Fréttablaðið - 31.07.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 31.07.2019, Síða 24
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Viktoría segir Þjóðhátíð magnaða upplifun og þegar maður hafi farið einu sinni verði ekki aftur snúið. „Mann langar aftur og aftur,“ segir hún. Það var ekki úr vegi að spyrja Viktoríu hvort einhverju máli skipti hvernig ungt fólk er klætt í Dalnum. Hún segist vera með tísku á heilanum og hafa ákveðnar skoð- anir á henni. „Þegar horft er til tískuklæðnaðar á Íslandi þarf að hugsa um veðrið líka. Veðurspáin er góð og þá er svo sem allt leyfi- legt á Þjóðhátíð. Töff klæðnaður í mínum huga eru Dr. Martens skór, þeir eru gríðarlega vinsælir um þessar mundir, sérstaklega nýjasta týpan sem heitir Jadon Boot. Ég var að fjárfesta í pari til að nota á Þjóðhátíð,“ segir hún. Sjálf er ég hrifin af því að klæðast hettu- peysu og leður- eða gallajakka í stað þykkrar dúnúlpu. Svo er ég með stóran trefil,“ segir Viktoría. Þegar hún er spurð hvort þetta sé ekki listamannastíll, svarar hún því játandi. „Ég er samt ekki nein svakaleg listamannatýpa.“ Viktoría bætir við að ljósar gallabuxur og hvítir strigaskór séu mjög vinsæll fatnaður í sumar. „Ég myndi samt ekki vilja fara á hvítum skóm í Herjólfsdal. Síðan er það hvítur stuttermabolur og hettupeysan. Beislitur og fjólu- blátt eru heitustu litirnir í sumar. Á Þjóðhátíð er fólk í litríkum fatnaði og það leyfir sér að klæðast skrautlega. Poppa aðeins upp þetta gráa. Reyndar er litasmekkur minn mjög náttúrulegur, beis og hvítt þótt rautt fái að fljóta með stundum. Rautt passar vel við svart og hvítt. Ég er rosalega heit fyrir „síðum“ gallastuttbuxum og það er klárlega lúkkið sem verður fyrir valinu á Þjóðhátíð ef veður leyfir. Hægt er að dressa þær við T-shirt, sneakers og töff sólgler- Allt leyfilegt á Þjóðhátíð Viktoría Sól í flottu dressi sem sómir sér vel í sumar en þó varla í útilegu. Viktoría er hrifin af rauðu og segir að sá litur passi vel með svörtu og hvítu. Fjólubláa hettupeysan sem er vinsæl um þessar mundir og hentar vel á Þjóðhátíð. Dr. Martens skórnir sem eru það heitasta núna. Viktoría er búin að kaupa par til að nota á Þjóðhátíð. Haust 2019. Nú eru kápur að kom- ast aftur í tísku á kostnað úlpanna. Viktoría Sól Birgisdóttir, grafískur miðl- ari hjá NTC, er á leið á Þjóðhátíð í Eyj- um í þriðja skiptið. Hún er algjörlega með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku enda starfar hún í þeim heimi. augu. Svo er nauðsynlegt að hafa mittistösku til að geyma símann og fleira.“ Viktoría bendir á að ef kólnar á kvöldin í útilegunni sé æðislegt að vera með stóran trefil sem hægt sé að vefja utan um sig. „Mér er alltaf kalt á höndunum og nota því fingravettlinga frá 66°Norður, þeir eru hlýir og léttir.“ Kjólar hafa verið mikið í tísku í sumar og Viktoría segir að margir horfi til Skandinavíu þegar þeir leita að rétta stílnum. „Það er smart að dressa upp kjólinn með fallegri ullarpeysu og vera í strigaskóm. Haustið verður mjög spennandi, beislitur og hvítur verða áfram. Kápur og frakkar eru að koma sterkt inn í vetur og úlpur eru smá á undanhaldi, þær eru samt alltaf praktískar,“ segir Viktoría. Eitt kort 34 vötn 7.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 ÞETTA ER BYRJAÐ! www.veidikortid.is Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum. Virkar vel gegn þynnku 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana www.artasan.is Morgundagurinn verður betri með After Party Náttúruleg lausn við timburmönnum 4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RFERÐALAGIÐ 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 1 -A 1 0 0 2 3 8 1 -9 F C 4 2 3 8 1 -9 E 8 8 2 3 8 1 -9 D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.