Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 39
FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn
Gísli Eyjólfsson mun snúa aftur
til Breiðabliks og leika með liðinu
eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni
hjá sænska B-deildarliðinu Mjällby.
Viðræður milli félaganna og Gísla
hafa staðið yfir í nokkra daga og nú
hefur ákvörðun verið tekin með
framhaldið. Það er blikar.is sem
greinir frá þessu.
Breiðablik er eins og staðan er
núna í harðri baráttu við KR um
toppsætið í Pepsi Max-deildinni en
KR trónir á toppnum með 23 stig en
Breiðablik er einu sæti neðar með
22 stig.
Liðin mætast einmitt í næstu
umferð deildarinnar mánudaginn
1. júlí en Gísli verður löglegur með
Breiðabliki í þeim leik. Næsti leikur
Breiðabliks er gegn Fylki í átta liða
úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld
en Gísli verður ekki kominn með
leikheimild í þeim leik. – hó
Breiðablik að fá
góðan liðsstyrk
FÓTBOLTI Greint var frá því í gær
að Crystal Palace og Manchester
United hefðu komist að samkomu-
lagi um kaupverðið á hægri bak-
verðinum Aaron Wan-Bissaka.
Wan-Bissaka mun gangast undir
læknisskoðun á næstu dögum og
skrifa undir samning á Old Trafford
eftir að hann kemur heim frá Evr-
ópumóti U21 ára þar sem England
féll úr leik í riðlakeppninni.
Manchester United greiðir fimm-
tíu milljónir punda fyrir bakvörð-
inn og mun hann fá tæp hundrað
þúsund pund á viku í laun. Með því
verður Wan-Bissaka fjórði dýrasti
leikmaðurinn í sögu félagsins á eftir
Paul Pogba, Romelu
Lukaku, og Angel
Di Maria og annar
l e i k m a ð u r i n n
s e m k e m u r
til félagsins í
sumar á eftir
Daniel James
frá Swansea
City. – kpt
Palace tók
tilboði United í
Wan-Bissaka
MMA Staðfest var í gær að Gunnar
Nelson myndi mæta hinum brasil-
íska Thiago Alves í UFC-bardaga
í Kaupmannahöfn þann 28. sept-
ember næstkomandi. Verður þetta
fyrsti bardagi Gunnars í hálft ár eða
síðan hann tapaði samkvæmt dóm-
araúrskurði gegn Leon Edwards í
London í mars síðastliðnum. Bar-
dagi Gunnars og Thiago fer fram í
Royal Arena-höllinni og er fyrsti
bardagi kvöldsins sem er staðfestur
á fyrsta bardagakvöldi UFC í höfuð-
borg Danmerkur.
Þetta er fyrsti bardagi Gunnars
síðan í mars og þarf Gunnar á sigri
að halda. Eftir að hafa verið ósigr-
aður í fyrstu fjórtán bardögunum
hefur Gunnar tapað fjórum af síð-
ustu átta bardögum í búrinu.
Hinn 35 ára gamli Alves hefur
unnið 23 bardaga af 37 á ferlinum og
komst nálægt því að fá veltivigtar-
beltið árið 2009 þegar hann tapaði
titilbardaganum gegn Georges
St-Pierre.
Undanfarin ár hafa ekki reynst
Alves vel, eftir að hafa unnið sautj-
án af fyrstu 22 bardögum ferilsins
hefur hann tapað níu af síðustu
fimmtán bardögum.
Alves verður fimmti brasilíski
bardagakappinn sem Gunnar
mætir á ferlinum. Til þessa hefur
Gunnar unnið þrjá bardaga og
tapað einum. – kpt
Fimmti Brasilíumaðurinn sem Gunnar mætir í búrinu
Gunnar á von á góðum stuðningi í Kaupmannahöfn. NORDICPHOTOS/GETTY
75%
Af fjórum bardögum Gunn-
ars gegn Brasilíumönnum
til þessa hefur Gunnar
unnið þrjá.
Stærsti bitinn
laus allra mála
Besti körfuboltamaður heims, Kevin Durant, ákvað að
hafna samningi Warriors í gær og er því frjálst að ræða
við önnur lið. Þrátt fyrir alvarleg meiðsli munu öll lið
deildarinnar áhugasöm um að fá Durant.
GS Warriors
Durant fengi
nægan tíma
til að ná sér
af meiðsl-
unum og
myndi halda
áfram á kunnuglegum
slóðum hjá liði Warriors
sem mun áfram berjast
um meistaratitla í nýrri
keppnishöll sem verður
opnuð í haust.
Brooklyn Nets
Skyndilega fóru að heyrast raddir
um áhuga Durants á að semja við
Nets á sama tíma og Kyrie Irving.
Nets getur boðið bæði Irving
og Durant veglega samninga og
myndað nýtt ofurlið í Austurdeildinni.
NY Knicks
Durant og New York Knicks hafa
lengið daðrað við hugmyndina um
að Durant eigi að leiða lið Knicks
inn í nýtt gullaldartímabil. Stærsti
markaður Bandaríkjanna og að leika
í einni frægustu höll heims, Madison Squere
Garden, gæti dregið Durant í átt að liði Knicks.
LA Clippers
Samein-
ast Kawhi
Leonard og
Durant um að
ganga til liðs við
Clippers og koma liðinu úr
skugga Lakers? Clippers-liðið
hefur staðið í skugga stóra
bróðurins frá því að liðið
kom til Los Angeles frá San
Diego og gæti það heillað
Durant að færa liðinu fyrsta
meistaratitilinn.
LA Lakers
Vill Durant ganga
til liðs við Anth-
ony Davis og
Lebron James
og mynda nýtt ógnarsterkt
þríeyki? Með Durant innan-
borðs yrði Lakers-liðið geysi-
sterkt og hann líklegur til að
vinna meistaratitla næstu
árin hjá félagi sem þrífst á því
að vinna titla.
NBA Körfuboltamaðurinn Kevin
Durant tilkynnti forráðamönnum
Golden State Warriors það í gær að
hann hygðist ekki nýta sér ákvæði í
samningi sínum um eins árs fram-
lengingu og er honum því frjálst að
ræða við önnur lið í sumar. Durant
er einn besti körfuboltamaður heims
og er ljóst að hörð barátta er fram
undan um að tryggja sér þjónustu
hans þrátt fyrir að hann hafi slitið
hásin á dögunum og óvíst hvort
hann komi við sögu á næsta tímabili.
Ákvörðun Durants um að semja
við Golden State árið 2016 var afar
umdeild en hann yfirgefur San
Francisco með tvo meistarahringa í
farteskinu og reynslunni ríkari. Nú
ætlast hann til þess að fá greitt eftir
að hafa veitt forráðamönnum Gold-
en State afslátt undanfarin ár til að
aðstoða við að byggja upp liðið og að
hann verði í forgrunni liðs sem ætlar
sér meistaratitil.
Durant er eitt hættulegasta sókn-
arvopn sem deildin hefur séð með
stærð sinni og hæfileikum og lið
sem nær að semja við hann verður
strax talið líklegt til þess að landa
meistaratitlum næstu árin en hver
er næsti áfangastaður hans? Hann
hefur sjálfur ekki útilokað að semja á
ný við Golden State en það eru fleiri
lið sem ætla sér að semja við þennan
magnaða leikmann til að blanda sér í
baráttuna um meistaratitilinn. – kpt
25
Durant er með 25 stig að
meðaltali í þeim 849 leikj-
um sem hann hefur leikið í
NBA-deildinni.
2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT