Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF DÍSEL 3.0L 250 HÖ, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING, HÁTT OG LÁGT DRIF, DRIFLÆSING AÐ AFTAN, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN, HITI Í FRAMSÆTUM, HITI Í STÝRI, RAFDRIFINN AFTURHLERI OG ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI. JEEP® GRAND CHEROKEE KOSTAR FRÁ 9.990.000 KR. STAÐALBÚNAÐUR M.A.: jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST STJÓRNMÁL „Við erum í nýjum veru- leika sem ekki aðeins íslensk stjórn- mál standa frammi fyrir heldur stjórnmálin um allan heim og leik- reglurnar þurfa að endurspegla raunveruleika stjórnmálanna,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Hún segir að flokkar sem ákveði að mynda ríkis- stjórn geti ekki með samstarfi sínu þvingað aðra flokka sem standa utan þeirrar stjórnar til að vinna saman. Í ræðu sinni á Alþingi í gær um frumvarp sem mælir fyrir um heim- ild til innflutnings á ófrosnu kjöti, kallaði Þorgerður eftir því að betra skikki yrði komið á brag þingsins. „Mér finnst vont að sjá að einn f lokkur á Alþingi geti náð fram breytingum á svona máli með yfir- gangi og óbilgirni eins og var í þessu máli. Það er hægt að kalla það stað- festu en mér finnst það vera óbil- girni,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni og vísaði til samnings ríkisstjórnar- innar og Miðflokksins um þinglok. Þorgerður kallaði eftir því að allir stjórnmálaflokkar tækju starfið á Alþingi til skoðunar á næsta þingi og færu „yfir allt sem heitir málþóf og málþófstæki,“ sagði Þorgerður Katrín í ræðu sinni. Katrín Jakobsdóttir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hún hygðist óska eftir því við forseta þingsins að sett yrði af stað vinna við endur- skoðun þingskapa til að sporna við málþófi. Nefndi Katrín sérstaklega þá hugmynd að tiltekinn minni- hluti þingmanna gæti vísað málum til þjóðarinnar og með því mætti standa vörð um áhrif stjórnarand- stöðunnar á Alþingi þótt reglum um ræðutíma yrði breytt til að sporna við málþófi. Aðspurð um þessar hugmyndir forsætisráðherra segir Þorgerður að allar leiðir sem til þess eru fallnar að þrýsta á samráð og samvinnu þvert á f lokka séu af hinu góða og slík ákvæði geti vel verið til þess fallin. Sá möguleiki að málum verði vísað til þjóðarinnar kalli á aukið samráð við flokka í stjórnarandstöðu. Þjóð- aratkvæðagreiðslur séu hins vegar vandmeðfarið tæki og vanda þurfi setningu reglna um þær. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, tekur í svipaðan streng. „Þjóðaratkvæðagreiðslur eru tæki. Til dæmis eins og hamar til að reka nagla í vegg en síðri til að draga tönn úr gómi. Eins er um þjóðaratkvæða- greiðslur. Þær geta verið gagnlegar við sumar aðstæður en skaðlegar við aðrar.“ Eiríkur segir vandamálið við beitingu þessa tækis í tengslum við þinglega meðferð mála að þjóðarat- kvæðagreiðslur henti ekki sérlega vel þegar um er að ræða mjög flókin tæknileg mál sem þurfi jafnvel mikla sérfræðilega þekkingu til að skilja til hlítar. Þær henti betur fyrir mál sem búið er að vinna ítarlega og fyrir liggja skýrir valkostir. Hann nefnir sem dæmi ákvörðun um hvort það eigi að vera flugvöllur í Vatnsmýri eða hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Örðugt gæti verið að koma ákvæði um heimild þriðjungs þingmanna til að óska eftir þjóðaratkvæða- greiðslu til framkvæmdar enda þyrfti stjórnarskrárbreytingu ef niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ætti að vera bindandi. Þá eru áhöld um hvort úrræðið hafi raunverulega virkni þegar minni hlutinn á Alþingi er klofinn eins og nú er. Þriðjungur þingmanna er 21. Miðflokkurinn hefur níu þingmenn. Aðrir flokkar í stjórnarandstöðu hafa samanlagt 19 þingmenn. adalheidur@frettabladid.is Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breytt- ar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. Málskot minnihluta til þjóðarinnar hefur kosti og galla að mati stjórnmálafræðings. Þorsteinn Sæmundsson og Bergþór Ólason fluttu margar ræður um um þriðja orkupakkann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Miðflokksins. STJÓRNMÁL Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis studdi í gær breytingartillögur minni hluta nefndarinnar við frumvarp forsætisráðherra um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármála- eftirlitsins. Sameiningin hefur verið gagnrýnd mjög bæði af þing- mönnum minnihlutans og eftirlits- stofnunum. Í ræðu á Alþingi í gær varaði Oddný Harðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sérstak- lega við hættu á f lokkspólitískum áhrifum á starfsemi Seðlabankans. Breytingarnar gerðu Seðlabankann að mjög valdamikilli stofnun og því ekki ólíklegt að stjórnmálamenn vilji hafa áhrif á starfsemi hans. „Þess vegna hef ég varað við því að verið sé að bjóða upp á að flokks- pólitískir hagsmunir ráði för frekar en faglegt mat við ráðningu emb- ættismanna,“ sagði Oddný og vísaði til að forsætisráðherra eigi að ráða tvo yfirmenn sameinaðrar stofn- unar og fjármálaráðherra tvo. Tillögur minni hlutans sem meiri hlutinn féllst á, fela meðal annars í sér auknar hæfniskröfur til fulltrúa í bankaráði Seðlabankans, fastari ramma um verkefni bankaráðs, að starfsemi bankans verði háð reglubundnu ytra mati og að for- mennska fjármálaeftirlitsnefndar verði í höndum varaseðlabanka- stjóra fjármálaeftirlits í stað seðla- bankastjóra. Ekki var búið að greiða atkvæði um frumvarpið er Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. – aá Tillögur minnihlutans um Seðlabankann samþykktar á Alþingi Hef ég varað við því að verið sé að bjóða upp á að flokkspólitískir hagsmunir ráði för frekar en faglegt mat við ráðningu embættismanna. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar STJÓRNMÁL „Ég geri ráð fyrir að þetta klárist að megninu í kvöld,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, skömmu áður en Fréttablaðið fór í prentun í gær. Gert var ráð fyrir að aðeins fjár- málaáætlun og fjármálastefna yrðu óafgreidd og verða þau mál rædd saman á þingfundi í dag. Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á mak- ríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. Samþykktar voru ályktanir Alþingis um endur- skoðun lögræðislaga, ályktun um skipun starfshóps um stöðu sveitar- félaga á Suðurnesjum og ályktun um gerð aðgerðaráætlunar um mat- vælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þá fengu 32 einstaklingar ríkis- borgararétt með lögum frá Alþingi. Þegar blaðið fór í prentun voru, auk framangreindra mála, fyrir- hugaðar atkvæðagreiðslur um tvö umdeild mál; um heimild til inn- flutnings á ófrosnu kjöti og lög um sameiningu Seðlabankans og Fjár- málaeftirlitsins. – aá Fjármálin ein eftir á dagskrá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Al- þingis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 2 0 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 0 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 0 -A 4 1 8 2 3 4 0 -A 2 D C 2 3 4 0 -A 1 A 0 2 3 4 0 -A 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 9 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.