Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 27.06.2019, Blaðsíða 55
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞAÐ HAFA ÓTRÚ- LEGUSTU HLUTIR KOMIÐ UPP Á SVIÐ. EINHVERN TÍMANN VAR ÞAÐ UPPBLÁSINN SÓFI. – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Mikið úrval af allskonar ALLIR Í HEIMINUM HAFA GLEYMT BÍTLUNUM. ALLIR NEMA JACK ... KOMIN Í BÍÓ FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRA SLUMDOG MILLIONAIRE OG HÖFUNDI LOVE ACTUALLY TIME OUT THE GUARDIAN Magni var staddur við Jökulsá á Fjöllum þegar F r é t t a b l a ð i ð n áði t a l i a f honum. „Ef ég dett út þá hringi ég bara í þig aftur. Það er nokkrir dauðir blettir hérna á brúnni, þú getur svo bara sent ljósmyndarann frá blaðinu í Möðrudal til að smella af mynd. Er það nokkuð mál?“ segir Magni hress í bragði. „Í ár verð ég mestmegnis í Eyjum. Ég byrja helgina með Killer Queen á Græna hattinum á föstudeginum og svo brunum við suður og förum til Eyja þar sem ég verð restina af helginni. Þar spila ég með Killer Queen, Á móti sól og til að kóróna þetta spila ég líka á Aldamótatón- leikunum sem eru á sunnudeginum, þannig að ég verð á fullu yfir alla helgina.“ Magni hefur átt hlut í tveimur Þjóðhátíðarlögum. „Eða við skulum segja að ég hafi sungið tvö og hálft Þjóðhátíðarlag, ef ég á að vera nákvæmur.“ Varð til í saumaklúbb Magni segir sveitina Killer Queen hafa orðið til í nokkurs konar saumaklúbb nokkurra vina sem áttu það sameiginlegt að halda mikið upp á hljómsveitina Queen. „Við stofnuðum sveitina árið 2008 á Akureyri. Það hafa orðið einhverjar mannabreytinga og við erum orðnir sex núna. Það þurfa að vera dálítið margir að spila þetta, þó að í Queen hafi bara verið fjórir,“ segir Magni hlæjandi. Hann segir þá vera hálfgert hús- band á Græna hattinum. „Við höfum spilað kannski 40 sinnum síðasta áratuginn og þar af 25 sinnum á Græna hattinum. Okkur finnst þetta alveg sjúklega skemmtilegt.“ En hefur meira verið að gera hjá sveitinni í kjölfar vinsælda myndar- innar Bohemian Rhapsody? „Við getum allavega sagt að hún hafi ekki skemmt fyrir en við spil- um oftast ekki nema svona þrisvar á ári. Svo er þetta þannig músík og sveitin á svo marga aðdáendur, þannig að það hefur alltaf verið fullt eiginlega. Bæði fyrir og eftir að myndin kom út.“ Flatkökur upp á svið Magni segist hafa reynt að telja það saman um daginn hve oft hann hafi spilað á hátíðinni. „Ég er ekki alveg handviss en í það minnsta tíu sinnum.“ Hann er snöggur til svars þegar hann er spurður hver sé skemmtilegasta minn- ingin af Þjóðhátíð. „Ég hef lent í alls k o n a r h l u t u m á Þjóðhátíð en skem mt i leg a st a og líka skrýtnasta minningin er frá gamla sviðinu . Þá vorum við í Á móti sól í miðju setti þegar ein- hver rýkur upp að sviðinu með á l b a k k a . Þ a ð var alveg ótrú- lega vel gert því sviðið var svo hátt. Á bakk- a nu m vor u flatkökur með hangikjöti og við sáum ekki að það væri annað í myndinni en að þiggja boðið og gæða okkur á f latkökum, þetta var gríðarlega gott.“ Góðar minningar úr hvítu tjöldunum Þetta er þó ekki eina skiptið sem Magna hefur verið fært eitthvað upp á svið á miðju balli. „Það hafa ótrúlegustu hlutir komið upp á svið. Einhvern tímann var það uppblásinn sófi og svo auð- vitað óteljandi magn af blöndum. Þannig að það er gríðarleg vinátta þarna úti. Svo fær maður oft polla- föt send beint upp á svið.“ Magni segist eiga endalaust af góðum minningum úr hvítu tjöld- unum. „Þar er manni boðið upp á allan fjandann. Lundann og Stroh-ið. Þetta er alltaf jafn klikkaðslega gaman!“ segir Magni að lokum. Hægt er að nálgast miða á Þjóðhátíð í Eyjum á dalurinn.is. steingerdur@frettabladid.is Fékk flatkökur með hangikjöti upp á svið  Magni spilar með Killer Queen, Á móti sól og á Aldamótatónleikun- um á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Killer Queen spilar ábreiður af Queen-lögum og er orðið hálfgert húsband á Græna hattinum. Hljómsveitin Killer Queen varð til í hálfgerðum saumaklúbb á Akureyri fyrir áratug. MYND/DANÍEL STARRASON Magni Ásgeirsson. 2 7 . J Ú N Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.