Fréttablaðið - 31.07.2019, Blaðsíða 42
Æv i s ög u r eig a sér langa hefð í íslenskri bók-menntasögu og ha f a löng u m raðað sér í efstu
sæti metsölulista í krafti land-
lægrar forvitni fólks um náungann.
Óumbeðnar ævisögur hafa hins
vegar aldrei fest sig í sessi þannig að
íslenska ævisagan lýtur enn svip-
uðum lögmálum og ævisögur for-
tíðar sem gengu helst út á að gamlir
karlar upphófu eigin afrek og settu í
rökrétt og línulaga samhengi.
Þekktustu óumbeðnu ævisög-
urnar sem hafa komið út á Íslandi
í seinni tíð eru Davíð, saga Davíðs
Oddssonar sem Eiríkur Jónsson
blaðamaður skrifaði 1989, bindin
þrjú Halldór, Kiljan og Laxness, sem
Hannes Hólmsteinn skrifaði um ævi
Laxness á árunum 2003-2005, og
Kári í Jötunmóð, sem ungur sagn-
fræðingur og síðar forseti Íslands,
Guðni Th. Jóhannesson, skrifaði um
Kára Stefánsson og Íslenska erfða-
greiningu.
Davíð kærði sig ekki um bókina
sem Eiríkur skrifaði og sama má
segja um Kára sem snerist gegn
Guðna af sinni alkunnu festu. Ekki
þarf heldur að hafa mörg orð um
það fjaðrafok sem varð í kringum
ritröð Hannesar þar sem fjölskylda
Nóbelskáldsins fordæmdi bæði til-
tækið og ekki síður bækurnar en
á síðum þeirra var slíkur skortur á
gæsalöppum að Hannes var sakaður
um stuld á textasnilld Laxness.
Hannes Hólmsteinn er merki-
lega plássfrekur í þessum kaf la
bókmenntasögunnar og einhvern
veginn alltumlykjandi í illdeilum
um ævisögur af þessu tagi og enn
er ónefnd ævisaga hans í þremur
bindum eftir rithöfundinn Óttar
Martin Norðfjörð.
Fjölritaður Hannes
Segja má að Hannes hafi fengið að
smakka á eigin meðulum í fjór-
blöðungum Óttars sem komu út
2006-2008 og nefndust; Hannes –
Nóttin er blá, mamma, Hólmsteinn
– Holaðu mig dropi, holaðu mig og
Gissurarson: Hver er orginal? Ef litið
er á „bækur“ Óttars sem markaðs-
rannsókn getur Karl Th. hugsað sér
gott til glóðarinnar. Fyrsta bindið
komst á sínum tíma í efsta sæti met-
sölulista Eymundsson og endaði
sem ein mest selda bók ársins 2006.
„Þetta er mitt stoltasta verk,“
segir Óttar í samtali við Frétta-
blaðið þegar hann er að gefnu til-
efni beðinn um að líta um öxl.
„Þetta rokseldist og komst inn á
metsölulistana og endaði í þriðja
sæti á verðlaunalista bóksala í flokki
ævisagna,“ segir Óttar og bætir við
að hann minni að nokkrir „alvöru“
ævisagnaritarar hafi orðið „nokkuð
fúlir“.
Hann segist aðspurður ekki hafa
fundið fyrir neinum þrýstingi eða
tilraunum til þöggunar. „Enda var
ég ekkert að hlusta á þannig en
Sjaldséðar eru
óumbeðnar ævisögur
Bókin Hannes – portrett af áróðursmanni, eftir Karl Th. Birgisson,
er væntanleg í óþökk Hannesar Hólmsteins. Óumbeðnar ævisögur
eru fátíðar á Íslandi en jafn ólíkir menn og Eiríkur Jónsson, Guðni
Th. Jóhannesson, Óttar M. Norðfjörð og Hannes sjálfur hafa þó
vakið athygli og valdið uppnámi með slíkum ritum.
þetta fór hiklaust illa ofan
í marga. Að gera svona
grín að æðstapáfanum
og það árin 2006 til 2007
þegar fyrstu tvö bindin
komu út. Þá var ekki í tísku
að tala Hannes Hólmstein
og það allt saman niður.“
Bók í blómakörfu
Davíð Oddsson var ungur
borgarstjóri í Reykjavík
þegar Eiríkur Jónsson réðst
í að skrifa ævisögu hans. „Til
að byrja með tók Davíð þessu
vel en virtist dálítið feiminn
við tilhugsunina um ævisögu
– rétt fertugur maðurinn,“ segir
Eiríkur við Fréttablaðið.
„Ég náði mömmu hans heima hjá
henni á Seltjarnarnesi og nokkrum
gömlum félögum á Selfossi en þá
fór allt í lás. Davíð var hættur við
og hvatti mig til að hætta líka. En ég
var búinn að eyða fyrirframgreiðslu
ritlauna og þurfti að skila verkinu,“
segir Eiríkur sem síðar færði Davíð
bókina í blómakörfu á borgarstjóra-
skrifstofuna.
„Hann var reyndar ekki við en
hann var sáttur og ánægður með
útkomuna sagði hann mér þegar
við hittumst skömmu síðar og bókin
fékk góðan ritdóm hjá Birni Bjarna-
syni í Mogganum en eilítið slakari
hjá Hannesi Hólmsteini sem líkti
höfundi við gluggagægi ef ég man
rétt,“ segir Eiríkur um títtnefndan
Hannes sem hefur sjálfur bæði horft
inn og út um ævisagnagluggann.
„Nú kinkum við Davíð kolli og
brosum út í annað þegar við hitt-
umst á förnum vegi.“
Óhefðbundnar sögur
Guðni Th. Jóhannesson, þá sagn-
fræðingur, flutti erindi um ævisögur
ritaðar í óþökk á Hugvísindaþingi
síðla árs 2003 og lét þess getið að
hann hefði haft mikinn áhuga á
þessu ævisagnaformi síðan hann
skrifaði eina slíka á sínum tíma um
Kára Stefánsson og Íslenska erfða-
greiningu.
Þá vísaði Guðni til
langrar hefðar
svokallaðra
„ u n a u t h -
o r i z e d
biography“
í Bretlandi,
„en þar er
löng he f ð
f y r i r æv i-
sög um sem
eru skrifaðar án þess að söguhetjan
eða ættingjar hafi beðið um það.
Sú hefð er tæpast fyrir hendi hér
á Íslandi; fyrir utan þá bók sem ég
skrifaði má nefna bók Eiríks Jóns-
sonar um Davíð Oddsson sem kom
út fyrir fjórtán árum. Ekki eru til
margar fleiri ævisögur af þessu tagi
á Íslandi.“
Grunur um græsku
Guðni rekur sögu bókarinnar um
Kára á heimasíðu sinni gudnith.is
og segir hugmyndina í upphafi hafa
verið að „eiga Kára að við skrifin,
ekki að vinna undir handarjaðri
hans en geta leitað upplýsinga hjá
honum og innan veggja fyrirtækis-
ins.“
Ekkert varð þó af þessu þar sem
„Kári fann hugmyndinni allt til
foráttu, vildi ekkert með mig hafa,
grunaði mig og bókaforlagið um að
ætla að græða á hans góða verki með
því að dreifa á prenti slúðursögum
og rógi. Engu breytti að ég segði það
fjarri öllum sanni, við vildum bara
segja góða sögu en vera auðvitað
hreinskilnir.“
Eiríkur sagði í viðtali við Helgar-
póstinn sumarið 1989 að Davíð
hefði ekki reynt að leggja steina í
götu hans við heimildaöf lunina.
Kári gekk öllu harðar fram gegn
Guðna sem lætur þess
getið að Kári hafi beðið
fólk um að aðstoða
hann ekki.
Þessi drama-
tískustu til-
felli óum-
b e ð i n n a
æ v i s a g n a
benda þó til
þess að sam-
kvæmt íslensku
hefðinni hafi við-
fangsefni og ritari tilhneigingu til
þess að sættast fyrr en síðar. Davíð
og Eiríkur kinka kolli hvor til ann-
ars og „við Kári grófum stríðsöxina,
svo notað sé orðalag hans“, skrifar
Guðni.
„Hann bauð mér í f lottan dinner
úti í London í mars eða apríl eftir að
bókin kom út, ef ég man rétt. Síðan
hefur farið vel á með okkur, þá
sjaldan að við höfum hist.“
Hinn íslenski Sinatra
Þá amast Hannes ekki sérstaklega
við fjórblöðungum Óttars frekar
en óútkominni bók Karls Th. Birgis-
sonar: „Karl Th. Birgisson má mín
vegna skrifa bók um mig. Það hafa
aðrir spreytt sig á hinu sama,“ sagði
hann í samtali við Fréttablaðið.is í
gær og nefndi meðal annars þríleik
Óttars og leikritin Maður að mínu
skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi
Ísland í Borgarleikhúsinu.
Karl og Eiríkur hafa báðir kennt
bækur sínar við blaðamennsku.
„Þetta er bara blaðamennska. Ég
get ekki séð neitt óeðlilegt við það
að nota vinnubrögð blaðamanna
þegar maður semur bók,“ sagði
Eiríkur við Pressuna 1989 og spáði
því þá að þessi vinnubrögð yrðu
f ljótlega tekin upp hér. „Hvað er
búið að skrifa margar bækur um
Frank Sinatra án samráðs við
hann sjálfan?“
Þær eru sjálfsagt ótelj-
andi en þrjátíu árum
síðar valda „blaða-
mannabækur“ enn upp-
námi og Hannes Hólm-
steinn er okkar Frank
Sinatra.
toti@frettabladid.is
Beysi kemur í bæinn
Vinnuheiti bókar Eiríks Jóns-
sonar um Davíð Oddsson var
Beysi kemur í bæinn en „Beysi
er gælunafn litla Davíðs sem
kom frá Selfossi og varð borgar-
stjóri í Reykjavík“, eins og Eiríkur
orðaði það á sínum tíma. Davíð
kærði sig ekkert um að bókin
yrði skrifuð og tók af öll tvímæli
með eftirfarandi bréfi til Eiríks.
Reykjavík, 27. apríl 1989.
Hr. blaðam. Eiríkur Jónsson,
Ægisgötu 10,
Reykjavík
Ég leyfi mér að ítreka það, sem
ég hef sagt við þig í tveimur
samtölum, að ég er eindregið
andvígur því að um mig sé
skrifuð bók til sölu á almennum
markaði um þessar mundir.
Ástæðan er einföld og blasir við.
Ég tel út í bláinn að vera að skrifa
slíkar bækur um menn, sem
ekki eru komnir á miðjan aldur.
Skipist mál hins vegar þannig,
að einhver hafi í framtíðinni
áhuga á að skrifa slíka bók um
mína persónu, lifi ég það að
verða gamall maður, þá gegnir
allt öðru máli. Legg ég
eindregna áherslu
á, að þú fallir frá
hugmyndum
þínum um
slíka bókagerð.
Að öðru leyti
óska ég þér vel-
farnaðar í þeim
verkum, sem þú
kannt að taka að
þér í framtíðinni.
DAVÍÐ ODDSSON
(sign)
Þeir eiga ekki
margt sameiginlegt í fljótu bragði, þeir Eiríkur Jónsson, Óttar M. Norðfjörð og Guðni Th. Jóhannesson, en allir hafa þeir þó gerst svo djarfir að skrifa ævisögur í óþökk við-fangsefnanna. Hannes Hólm-steinn er einnig í þessum hópi en hann hann situr hins vegar beggja vegna
borðsins.
3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
3
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
8
1
-C
3
9
0
2
3
8
1
-C
2
5
4
2
3
8
1
-C
1
1
8
2
3
8
1
-B
F
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K