Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — F I M M T U D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. Flestir eiga orðið snjallsíma eða önnur svipuð tæki þar sem líkamsbeitingin býður oft upp á álag á háls, herðar og höfuð. Fullorðnir og börn sækja sjúkra- þjálfun í auknum mæli og vangaveltur um aukinn beinvöxt í hnakka hafa verið utan landsteinanna. ➛12 Hafa snjalltækin bein áhrif á líkamann? Vandamálið er ekki einungis óæskileg líkams- staða ein og sér heldur er það einnig það hreyf- ingarleysi sem fylgir samhliða. Haraldur Magnússon osteópati 1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R DÓMSMÁL Maður var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir til- raun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norður- lands eystra. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar í nóvember í fyrra. Auk fangelsisrefsingar var maður- inn dæmdur til að greiða brotaþola 1.200.000 krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls 5.352.048 krónur. Í forsendum dómsins segir meðal annars: „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns.“ Ákærði krafðist sýknu á þeim grundvelli að um nauðvörn hefði verið að ræða en við ákvörðun um bótafjárhæð til brotaþola segir í dóminum að þrátt fyrir að brotaþoli hafi ráðist að fyrra bragði á ákærða sé ekki unnt að fallast á með ákærða eins og hér standi að sú staðreynd eigi að hafa áhrif á bótafjárhæð- ina. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola varanlegum andlitsskaða. Fjallað er nánar um dóminn og aðdraganda málsins á frettabladid.is – aá Dæmdur fyrir tilraun til manndráps ÍSLANDSPÓSTUR „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstr- inum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt á Íslandspósti á þriðjudag. Aðspurður hvaða þýð- ingu skýrslan hafi fyrir næstu skref með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. Bjarni telur að rekstur Íslands- pósts hafi verið það slæmur að und- anförnu að ekki hafi verið hægt að hefja undirbúning að sölu. Nú séu umbætur á veg komnar og einka- væðing ákjósanleg. – smj / sjá síðu 4 Vill að ríkið selji Póstinn  Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnhagsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.