Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 45
Sannkölluð stórsýning á myndlist er haldin á Snæ-fellsnesi í sumar á rúmlega þrjátíu sýningarstöðum og þar eru sýnd verk eftir sjötíu og einn lista- mann. Akademía skynjunarinnar og Svæðisgarðurinn Snæfellsnes standa saman að sýningunni sem hefur heitið Nr. 3 Umhverfing og stendur til ágústloka. Myndlistar- mennirnir Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir eru sýningar- stjórar sýningarinnar. Verkefnið Umhverfing er ferðalag umhverfis landið. Nr. 3 Umhverf- ing er þriðja sýningin í því ferða- lagi. Nr. 1 Umhverfing var haldin á árið 2017, þar sem fjórtán lista- menn með tengsl við Skagafjörð sýndu verk sín innan og utandyra á fjórum stöðum á Sauðárkróki. Á sýningunni Nr. 2 Umhverfing árið 2018 sýndu þrjátíu og sjö listamenn með tengsl við Fljótsdalshérað á fjórum stöðum á Egilsstöðum. Verkefnið vex jafnt og þétt og nú sýnir sjötíu og einn listamaður vítt og breitt á Snæfellsnesi. Upp- hafspunkturinn er í Breiðabliki, Gestastofu Svæðisgarðsins Snæ- fellsness, þar sem sýnendur kynna sig á veggspjöldum sem hver og einn hefur útbúið með sínu lagi,“ segir Anna. „Hugmyndin að baki þessum sýningum er að sýna verk eftir listamenn sem tengjast við- komandi svæðum, eru ættaðir þaðan, hafa búið þar eða dvalið í lengri eða skemmri tíma.“ Nútímalist til almennings Anna segir að þetta sé hugsjóna- starf og unnið að langmestu leyti í sjálf boðavinnu. „Við viljum færa nútímalistina nær almenningi og setjum listaverk upp í tengslum við aðra menningarstarfsemi á viðkom- andi svæði en setjum þau einnig í óhefðbundið rými. Listaverkin eru í þetta sinn á rúmlega þrjátíu stöð- um, aðallega í þéttbýliskjörnum. Við höfum til dæmis alltaf sýnt verk á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða og þar höfum við fundið fyrir alveg sérlega miklu þakklæti. Nú er sýn- ingin einnig á hótelum, veitinga- húsum, í gömlum hlöðum, upp- gerðum og óuppgerðum, kirkjum, þjóðmenningar- og kynningar- setrum, í fjörum og utan á húsum og veggjum. Við höfum fundið fyrir mikilli jákvæðni hvar sem við komum, sem ber greinilega vott um áhuga á menningu og listum.“ Listamennirnir eru valdir með tilliti til tengsla þeirra við viðkom- andi svæði og það vekur oft áhuga þeirra á ætt sinni og uppruna ,“ segir Anna. Sýningin á Snæfellsnesi nú setur sannarlega svip á þetta fal- lega svæði. „Heimamenn fá að kynnast því hvað þeirra fólk er að gera og aðrir geta sömuleiðis notið fjölbreyttrar listar. Verkin spanna nánast öll svið myndlistar og þátt- takendurnir eru allt frá óþekktum myndlistarmönnum til heims- þekktra myndlistarmanna. Þess má geta að í þeim stóra hópi sem sýnir á Snæfellsnesi eru átta sem hafa verið fulltrúar Íslands á Feneyjabienn- alnum,“ segir Anna. Sérstakt leiðakort Bækur hafa verið gefnar út í tengsl- um við fyrri sýningar og svo er einnig nú. Í bókinni sem kemur út í tengslum við þessa sýningu eru upplýsingar um alla þátttakendur sýningarinnar í máli og myndum. Hjónin Sturla Böðvarsson, fyrrver- andi ráðherra, og Hallgerður Gunn- arsdóttir lögfræðingur skrifa grein um mannlíf og menningu á Snæ- fellsnesi. Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi Uppbyggingar- sjóðs Vesturlands, og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness, skrifa um aðdraganda sýningarinnar og formála bókarinnar. Bókin er til sölu í Breiðabliki, Norska húsinu í Stykkishólmi og Pakkhúsinu í Ólafsvík. Sérstakt leiðakort sýn- ingarinnar liggur frammi á þessum stöðum og á f lestum sýningar- stöðunum, sem allir geta fengið án endurgjalds til að taka með sér í ferðalagið. Á https://www.facebook.com/ umhverfing/ er hægt að nálgast upplýsingar um sýninguna. Þar er slóð inn á Google Maps með upplýs- ingum og nákvæmum staðsetning- um allra listaverka sýningarinnar. Ferðalag um Snæfellsnes Anna Eyjólfsdóttir stendur hér við bátaverk Árna Páls Jóhannssonar. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Þessi volduga lóa listamanns- ins Steingríms Eyfjörðs er sýnd í Norska húsinu í Stykkishólmi ásamt öðrum listaverkum. Erró á verk sem sýnd eru í Pakkhúsinu í Ólafsvík. Tvær ljósmyndir, eftir Ragnhildi Láru Weisshappel og Önnu Eyjólfsdóttur, prýða þennan vegg við verslunina Kassann í Ólafsvík. Tugir listamanna sýna verk sín á Snæfellsnesi í sum- ar. Sýningarstaðir eru rúmlega þrjá- tíu. Sýningin er sú þriðja sinnar teg- undar og í tengslum við hana kemur út vegleg bók. VIÐ HÖFUM FUNDIÐ FYRIR MIKILLI JÁKVÆÐNI HVAR SEM VIÐ KOMUM, SEM BER GREINILEGA VOTT UM ÁHUGA Á MENNINGU OG LISTUM. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.