Fréttablaðið - 31.07.2019, Page 44

Fréttablaðið - 31.07.2019, Page 44
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is VIÐ GETUM OFT LEYST VANDAMÁLIN ÁN ÞESS AÐ SNÚA EINHVERN NIÐUR. STUNDUM LEYSUM VIÐ VAND- ANN MEÐ ÞVÍ AÐ RÆÐA EIN- FALDLEGA VIÐ FÓLKIÐ OG FINNA ÞANNIG LAUSN. Sumar útsala ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði Freistandi útsölutilboð Afgreiðslutími Rvk Mánud. til föstud. kl. 11.00–18.30 Laugard. kl. 11.00–17.00 Sunnud. kl. 13.00–17.00 (Smáratorgi) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN HVER VANN? Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu fréttirnar úr heimi íþróttanna. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook Upphaf lega var það yfirdyravörðurinn á Prikinu sem nálg-aðist mig og spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að fara á dyravarðanámskeiðið, hvort mér þætti ekki gaman að vera í dyr- unum,“ segir Karitas Róbertsdóttir, dyravörður á Prikinu. Eiginmaður Karitasar er Sindri Geirsson, annar af rekstraraðilum Priksins. „Ég hafði stundum verið að aðstoða í dyrunum, fylla í skarðið ef það vantaði. Það var oftast bara í nokkrar mínútur, þegar ég var stödd á staðnum með Sindra. En síðan í apríl var haldið námskeið, svo ég skellti mér bara.“ Námskeiðin eru haldin tvisvar á ári, á vorin og haustin. Ólöglegt er að starfa sem dyravörður nema að hafa farið á námskeiðið og vera með dyravarðarskírteini. Námið tekur tvær vikur. Það er um helgar og á kvöldin á virkum dögum, og er það haldið af Símenntunarstöð Mímis. „Þetta var mjög fjölbreytt. Það kom til að mynda manneskja frá Mannréttindastofu Reykjavíkur og hélt fyrir okkur fyrirlestur. Svo lærðum við fyrstu hjálp, sjálfsvörn, það mætti fulltrúi slökkviliðsins og síðan var fyrirlestur frá hjúkrunar- fræðingi á bráðamóttökunni,“ segir hún. Karitas segir það hafa verið mis- munandi hvort þátttakendur í nám- skeiðinu voru mættir á eigin vegum eða að undirlagi tilvonandi vinnu- veitenda. Óleyfilegt er að veita dyra- varðarskírteini aðilum sem eru á sakaskrá. „Það skiptir mestu að mæta vel á námskeiðið, ég held það sé sjaldgæft að fólk falli ef það leggur sig fram.“ Af mörgum er þetta talin karl- mannastétt og var einungis ein önnur stúlka í náminu með Karitas. „Það er áhugavert og alveg rétt að það séu ekki margar konur í þessu, en mér finnst konur alveg geta gert þetta jafn vel og koma með margt mikilvægt að borðinu. Við getum oft leyst vandamálin án þess að snúa einhvern niður. Stundum leysum við vandann með því að ræða einfaldlega við fólkið og finna þannig lausn,“ segir Karitas og bætir svo við: „Þótt við séum kannski ekki allar með líkamlega burði til að taka niður einhvern stærðarinnar mann, þá getum við samt beitt okkar aðferðum sem oft eru ekki síður árangursríkar.“ Hún segir langf lestar stúlkur jákvæðar í hennar garð þegar hún mætir þeim í dyrunum. „Sumum finnst bara gaman að sjá stelpu í dyrunum og ég fæ oft- ast mjög góð viðbrögð frá stelpum og konum sem margar hrósa mér. Sumar jafnvel spyrja mig út í nám- skeiðið, það virðist vera áhugi hjá þessu hjá fleirum en maður heldur.“ Hún segir að það séu því miður mest ungir karlmenn sem sýni henni virðingarleysi eða dónaskap. „Ég hef ekki lent í því að vera beitt of beldi í vinnunni, ég lendi mest í að vera uppnefnd og kölluð ljótum nöfnum. Síðan er algengt að fólk hefji upptöku verði það ósátt. Þá hótar það að oft að láta Sindra og Geoff reka mig, því það þekki þá sko,“ segir Karitas kímin, enda eiginmaðurinn annar eigandinn og Geoffrey Þ. Huntingdon-Willi- ams, vinur hennar, hinn. Hún veit því mætavel að hún nýtur trausts þeirra og stuðnings að fullu í slíkum tilvikum. Karitas er menntaður líffræðing- ur og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. „Í f ljótu bragði virðast þessi störf ekki eiga margt sameiginlegt en það er samt mjög mikilvægt í þeim báðum að hafa bein í nefinu.“ Innt eftir minnisstæðu atviki við dyravarðarstörfin stendur ekki á svörum hjá Karitas. „Eitt skipti kom til mín maður og tilkynnti að verið væri að áreita konu kynferðislega. Ég náði að ganga í málið og stoppa það. Það var mín stoltasta stund í dyra- mennskunni,“ segir Karitas, en hún bætir svo við að það sé eitt af hennar helstu markmiðum í starfinu að geta aðstoðað við slík atvik. steingerdur@frettabladid.is Mikilvægt að hafa bein í nefinu Karitas er líffræðingur og starfar hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis en einnig sem dyravörður á Prikinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Karitas starfar sem dyravörður á Prikinu og þykir mörgum sem mætt hafa í dyrnar til hennar um helgar hún einstak- lega fær sem slíkur. Dyravarsla er af mörgum talin karla- starf, en Karitas segir konur hafa margt áhugavert fram að færa sem mikilvægt sé að góður dyra- vörður búi yfir. 3 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 3 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 1 -B E A 0 2 3 8 1 -B D 6 4 2 3 8 1 -B C 2 8 2 3 8 1 -B A E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.