Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 6
SJÁVARÚTVEGSMÁL Hæstiréttur
horfði fram hjá meginmarkmiðum
fiskveiðistjórnunarlaga um að það
beri að stýra veiðum út frá þjóðar-
hagsmunum en ekki hagsmunum
einstakra fyrirtækja, að mati Jóns
Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarút-
vegsráðherra.
Jón dregur í efa að Hæstiréttur
hafi verið hlutlaus þegar dómur
var kveðinn upp í desember í fyrra
þar sem ríkið var gert skaðabóta-
skylt vegna úthlutunar makríl-
kvóta. Hann segir að útgerðir ættu
frekar að þakka honum fyrir að
hafa staðið í lappirnar gagnvart
ESB.
„Enn er ósamið um makríl milli
ríkja og því er það svo fáránlegt að
einstaka útgerðir geta verið að gera
kröfur til þess og hins í óumsömd-
um hlutaskiptum veiða,“ segir Jón.
Jón, sem var sjávarútvegsráð-
herra í ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna, fór ekki að lögum
þegar makrílkvóta var úthlutað.
Umboðsmaður Alþingis hafði
komist að þeirri niðurstöðu árið
2014. Hæstiréttur komst að sams
konar niðurstöðu í desember síð-
astliðnum.
„Einnig þykir mér makalaust
ef útgerðir hafi í sér siðferðis- og
samfélagslega að höfða mál til að
fá bætur frá ríkinu. Þeir ættu miklu
frekar að þakka ráðherra fyrir að
hafa komið skikkan á veiðarnar og
varið rétt Íslands til makrílveiða,“
segir sjávarútvegsráðherrann fyrr-
verandi.
„Því sá réttur var ekki sjálfsagður
á þessum tíma. Ísland stóð í hörð-
um deilum við ESB sem neitaði að
viðurkenna að hér væri makríll og
hótaði umfangsmiklu viðskipta-
banni með íslenskan fisk ef við
hættum ekki makrílveiðum. Það
hefði ekki verið til framdráttar
fyrir þessi útgerðarfélög
ef ráðherra hefði
ek k i st aðið í
lappir na r og
hafnað kröf-
um ESB sem
á sama tíma
set t i lönd-
u n a r b a n n
á Færey jar
vegna veiða
á makríl og
síld,“ bætir
hann við.
Jón gagn-
rýnir einnig
að ríkislög-
maður haf i
ekki tr yggt
h l u t l a u s a n
d ó m s t ó l . B e n d i r
hann á að einn af
hæstaréttardómurum
í mak r ílmá linu ,
Árni Kolbeinsson,
var ráðuneytis-
stjóri í sjávarút-
vegsráðuneytinu
á r i n 1985 t i l
19 98 . E i n n ig
greindi Oddný
G . H a r ð a r -
dóttir, þing-
maður Sam-
fylkingar, frá
því að sonur
h a n s he f ð i
ver ið f ram-
k v æ m d a -
s t j ó r i L Í Ú
og haft ríka
aðkomu að kröfugerðum á hendur
ríkinu í tengslum við makrílhags-
muni.
„Þessi mál eru afar pólitísk og
umdeild og voru það frá byrjun að
þessi lög eins og lögin um kvóta-
lögin voru. Mér finnst skrítið að
hæstaréttardómari, sem hefur
áður átt beina hlutdeild að máli
með samningu og setningu mjög
umdeildra laga á sínum tíma, skuli
líka kallaður til sérstaklega til að
dæma í Hæstarétti um svo umdeilt
mál. Hann hafði áður komið að
virkum hætti sem ráðuneytisstjóri
þess tíma,“ segir ráðherrann fyrr-
verandi.
„Og ég er hissa á því að ríkislög-
maður skuli ekki hafa farið fram
á að hann viki úr dómnum vegna
fyrri tengsla við málið til að tryggja
að dómurinn sé hlutlaus og rétt-
mætur,“ heldur Jón áfram. Hann
kveðst hafa verið þess fullviss á
sínum tíma að reglugerðin stæðist
lög og gott betur en það.
„Reglugerðin var nauðsynleg á
sínum tíma til að koma skipulagi
á makrílveiðar,“ segir Jón. „Undir-
réttur dæmdi þetta lögmætt og þess
vegna átti ríkislögmaður að gæta
þess að Hæstiréttur væri hlutlaus.“
Jón bætir við að frumvarp Krist-
jáns Þórs Júlíussonar um makríl-
veiðar, sem samþykkt var á Alþingi
í gær, verji ekki hagsmuni þjóðar-
innar. „Sú lagabreyting er óttaleg
hrákasmíð þar sem verið er að fara
á svig við meginhagsmuni þjóðar-
innar hvað varðar stjórnun, ráð-
stöfun og nýtingu auðlindarinnar.“
sveinn@frettabladid.is
Nær að þakka en að krefja ríkið bóta
Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gagnrýnir útgerðir sem ætli sér að sækja bætur til ríkisins vegna makrílkvóta.
Telur að þau ættu að þakka fyrir að ráðherra hafi staðið í lappirnar og varið rétt þeirra. Gagnrýnir einnig ríkislögmann og Hæstarétt.
Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
OPEL CORSA E
Nýskráður: 2015 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 32.000 km.
* B
irt m
eð fyrirvara um
m
ynda- og textabrengl.
Kíktu í sýningarsali okkar
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2035
Opnunartímar:
Virka daga 9-18
Laugardaga 12-16
Verð: 4.590.000 kr.Verð: 1.590.000 kr.
NISSAN X-TRAIL
Nýskráður: 2018 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 24.000 km.
SUZUKI GRAND VITARA LUXURY
Nýskráður: 2010 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 118.000 km.
Verð: 1.490.000 kr.
HONDA JAZZ
Nýskráður: 2018 / Bensín
Sjálfskiptur / Ekinn: 10.000 km.
Verð: 2.490.000 kr.
Rað.nr. 445707Rað.nr. 150400Rað.nr. 445694Rað.nr. 445692
Gott úrval notaðra bíla benni.is
Tilboð: 2.890.000 kr.
SSANGYONG REXTON DLX
Nýskráður: 2016 / Dísel
Sjálfskiptur / Ekinn: 96.000 km.
Verð: 3.490.000 kr.
Rað.nr. 720088 4X
4
4X
4
Jón Bjarnason
Þykir mér maka-
laust ef útgerðir hafi
í sér siðferðis- og samfélags-
lega að höfða mál til að fá
bætur frá ríkinu.
Jón Bjarnason, fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra
2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
0
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
0
-B
7
D
8
2
3
4
0
-B
6
9
C
2
3
4
0
-B
5
6
0
2
3
4
0
-B
4
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
1
9
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K