á að EES-reglur hafi verið innleiddar með óþarf lega íþyngjandi hætti. „Það er heimasmíðaður vandi.“ Í úttekt forsætisráðuneytisins frá árinu 2016 kom fram að íslensk stjórnvöld ákváðu í þriðjungi til- fella að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en þörf var á til að uppfylla alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands. Fjöldi reglugerða margfaldast FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskipta- ráðs, segir að óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófs í fjölda til að auð- veldara sé að fara eftir þeim. Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar vegna íþyngjandi leik- reglna að sögn Gunnars. Meirihlutinn af tekjum MainManager kemur að utan. Gunnar Dofri nefnir sem dæmi að örfyrirtæki megi skila gögnum til Ríkisskattstjóra með einfaldari hætti en ella. Nema hvað á Íslandi verði örfyrirtæki að hafa færri en þrjá starfsmenn en í f lestum öðrum ríkjum sé miðað við tíu starfsmenn eða færri. „Þessi ákvörðun var ekki rökstudd sérstaklega,“ segir hann. Viðskiptaráð segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá téðri úttekt og að stjórnvöld hafi ætlað að bæta úr vandanum, sé enn að finna mörg dæmi á síðustu tveimur árum um að innleiðing EES-reglna fari fram með óþarf lega íþyngjandi hætti. „Stjórnvöld nýta þannig ekki þær undanþágur sem eru í boði í viðeig- andi tilskipunum og reglugerðum atvinnulífinu til hagsbóta.“ Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar vegna íþyngjandi leik- reglna. Í skýrslunni segir að lítil og meðalstór fyrirtæki búi yfir minni fjárhagslegum styrk og sérfræði- þekkingu til að ráða fram úr þungu og flóknu regluverki. Hlutfallslegur kostnaður á hvern starfsmann í fjöl- mennu fyrirtæki, það er yfir 250 starfsmenn, af því að framfylgja regluverki er einungis um 10-15 prósent af kostnaði lítils fyrirtækis, sem er með færri en tíu starfsmenn. Aðstöðumunurinn hafi neikvæð áhrif á samkeppni og nýsköpun. Viðskiptaráð segir að stærsta tækifærið til úrbóta felist í að vinda ofan af þeirri hvimleiðu hefð að innleiða EES-reglur með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt er. Nýta ætti heimildir til undanþágu frá reglugerðum ESB til að tryggja að tilskipanir og reglugerðir EES- samningsins séu innleiddar með sem minnst íþyngjandi hætti. Þá ætti að forðast að innleiða séríslensk ákvæði sem leggja meira íþyngjandi skyldur á íslensk fyrirtæki heldur en fyrirtæki í nágrannalöndunum búa við. Gunnar Dofri segir að einfalda megi regluverkið til dæmis með því að fækka tilvikum þar sem sækja þarf um leyfi stjórnvalda til að hefja atvinnurekstur. Skynsamlegt væri að afnema fyrirkomulagið eða það væri nóg að tilkynna stjórnvöldum að atvinnustarfsemin væri hafin. „Í stjórnarsáttmála segir að átak verði gert í einföldun regluverks. En eins og við vitum eru átök í ræktinni ekki vænleg til árangurs. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það þarf holla reglusetningu og sveigjanleika,“ segir Gunnar Dofri. helgivifill@frettabladid.is MARKAÐURINN 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -C 6 A 8 2 3 4 0 -C 5 6 C 2 3 4 0 -C 4 3 0 2 3 4 0 -C 2 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.