Fréttablaðið - 27.06.2019, Page 1

Fréttablaðið - 27.06.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — F I M M T U D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM Orkan býður lítrann á lægsta verðinu í öllum landshlutum — án allra skilyrða. Flestir eiga orðið snjallsíma eða önnur svipuð tæki þar sem líkamsbeitingin býður oft upp á álag á háls, herðar og höfuð. Fullorðnir og börn sækja sjúkra- þjálfun í auknum mæli og vangaveltur um aukinn beinvöxt í hnakka hafa verið utan landsteinanna. ➛12 Hafa snjalltækin bein áhrif á líkamann? Vandamálið er ekki einungis óæskileg líkams- staða ein og sér heldur er það einnig það hreyf- ingarleysi sem fylgir samhliða. Haraldur Magnússon osteópati 1 4 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R DÓMSMÁL Maður var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir til- raun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norður- lands eystra. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar í nóvember í fyrra. Auk fangelsisrefsingar var maður- inn dæmdur til að greiða brotaþola 1.200.000 krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins, alls 5.352.048 krónur. Í forsendum dómsins segir meðal annars: „Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns.“ Ákærði krafðist sýknu á þeim grundvelli að um nauðvörn hefði verið að ræða en við ákvörðun um bótafjárhæð til brotaþola segir í dóminum að þrátt fyrir að brotaþoli hafi ráðist að fyrra bragði á ákærða sé ekki unnt að fallast á með ákærða eins og hér standi að sú staðreynd eigi að hafa áhrif á bótafjárhæð- ina. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola varanlegum andlitsskaða. Fjallað er nánar um dóminn og aðdraganda málsins á frettabladid.is – aá Dæmdur fyrir tilraun til manndráps ÍSLANDSPÓSTUR „Það hefur lengi verið mín skoðun að þegar búið er að koma lagaumgjörð um þessa starfsemi í betra horf, eins og við höfum verið að gera núna, og gera nauðsynlegar breytingar á rekstr- inum þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji þennan rekstur,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, spurður um framtíð og framtíðareignarhald Íslandspósts. Ríkisendurskoðun birti svarta úttekt á Íslandspósti á þriðjudag. Aðspurður hvaða þýð- ingu skýrslan hafi fyrir næstu skref með tilliti til reksturs Íslandspósts og eignarhalds ríkisins segir Bjarni að hans vilji sé að einkavæðing eigi sér stað. Bjarni telur að rekstur Íslands- pósts hafi verið það slæmur að und- anförnu að ekki hafi verið hægt að hefja undirbúning að sölu. Nú séu umbætur á veg komnar og einka- væðing ákjósanleg. – smj / sjá síðu 4 Vill að ríkið selji Póstinn  Bjarni Benedikts- son, fjármála- og efnhagsráðherra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.