Fréttablaðið - 09.08.2019, Side 40

Fréttablaðið - 09.08.2019, Side 40
NÚNA ER SALAN MUN JAFNARI, FLEIRI KAUPA BÆKUR FYRIR SJÁLFA SIG OG EKKI ER LENGUR GERÐ SÚ KRAFA AÐ GJAFABÆKUR VEGI Á VIÐ HÁLFAN DILKSSKROKK.Breyting hefur orðið á bókaútgáfu á Íslandi. Hér áður fyrr fór lítið fyrir annarri útgáfu en rétt fyrir jólin, en fyrir a l l nok k r u m á r u m spratt upp blómleg vorútgáfa. Í dag má allt eins tala um sumarút­ gáfu því skyndilega eru bækurnar farnar að koma út í júlí, þar á meðal ný íslensk skáldverk. Blaðamaður náði tali af Bryndísi Loftsdóttur, starfsmanni Félags íslenskra bóka­ útgefenda, og forvitnaðist um þess­ ar breytingar. „Þegar vorútgáfa hófst á sínum tíma var hún tilraun bókaútgefenda til að jafna söluna yfir árið og auka útgáfu og sölu á vasabrotsbókum. Á sama tíma fór sala á innbundnum þýðingum fyrir jól minnkandi og færðist því yfir í kiljur sem komu út á vorin. Um páskana verður venju­ lega sprenging í útgáfu, glæpa­ sögur hafa verið mest áberandi á þessum tíma auk þess sem bækur íslenskra höfunda, sem gengu vel árið á undan, koma þá einnig út í kiljuformi. Nú erum við svo að sjá nýjan útgáfuhnykk um mánaða­ mótin júní­júlí þegar enn f leiri nýjar bækur streyma á markað. Þetta helst í hendur við að þjóðin fer í sumarfrí og slakar á við lestur. Lestrargleði Íslendinga á sumrin hefur hjálpað útgáfunni,“ segir Bryndís. Krakkar vilja nýtt efni Hún segir hlut íslenskra höfunda í vor­ og sumarútgáfu hafa aukist. „Áherslan er oft á ný nöfn. Það er mikið kapp og barátta fyrir jól og erfitt fyrir unga höfunda að kom­ ast í kastljósið. Vor og sumar hefur reynst góður tími til að gefa verk nýrra eða ungra höfunda út í kilju. Það koma reyndar líka verk þraut­ þjálfaðra höfunda út á þessum tíma, glæpasögur Jónínu Leósdóttur koma út snemma á árinu. Við sjáum líka þekkta barnabókahöfunda nýta sér hækkandi sól til útgáfu, Gunnar Helgason, Ævar Benedikts­ son og Bergrún Íris Sævarsdóttir sendu til dæmis öll frá sér ný verk í vor. Krakkar eiga að lesa allt árið og vilja nýtt efni eins og við hin. Það er líka að koma út mjög fjölbreytt efni fyrir börn eins og til dæmis þrauta­ bækur og teiknimyndasögur á íslensku. Mikið hefur verið talað um að það vanti lesefni fyrir stráka en mér finnst útgefendur hægt og rólega vera að svara kallinu.“ Rómantískt söguval Spurð hvort hlutur þýddra glæpa­ sagna í vor­ og sumarútgáfu sé áberandi mikill segir Bryndís: „Áður einokuðu þýddar glæpasögur markaðinn. Í kjölfar hrunsins kom út mikið af prjónabókum og mat­ reiðslubókum og þá hafði maður á tilfinningunni að fólk notaði sumarfríið fyrst og fremst til að prjóna og elda. Núna er útgáfan verulega fjölbreytt og mér sýnist að glæpasögur nái ekki einu sinni helmingi útgefinna skáldsagna yfir sumartímann. Það er veruleg breyting.“ Hún segir þýddar glæpa­ sögur þó enn seljast mest. „Það sést á metsölulistum að þær eiga yfirleitt fyrsta til þriðja sætið, það er helst að þeim sé nú ógnað af notalegum ástarsögum sem hafa verið að sækja í sig veðrið. Við erum að verða svo­ lítið rómantískari í söguvali.“ Eins og að vinna í ríkinu Bryndís hefur unnið í bókabrans­ anum í áratugi og hefur séð miklar breytingar á þeim tíma. „Ég byrjaði að vinna í bókabúð fyrir 30 árum, að vinna þar á öðrum árstíma en fyrir jól var eins og að vinna í rík­ inu vegna þess að þá var aldrei nein bóksala að ráði nema á fimmtudög­ um og föstudögum. Þá var maður allan daginn að pakka inn ritsöfn­ um og stórbókum sem ætlaðar voru til gjafa. Núna er salan mun jafnari, f leiri kaupa bækur fyrir sjálfa sig og ekki er lengur gerð sú krafa að gjafabækur vegi á við hálfan dilks­ skrokk, vafðar inn í glært sellófon og skreyttar stórum plastslaufum. Bókaunnendur í dag mæta með ögr­ andi ljóðabók eða nýja kilju í veislur og matarboð og margir frábiðja sér frekari innpökkun.“ Lestrargleði á sumrin Mikil og merkileg breyting hefur orðið á bókaútgáfu á Íslandi og útgáfa um vor og sumar er í blóma. Bryndís Loftsdóttir er æði fróð um þessa þróun í útgáfunni. Bryndís með stafla af íslenskum verkum sem hafa komið út á síðustu vikum og mánuðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Urðarmáni Ari Jóhannesson Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 212 Spánska veikin var ein skelfilegasta farsótt sem gengið hefur yfir landið, ekki hvað síst fyrir það að hún lagðist þyngst á ungt fólk og fólk á besta aldri, þá sem báru uppi sam­ félagið bæði hvað varðar atvinnulíf og umönnun. Urðarmáni gerist á haustmánuðum 1918 þegar spánska veikin bættist eins og djöflakrydd ofan á eldgos með tilheyrandi ösku­ falli og nístandi ískulda sem þegar réðu lögum og lofum í Reykja­ vík og álagið á samfélagið var gríðarlegt, ekki síst á heilbrigðisstarfsfólk. Höfundur bókarinnar Urðarmáni er læknir og sækir efniviðinn í heimildir um þetta tímabil sögunnar og greinilegt á bókinni að hann hefur bæði áhuga og ástríðu fyrir því. Sagan hefst um það leyti sem spánska veikin kemur til landsins og fylgir nokkr­ um persónum, bæði raunveruleg­ um og ímynduðum af höfundarins hendi gegnum þessa hamfaratíma. Rammi hennar er frásögn læknis í nútímanum eða mjög náinni fram­ tíð sem talar til nemenda sinna þegar skæð inflúensa sem svipar óhugnanlega til þeirrar fyrir rúmum hundrað árum, berst hingað með ferða­ mönnum og útlit er jafnvel fyrir að eitthvað af sögunni endurtaki sig. Urðarmáni er mjög fallega og vel skrifuð bók og tekst höfundi bæði að viðhalda spennu og draga upp skýra og trúverðuga mynd af Reykjavík frostavetrarins 1918. Per­ sónurnar eru einnig trúverðugar, hvort sem um er að ræða landlækni sem liggur undir ámæli fyrir að bregðast ekki rétt við þeim vágesti sem vitað var að myndi berja að dyrum og leitar krafta í vafasamar veitur, unga grasakonu sem þráir að verða ljósmóðir eða landsþekktan rithöfund sem leit ast v ið að færa ástandið í orð. Lýsingar eru myndrænar og oft auðvelt að sjá fyrir sér hvernig bókin gæti litið út sem skjáverk, annaðhvort í sjónvarpi eða k v i k m y n d . Fyrst og fremst er þó lesnautn a ð s t í l nu m sem er bæði meitlaður og háfleygur á köflum en þó læsilegur og aðgengi­ legur og dregur lesandann að bók­ inni og efninu. Þó söguefnið sé sótt í raunverulega atburði og fyrir­ myndir sóttar í persónur sem voru þátttakendur í þeim er Urðarmáni þó skáldsaga fyrst og fremst enda dregur höf­ undur enga dul á það og tekur fram í formála. Þessi saga á hiklaust erindi við íslenska lesendur í dag, bæði vegna skemmtanagildis og af sagnfræðilegum og fagurfræði­ legum ástæðum. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Áhugaverð og spenn- andi saga um aldargamla hamfara- daga. Hamfaradagar 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 9 -0 8 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 8 F -4 D B 0 2 3 8 F -4 C 7 4 2 3 8 F -4 B 3 8 2 3 8 F -4 9 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.