Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 19
Eitt af skemmtilegri örnefnum á Íslandi er Hornatær á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta eru fjórir fjallstindar sem raða sér upp á hálendinu milli Vatnsfjarðar og Trostansfjarðar inn af Arnarfirði. Skörð í fjallgarðinum gera að verkum að hann lík- ist tám sem sjást víða að, m.a. frá Snæfellsnesi. Nyrst er Ýsufell (703 m), síðan kemur Breiðafell sem er hæst (747 m), því næst Klakkur (699 m) sem er tilkomu- mestur og brattastur og loks Ármannsfell (706 m). Talið er að Hornatær og nágranni þeirra aðeins norðar, Lómafell, hafi verið sker sem stungust upp úr ísaldarjöklinum sem hvarf fyrir 10.000 árum síðan. Best sjást Hornatær úr Arnarfirði, sérstak- lega frá Bíldudal. Þaðan minna þær óneitanlega á kórónu, enda oft nefndar Kóróna Vestfjarða. Tærnar og Lómatindur tengjast norska víkingnum Flóka Vil- gerðarsyni sem er betur þekktur sem Hrafna-Flóki. Hann sigldi til Íslands frá Noregi, sennilega í kringum 870, með hrafna sína þrjá. Þá notaði hann til að finna eyjuna í norðri sem sænskur kollega hans, Garðar Svavarsson, hafði heimsótt nokkrum árum áður og kallaði Garðarshólma. Hrafna-Flóki nam land í Vatnsfirði sem reyndist fullur af fiski. Stundaði hann því veiðar af kappi með föruneyti sínu og skeytti lítt um heyskap fyrir veturinn. Drapst því kvikfé hans yfir háveturinn en þegar voraði gekk Flóki á fjall eitt mikið sem sennilega var ein Hornatánna eða Lómatindur. Segir í Landnámu: „Vár var heldr kalt. Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt ok sá norðr yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum, því kölluðu þeir landit Ísland, sem það hefur síðan heitir.“ Hann hélt síðan með föruneyti sínu aftur til Noregs og bar sig illa en nafnið Ísland festist við landið sem hafði reynst honum svo illa. Það er gaman að ganga á Hornatær þótt stundum sé gönguleiðin ójöfn og grýtt. Auðvelt er að ná einni tá á hálfum degi en ef gengið er á allar fjórar veitir ekki af heilum degi. Auðveldast er að hefja gönguna frá akveginum í Helluskarði milli Vatnsfjarðar og Trostansfjarðar en fleiri leiðir eru í boði, t.d. af vegi norðvestur af Breiðafelli. Klakkur er tilkomumestur með ókleifum kletti efst en hinar tærnar þrjár eru auðveldari uppgöngu. Einnig er hægt að ganga niður í skörðin og gægjast út eftir Arnarfirði eða suður í Breiðafjörð. Í góðu veðri sést af Tánum suður á Snæfellsnes þar sem Ljósufjöll, Helgrindur og Snæ- fellsjökull eru í aðalhlutverkum. Hafís er hins vegar sjaldséður og spurning hvort Hrafna-Flóki hafi ekki verið að ýkja til að finna sér ástæðu til að kveðja Klakann. Tærnar sem hann Hrafna- Flóki kvaddi Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Hornatær í fjarska með hluta Ketildala og Arnarfjörð í forgrunni. MYND/TG Hornatær séðar frá Bíldudal. MYND/TG Útsýni ofan skýja af Ýsufelli yfir á Breiðafell. MYND/TG 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R18 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.