Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan og vestan 5-15 m/s, hvassast NV-lands. Súld með köflum V-til á landinu og rigning í kvöld en þykknar heldur upp fyrir austan. SJÁ SÍÐU 30 VERÐ FRÁ 345.900 KR. M.V. 2 FULLORÐNA NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 MIÐJARÐARHAFIÐ INDEPENDANCE OF THE SEA Sigling um 1. - 14. SEPTEMBER Hverfisgatan sundurtætt Viðgerðir á Hverfisgötunni hafa valdið talsverðri truf lun á umferð í miðbæ Reykjavíkur en verktakarnir hófust handa um miðjan maí síðastliðinn og áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir fram að september. Auk endurgerðar Hverfisgötunnar er einnig verið að endurnýja lagnir í Ingólfsstræti upp að Laugavegi. „Verkið felst í að grafa og fylla í götu, gangstéttir og hjólastíg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI RAFÍÞRÓTTIR Hópur rafíþróttaunn- enda var samankominn í Háskóla- bíói í gær til að fylgjast með fyrra úrslitakvöldi Lenovo deildarinnar. Í gær kepptu lið Dusty og FH í tölvuleiknum League of Legends. Það var til mikils að vinna, en sigurliðið tryggði sér keppnisrétt á Norðurlandamóti í League of Leg- ends í sumar ásamt sínum skerf af 500.000 króna verðlaunafé. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun. Í kvöld verður keppt í tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive, en þar etja kappi liðin HaFiÐ og Fylkir. Deildin er sú fyrsta sinnar teg- undar en rafíþróttir hafa vaxið hratt á Íslandi á síðustu misserum. Í dag má finna rafíþróttadeild innan FH, KR og Fylkis, en f leiri íþrótta- félög hafa sýnt senunni áhuga. Melína Kolka, varaformaður Raf- íþróttasamtakanna, segir að það sé löngu tímabært að Íslendingar taki þátt í rafíþróttasenunni. „Við eigum mikið af góðu og f lottu rafíþrótta- fólki sem fær nú tækifæri til þess að vaxa og bæta sig í góðu skipulögðu umhverfi,“ segir Melína og bætir við að hún vildi óska að það hefði verið hægt að æfa rafíþróttir í góðri umgjörð þegar hún var yngri. – atv Undanúrslit í Háskólabíói REYK JAVÍK Hollvinasamtök Ell- iðaárdals munu kæra nýtt skipulag við Elliðaárdalinn til Skipulags- stofnunar og reyna að koma því í íbúakosningu. Deiliskipulag fyrir svæðið, sem heimilar byggingu gróðurhvelfinga, var samþykkt á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í gær. Fer það nú fyrir borgarráð. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er verulega ósáttur við að farið verði í uppbyggingu á svæðinu og segir að hann bíði nú eftir að borgar- ráð afgreiði málið til að hægt sé að kæra það. „Það er ekki bara verið að samþykkja að byggja 4.500 fer- metra biodome og húsnæði fyrir Garðyrkjufélag Reykjavíkur, það er verið að samþykkja 43 þúsund fer- metra lóðir inni í Elliðaárdalnum. Þetta er enginn vinnuskúr. Ég bara á ekki orð.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu telur Umhverfis- stofnun fyrirhugaða byggingu ganga á svæðið, skerða útivistar- svæði almennings verulega og þrengja að vatnasviði. Hyggst Halldór Páll kæra málið til Skipu- lagsstofnunar á grundvelli álits Umhverfisstofnunar. Hyggst hann líka fara með málið í íbúakosn- ingu. „Við munum fara í það ferli eins og á Selfossi að gera kröfu um íbú- akosningu til að fá þetta fellt.“ Hjálmar Sveins- son, fulltrúi Sam- f y l k i ng a r i n n a r í ráðinu, seg ir deilisk ipu lag ið ekki ganga á Ell- iðaárdalinn. „Þetta er á svæði við Stekkjarbakka og er í rauninni býsna raskað,“ segir Hjálmar. „Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipulagið.“ Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisf lokksins í ráðinu, er ekki sammála um að svæðið sé í jaðr- inum. „Við höfum verið mótfallin þessu skipulagi frá upphafi. Það hefur mikið verið reynt að halda því fram að þetta sé ekki grænt svæði. Þetta er alveg ofan í Elliðaánum,“ segir Hildur. „Svona svæði eru með því verðmætasta sem við eigum í borgum og við eigum að vernda það. Elliðaárdalurinn er lungu borgarinnar.“ arib@frettabladid.is Vill íbúakosningu um skipulag Elliðaárdals Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag í Elliðaárdalnum. Málið fer nú fyrir borgarráð. Hollvinasamtök Elliðaárdals hyggjast kæra málið til Skipulagsstofnunar og fara með það í íbúakosningu. Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, vill engar stórframkvæmdir á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Þetta er í jaðri Elliðaárdalsins. Þarna gerir aðalskipulag Reykjavíkur ráð fyrir að geti komið græn starfsemi. Við teljum einfaldlega að þetta sem þarna er fyrirhugað sé í samræmi við aðalskipu- lagið. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Rafíþróttir hafa vaxið á methraða síðustu ár. FRETTABLADID/RAGNAR MÁNI SAMFÉLAG Ný og endurbætt til- k y nningarsíða Ábendingalín- unnar á vef Barnaheilla var opnuð í gær. Hún er sniðin að ólíkum ald- urshópum en á nýju tilkynningar- síðunni er einnig að finna fræðslu um lög og skilgreiningar á of beldi og öðrum atriðum sem hægt er að tilkynna í gegnum Ábendinga- línuna. Markmið Barnaheilla er að vekja athygli almennings, lögreglu, lög- gjafans, netþjónustuaðila, barna- verndaryfirvalda og f leiri aðila á þætti netsins í kynferðislegu of beldi gegn börnum og þrýsta á stjórnvöld að axla ábyrgð í þessum málaf lokki. Ábendingalínan er rekin með því markmiði að vinna á móti of beldi gegn börnum á netinu, meðal ann- ars að útrýma myndefni sem sýnir kynferðisof beldi gegn börnum og birt er á internetinu. Þá eru mark- miðin einnig að vinna gegn tælingu og hatursorðræðu á netinu. -pk Barnaheill opna nýja síðu 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.