Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 4
jeep.is JEEP ® RENEGADE SUMARTILBOÐ JEEP® RENEGADE LIMITED MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 5.702.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.390.000 KR. JEEP® RENEGADE TRAILHAWK MEÐ TILBOÐSPAKKA - LISTAVERÐ: 6.202.000 KR. - TILBOÐSVERÐ: 5.690.000 KR. Bjóðum nokkra Jeep® Renegade Limited og Trailhawk með tilboðspakka. 2.0 lítra dísel vél 140 hö. Limited - 170 hö. Trailhawk 9 gíra sjálfskipting, hátt og lágt drif, álfelgur, 7” upplýsinga- og snertiskjár og Bluetooth til að streyma síma og tónlist. Tilboðspakki: Þægindapakki, LED ljósapakki, svart þak og 8,4” upplýsinga- og snertiskjár (aðeins í Trailhawk.)* ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF *Aukahlutir ekki í tilboði: kajak og kajak festingar UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST ÍSLANDSPÓSTUR „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstr- inum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt sína á Íslands- pósti á þriðjudag. Bjarni kveðst ekki hafa náð að fara yfir skýrsluna sjálfur en á þriðjudag var hún kynnt stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd og fjár- laganefnd Alþingis, áður en hún var birt opinberlega. Bjarni segir Íslandspóst með sjálfstæða stjórn sem honum sýnist á fréttum að hafi brugðist við sumu af því sem fram kemur í skýrslunni. Líkt og greint hefur verið frá var starfsfólki Íslandspósts tilkynnt um viða- miklar skipulags- og hagræðingar- aðgerðir í aðdraganda þess að úttekt Ríkisendurskoðunar var birt. Þar verður framkvæmdastjórum meðal annars fækkað og skrifstofur fyrirtækisins fluttar. Aðspu rðu r hvaða þýðing u skýrslan hafi fyrir næstu skref og framtíðina með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einka- væðing eigi sér stað. „Hins vegar held ég að það hafi ekki verið aðstæður til þess undan- farin misseri eða ár að hefja undir- búning að slíkri sölu vegna þess hvernig reksturinn hefur gengið. Okkur er það ljóst núna að til dæmis alþjónustukvöðin sem hvílt hefur á fyrirtækinu hefur ekki verið nógu vel fjármögnuð sem birtist meðal annars í nýlegum úrskurði Póst- og fjarskiptastofnunar.“ Bjarni segir að þegar nauðsyn- legar umbætur á lagaumgjörðinni og rekstrinum verði farnar að skila árangri sé engin ástæða fyrir eignar- haldi ríkisins á fyrirtækinu. „Þá er ég sérstaklega að vísa til þess að við höfum öll tök á verð- lagningu þjónustunnar sem við viljum hafa, þessari grunnpóst- þjónustu í landinu. Að öðru leyti getur hún bara farið fram á sam- keppnisgrundvelli. Það er hluti af þeirri þjónustu sem ber sig ekki á samkeppnisgrundvelli og þá verður ríkið að gera þjónustusamning um það og í þeim þjónustusamningi getum við ákveðið þjónustustigið og verðlagningu. En að öðru leyti eigi þetta fyrirtæki bara að vera að keppa á samkeppnisgrundvelli.“ Bjarni segir að af opinberri umfjöllun að dæma séu málefni Íslandspósts í góðum farvegi innan stjórnarinnar nú og margt af því sem tiltekið sé í skýrslunni tilheyri fortíðinni. mikael@frettabladid.is Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra spurður um framtíðareignarhald fyrirtækisins. Ríkisendurskoðun gaf Íslandspósti hirtingu.  Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur. Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnahagsráð- herra Tilkynnt var í vikunni um viðamiklar skipulags- og hagræðingaraðgerðir hjá Íslandspósti. Bjarni segir að þegar búið verði að koma fyrirtækinu á rétt ról sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji eignarhlut sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR UMHVE RFISMÁL Landeigandi á Seljanesi á Ströndum, Elías S. Krist- insson, stillti sér upp fyrir framan beltagröfu á Ófeigsf jarðarvegi á þriðjudag og stöðvaði þannig framkvæmdir verkamannsins sem starfaði þar í umboði VesturVerks. Eins og Fréttablaðið greindi frá hóf orkufyrirtækið framkvæmdir á vegi þrátt fyrir kæru sem landeigendur Drangavíkur lögðu fram gegn fram- kvæmdaleyfi þeirra. „Hann má nú eiga það, gröfumað- urinn, að hann var ljúfur sem lamb og mjög kurteis. Hann hætti strax störfum eftir að ég sagði honum að ég myndi ekki færa mig af veginum,“ sagði Elías í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann brunaði beint á staðinn á þriðjudagskvöld eftir að hann fékk veður af framkvæmdunum. „Mér finnst þetta alveg ótrúleg ósvífni, að daginn eftir að það kemst upp að þeir eigi ekki stóran hluta af vatnssvæðinu sem þeir þurfa, þá hefji þeir framkvæmdir,“ segir Elías. „Allir eðlilegir menn hefðu ákveðið að bíða eftir að fá úr þessum málum skorið. Þetta sýnir bara hvað þetta er ósvífið lið.“ Elías segir verktakann á gröfunni þá hafa staðfest að Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri VesturVerks, hafi sent hann af stað í framkvæmdirnar kvöldið áður, sama dag og landeigendur lögðu kæruna fram. „Ætlun þeirra er að eyðileggja eins mikið og hægt er í sumar svo að það verði ekki hægt að hætta við virkjunina. Þessir menn hugsa bara um peninga og hluta- bréfin sín og svífast bara einskis.“ – ókp Stöðvaði gröfu VesturVerks Elías S. Kristinsson. VIÐSKIPTI Fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs af sölu eigna á Ásbrú er um 14 milljarðar króna en síðustu eignirnar sem heyrðu áður undir gamla varnarliðssvæðið voru seldar á árinu. Þá hefur Reykjanesbær feng- ið um 370 milljónir króna í gatna- gerðargjöld af verkefninu. „Þessi ávinningur verður að telj- ast mun meiri en vonir stóðu til við brotthvarf Varnarliðsins á sínum tíma,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco, Þróunar- félags Keflavíkurflugvallar ehf. Kadeco, sem er félag í eigu ríkisins, hefur leitt þróun og umbreytingu á gamla varnarliðssvæðinu frá árinu 2006 þegar bandarísk stjórnvöld skiluðu svæðinu til íslenskra stjórn- valda. Nú búa á fjórða þúsund manns á Ásbrú og á þriðja hundruð fyrirtæki eru skráð á svæðinu sem skapa um þúsund störf. Síðustu eignir Kadeco voru seldar á árinu og því eru allar eignir sem félagið fékk til umsýslu árið 2006 komnar í borgaraleg not. Samkvæmt greiningu sem stjórn félagsins lét vinna er fjárhagslegur ávinningur ríkissjóðs, eiganda félagsins, af verkefninu um 14 millj- arðar króna.– ab 14 milljarðar ávinningur ríkisins af sölu eigna á Ásbrú Þessi ávinningur verður að teljast mun meiri en vonir stóðu til Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarfor- maður Kadeco 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.