Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.08.2019, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 09.08.2019, Qupperneq 25
Komnir til að sjá og sigra Nicolas Pepe Arsenal – 72 milljónir punda Með of boðslegan hraða og augu sem bæði sjá hvernig á að búa til færi og skora mörk. Framlína Arsenal er orðin ansi ógnvænleg. Pierre-Emerick Aubameyang, Mesut Özil, Pepe og svo Alexandre Lacazette fremstur. Verði varnarmönnum að góðu í allan vetur. Arsenal gæti gert góða hluti. Sebastian Haller West Ham – 45 milljónir punda Á rúmum áratug hafa stuðningsmenn West Ham þurft að horfa á 38 framherja leiða framlínuna. Haller hefur margt til brunns að bera og trúlega verður hann í búningi West Ham í langan tíma. Rodri Manchester City – 60 milljónir punda Það er alltaf erfitt að bæta lið Manchester City. Pep Guardiola virðist þó hafa fundið góðan mann til að leysa Fernandinho af hólmi. Allir hinir stjórarnir hljóta að hrista hausinn því yfir hvernig í ósköpunum þeir eigi að stoppa meistarana núna þegar þeir virðast aðeins hafa bætt í. Christian Pulisic Chelsea – 58 milljónir punda Bandaríkjamaðurinn er jú eini nýi maðurinn hjá Chelsea og því eru aðdáendur félagsins svolítið spenntir að sjá guttann. Með Hudson-Odoi á meiðsla- listanum er Pulisic að fá fullt af mínútum í byrjun. Tanguy Ndombele Tottenham – 55,5 milljónir punda Tottenham keypti mann. Því ber að fagna. Góður á boltanum en enn betri án bolta samkvæmt miðlum ytra. Harður í horn að taka og er eiginlega akkúrat maðurinn sem félagið þurfti. Góð viðbót við liðið. Patrick Cutrone Wolves – 16 milljónir punda Alvöru framherji hjá Úlfunum. Það gæti orðið veisla. Með Diogo Jota og Ruben Neves til að búa eitthvað til fyrir guttann. Úlfarnir buðu opinn faðm og það er eitt- hvað sem segir að þetta verði einstakt ástarsamband. Dani Ceballos Arsenal – Að láni Vissulega bara að láni en Arsenal virðist hafa náð í spikfeitan bita. Real Madrid hafði engan áhuga að selja og vildi varla lána hann enda þegar orðinn stjarna í heimalandinu. Hver veit. Kannski slær hann Özil út. Wesley Moraes Aston Villa – 22 milljónir punda Moraes á merkilega sögu. Missti föður sinn aðeins 9 ára og varð sjálfur pabbi 15 ára. 17 mörk og 10 stoð- sendingar á síðustu leiktíð, vissulega í Belgíu, en frammistaða hans gæti ráðið úrslitum fyrir Villa. Ensku liðin hafa verið dugleg sem fyrr á leikmannamarkaðnum. Flest lið, fyrir utan Newcastle auðvitað, virka betri en í fyrra. Fréttablaðið tók saman nokkra nýja sem gætu gert góða hluti á komandi tímabili. KYNNINGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 ENSKI BOLTINN 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 8 F -3 E E 0 2 3 8 F -3 D A 4 2 3 8 F -3 C 6 8 2 3 8 F -3 B 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.