Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 13
Það álag af símanotkun sem stoðkerfi líkamans verður fyrir fer eftir líkamsstöðunni sem viðkomandi er í við notkunina. Því miður
er algengt að fólk sé hokið yfir sím-
anum í lengri tíma og það setur
vissulega aukið álag á meðal annars
liði, diska og vöðva. Með tímanum
getur það síðan valdið vandræðum
hjá sumum, en það er einstaklings-
bundið hvort það þróast yfir í að
vera vandamál.
Beinagrind manna er mjög
Gunnþórunn
Jónsdóttir
gunnthorunn@frettabladid.is
Hreyfingarleysi er
eitur fyrir beinin
Halldóra Björnsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Beinverndar,
segir að hreyfingarleysi
og kyrrseta sé „eitur í
beinum“ fyrir alla og
sérstaklega þá sem eru
með litla beinþéttni
eða beinþynningu.
Beinþynning er
efnaskiptasjúkdómur í
beinum og er algengust
hjá konum í kjölfar
tíðahvarfa og eru helstu
áhrifaþættir aldur, kyn og
ættarsaga. Hætta á bein-
þynningu eykst með hækkandi
aldri og eru konur líklegri til
að fá beinþynningu en karlar.
Beinþynning getur einnig verið
afleiðing annarra sjúkdóma
eða lyfja. Þeir sem eru of
grannir eða léttir eru einnig í
aukinni hættu.
„Mikil notkun á snjalltækjum
felur í sér kyrrsetu og þá oft
í langan tíma sem er mjög
slæmt. Líkamsstaða okkar við
notkun snjalltækja er einnig oft
slæm þar sem við sitjum hokin
og höfuðið lýtur fram. Það
teygist á vöðvum í efri hluta
baks og aftan í hálsi og brjóst-
vöðvar og axlavöðvar styttast.
Þetta getur leitt af sér álag á
hryggjarsúluna og stoðkerfið
verður stirt af hreyfingarleys-
inu,“ segir Halldóra.
„Í æsku eru frumurnar
sem byggja upp bein öflugri
en frumurnar sem brjóta
niður bein. Þess vegna stækkar
beinagrindin og styrkist. Rétt
fyrir kynþroska taka beinin út
mikinn vaxtarkipp, þau stækka
og þéttast. Hámarks beinþéttni
næst upp úr tvítugu. Þess
vegna er mikilvægt að huga
vel að hreyfingu og næringu á
þeim árum til þess að hámarks-
beinþéttni verði náð.“
Halldóra segir að það sé
mikilvægt að hlúa að bein-
unum okkar með hæfilegri
hreyfingu og hollum mat, forð-
ast reykingar og áfengi.
„Fjölbreytt og næringarrík
fæða sem inniheldur nóg af
D-vítamíni, kalki og próteinum
auk K-vítamíns og magnesíums
er góð fyrir beinin. Líkamleg
hreyfing skiptir öllu máli.
Hreyfing sem felur í sér að
við höldum uppi okkar eigin
líkamsþyngd eins og göngur,
skokk, hlaup, dans og bolta-
íþróttir,“ segir Halldóra. „Beinin
þurfa örvun eða áreiti sem
felst í líkamsþjálfuninni og þau
svara þeirri örvun með aukinni
beinmyndun. Það er fylgni á
milli stæltra vöðva og sterkra
beina. Það er aldrei of seint að
huga að heilbrigði beina sinna
en forvörn í æsku á meðan
líkaminn er að taka út vöxt og
þroska er mikilvæg. Einnig er
mikilvægt að huga að bein-
unum á efri árum.“
Mikil notkun á snjall-
tækjum felur oft í sér
kyrrsetu í langan tíma.
Líkamsstaðan við
notkun er oft þannig
að líkaminn er boginn
og höfuðið hallast fram
á við. Þetta getur haft
margvísleg áhrif á þessi
svæði og mögulega
aukinn vöxt á beinum.
maður við háskólann í Sunshine
Coast í Ástralíu, sagði í samtali við
BBC að á sínum 20 ára læknaferli
hefði hann fyrst nú á síðasta ára-
tug uppgötvað að sjúklingar hans
bæru þennan vöxt á höfuðkúpunni.
Shahar ásamt hópi vísindamanna
greindi yfir þúsund röntgenmyndir
af höfuðkúpum fólks á aldrinum
18-86 ára. Niðurstöður þeirra sýndu
fram á að nabbarnir væru algengari
en búist var við og þá sérstaklega
hjá yngri aldurshópnum. Einn af
hverjum fjórum á aldrinum 18-30
ára hafði þennan aukna vöxt.
Spurningin er hins vegar þessi:
Má rekja vöxtinn til breyttrar
líkamsbeitingar vegna notkunar á
snjalltækjum?
„Bein laga sig að ýmsu álagi. Það
er til dæmis mjög þekkt að bein
kraftlyftingamanna hafa aukna
beinþéttni og gildleika af hinu
síendurtekna álagi sem er sett á
þau,“ segir Haraldur Magnússon,
osteópati og formaður Osteópata-
félags Íslands. „Í þessari grein sem
þú minntist á í upphafi segir að
beinnabbi, sem myndist fyrir miðju
hnakkabeini og finnist í auknum
mæli hjá fólki, myndist fyrir til-
stuðlan símanotkunar. Samkvæmt
kenningunni, þá er þetta ekki ótrú-
legt.“
Haraldur segir að þetta geti gerst
á öðrum stöðum í líkamanum
þar sem óeðlilegt álag vegna
togs á beini til lengri
tíma getur valdið bein-
nabbamyndun. Eitt
algengasta þekkta
v a nd a m á l ið e r
h æ l s p o r i s e m
margir ættu að
þekkja eða hafa
heyrt af. „Þann-
ig að ég y rði
ekki hissa á að
þessi beinnabbi
á hnakkanum sé
að þróast hjá fólki
í auknum mæli.“
Það hafa mörg
v a nd a m á l ve r ið
sögð stafa af lélegri
líkamsstöðu eða verða
verri, en að sögn Haraldar
virðast rannsóknir ekki hafa
náð að tengja lélega líkamsstöðu
við stoðkerfaverki.
„Það segir okkur að við getum
ekki alhæft að óákjósanleg líkams-
staða valdi beint verkjum eða ein-
hverjum öðrum vandamálum. En
það breytir því ekki að margir finna
fyrir óþægindum og verkjum við að
sitja langtímum saman hoknir við
skjáinn sem þarf að gera eitthvað í
til að líða betur,“ segir Haraldur.
„Helstu vandamálin sem ég fæ
til mín, sem fólk segir versna við
að sitja eins og rækja, eru auðvitað
herðavöðvabólgan, stífleiki í hálsi,
milli herðablaða og í mjóbaki,
höfuð verkur í hnakkasvæði og
doði út í fingur. Einnig er áhugavert
að mjög hokin setstaða takmarkar
hreyfisvið þindarinnar þannig að
öndun verður grynnri og óskilvirk-
ari með þeim vandamálum sem því
geta fylgt.“
Ekki megi gleyma því að vanda-
málið sé ekki einungis óæskileg
líkamsstaða ein og sér heldur er
það einnig það hreyfingarleysi sem
fylgir samhliða.
„Við erum háð reglubundinni
hreyfingu til að fríska upp á stoð-
kerfi okkar á marga vegu þannig
að það er best að taka sér reglulega
hvíld frá skjánum til þess að hreyfa
sig.“
sveigjan leg. Þó að bein sem við
sjáum á ýmsum söfnum og víðar
séu hvít og virðist þétt þá eru bein
í raun og veru bleik á litinn með
æðum. Bein eru lifandi vefur og eru
stöðugt að endurnýja sig. Það eru
beinfrumur sem brjóta niður bein
og aðrar sem byggja upp bein. Það
er meðal annars þess vegna sem
bein grær eftir að hafa brotnað.
BBC birti nýlega grein um aukinn
vöxt á þekktu beini í hnakkanum
sem hefur verið að greinast í sumu
fólki. Þar til nýlega var þessi vöxtur
talinn mjög sjaldgæfur. Beinið sem
nabbinn vex út frá getum við fundið
með því að þreifa með fingrunum
á neðri bakka höfuðkúpunnar, rétt
fyrir ofan hálsinn.
David Shahar, heilbrigðisvísinda-
Koma börn í auknum mæli
sérstaklega í sjúkraþjálfun vegna
álags á ákveðin svæði vegna mikillar
notkunar á snjalltækjum?
„Undanfarin ár höfum við verið að fá fleiri börn
sem finna fyrir einkennum í höfði, hálsi og herðum.
Það má oft rekja til mikillar notkunar á snjalltækjum
og slæmrar líkamsstöðu við notkun. Eðlilega verður
foreldrum brugðið þegar barnið þeirra kvartar undan
verkjum á þessu svæði og þá sérstaklega í höfðinu.
Verkirnir geta komið vegna aukinnar vöðvaspennu á
þessu svæði og álags á hálsliði. En þá er mikilvægt
að líta til tímans sem barnið eyðir í snjalltæki og
líkamsstöðu barnsins við notkun, bæta að-
stæður og leiðbeina því við notkun.“
Alexandra Guttormsdóttir
sjúkraþjálfari hjá Aflinu
Gott ráð
við hok-
inni stöð
u er að fæ
ra
símann n
ær andlit
inu í
stað þess
að grúfa
sig
yfir hann
Þannig að ég yrði
ekki hissa á að þessi
beinnabbi á hnakkanum sé
að þróast hjá fólki í auknum
mæli.
Haraldur
Magnússon
osteópati
Beinin þurfa
örvun eða áreiti
sem felst í líkamsþjálfun-
inni og þau svara þeirri
örvun með aukinni
beinmyndun.
Halldóra Björnsdóttir,
framkvæmdastjóri Beinverndar
Halldóra
Björnsdóttir.
Lykillinn
er hreyfing
líkamans
TILVERAN
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð